Innlent

Fimm hand­teknir í sérsveitaraðgerð á Akur­eyri

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra stýrði handtökum.
Sérsveit ríkislögreglustjóra stýrði handtökum. vísir/vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra ásamt lögreglunni á Norðurlandi eystra handtók fimm manns í heimahúsi. Tilkynnt hafði verið um líkamsárás og hótanir þar sem vopnum var beitt.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra að lögregla hafi vopnast og lokað nærliggjandi götum á meðan ástand var tryggt.

Vakthafandi lögreglumenn sérsveitar ríkislögreglustjóra voru kallaðir út og stýrðu þeir handtökum á vettvangi.

Málið sé á frumstigi og því ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo komnu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×