Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 09:03 Raphinha og félagar fögnuðu með bikarinn í gær eftir sigurinn á Real Madrid. Getty/Jose Breton Brasilíumaðurinn Raphinha, fyrirliði Barcelona, beitti nýrri aðferð til að reyna að koma í veg fyrir að Kylian Mbappé gæti tafið leik Barcelona og Real Madrid í úrslitaleik spænska ofurbikarsins í fótbolta í gær. Mbappé kom Real yfir á fimmtu mínútu en hann átti þó ekki sinn besta dag og í fyrri hálfleiknum fékk hann aðhlynningu vegna meiðsla, úti á miðjum velli. Raphinha var óánægður með þessa töf á leiknum og hljóp og tók tösku sjúkrateymis Madridinga, og hljóp með hana út fyrir hliðarlínuna til að sjá til þess að Mbappé yrði sinnt utan vallar og leikurinn gæti haldið áfram. 🚨 - REMARKABLE stuff right here, as Raphinha carries the Real Madrid medical bag to the sideline so that the Real Madrid doctors have to follow him and treat Mbappé outside the pitch. pic.twitter.com/t82OHHg2sS— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) January 12, 2025 Raphinha slapp við refsingu frá dómara leiksins fyrir þetta og þeir Mbappé gátu báðir haldið áfram leik. Raphinha skoraði tvö marka Barcelona sem vann á endanum 5-2 sigur í bráðfjörugum leik en Börsungar unnu þrátt fyrir að hafa misst markvörðinn Wojciech Szczesny af velli með rautt spjald á 56. mínútu. Mbappé spilaði leikinn til enda en tókst ekki að bæta titli í safnið sitt að þessu sinni. Frakkinn var sá eini sem fékk hrós frá Carlo Ancelotti, stjóra Real, eftir leik: „Það þarf að verjast vel til að vinna svona leiki. Barcelona átti skilið að vinna, þeir vörðust betur en við. Liðið lítur ekki vel út en ég ætla ekki að beina fingri að neinum. Mbappé átti góðan leik, líklega sá eini, og skoraði mark,“ sagði Ancelotti. Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Mbappé kom Real yfir á fimmtu mínútu en hann átti þó ekki sinn besta dag og í fyrri hálfleiknum fékk hann aðhlynningu vegna meiðsla, úti á miðjum velli. Raphinha var óánægður með þessa töf á leiknum og hljóp og tók tösku sjúkrateymis Madridinga, og hljóp með hana út fyrir hliðarlínuna til að sjá til þess að Mbappé yrði sinnt utan vallar og leikurinn gæti haldið áfram. 🚨 - REMARKABLE stuff right here, as Raphinha carries the Real Madrid medical bag to the sideline so that the Real Madrid doctors have to follow him and treat Mbappé outside the pitch. pic.twitter.com/t82OHHg2sS— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) January 12, 2025 Raphinha slapp við refsingu frá dómara leiksins fyrir þetta og þeir Mbappé gátu báðir haldið áfram leik. Raphinha skoraði tvö marka Barcelona sem vann á endanum 5-2 sigur í bráðfjörugum leik en Börsungar unnu þrátt fyrir að hafa misst markvörðinn Wojciech Szczesny af velli með rautt spjald á 56. mínútu. Mbappé spilaði leikinn til enda en tókst ekki að bæta titli í safnið sitt að þessu sinni. Frakkinn var sá eini sem fékk hrós frá Carlo Ancelotti, stjóra Real, eftir leik: „Það þarf að verjast vel til að vinna svona leiki. Barcelona átti skilið að vinna, þeir vörðust betur en við. Liðið lítur ekki vel út en ég ætla ekki að beina fingri að neinum. Mbappé átti góðan leik, líklega sá eini, og skoraði mark,“ sagði Ancelotti.
Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira