Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Sindri Sverrisson skrifar 13. janúar 2025 09:31 Frank Anguissa minntist Daniele eftir að hafa skorað fyrir Napoli í gær. Getty Leikmenn Napoli léku í gær fyrir stuðningsmann sinn og vin, Daniele, sem lést nýverið aðeins 13 ára gamall eftir baráttu við hvítblæði. Þetta segir Frank Anguissa sem benti til himins og tileinkaði Daniele seinna mark Napoli í 2-0 sigrinum gegn Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Þetta var fimmti sigur Napoli í röð og er liðið með fjögurra stiga forskot á Inter á toppi deildarinnar. Daniele lést fyrir níu dögum síðan en hann hafði tengst leikmönnum Napoli sterkum böndum og orðið eins konar lukkustrákur liðsins, samkvæmt frétt Football Italia. „Elsku Daniele, þú gafst okkur mánuði af gleði með því að vera svona nærri okkur. Þrátt fyrir veikindi þín þá miðlaðir þú áfram styrk, hugrekki og ánægju til okkar,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, eftir að Daniele lést sama daga og Napoli vann 3-0 útisigur gegn Fiorentina. Þjálfarinn Antonio Conte treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafund eftir þann leik. „Þú verður alltaf með okkur“ Leikmenn Napoli báru svört sorgarbönd í leiknum við Verona í gær, og foreldrar Daniele fylgdust með leiknum og tóku þátt í að fagna sigrinum eins og Daniele hafði gert á meðan hann hafði enn heilsu til að mæta á leiki. „Hann var alltaf svo hugrakkur strákur og við vitum að verðum alltaf að reyna að vinna fyrir hann. Ég er ánægður með að við skyldum spila fyrir hann í dag og vinna,“ sagði Anguissa við DAZN eftir leik í gær. Daniele 💙 pic.twitter.com/ZKRdwhFMw6— Oficial SSC Napoli (@sscnapoliES) January 12, 2025 Hann kyssti armband sitt eftir að hafa skorað í gær, en á armbandinu stendur: „Þú verður alltaf með okkur.“ Napoli á erfiða leikjadagskrá fyrir höndum því liðið mætir næst Atalanta, sem er í 3. sæti, á útivelli á laugardaginn og á svo leiki við Juventus og Roma. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Þetta segir Frank Anguissa sem benti til himins og tileinkaði Daniele seinna mark Napoli í 2-0 sigrinum gegn Verona í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gær. Þetta var fimmti sigur Napoli í röð og er liðið með fjögurra stiga forskot á Inter á toppi deildarinnar. Daniele lést fyrir níu dögum síðan en hann hafði tengst leikmönnum Napoli sterkum böndum og orðið eins konar lukkustrákur liðsins, samkvæmt frétt Football Italia. „Elsku Daniele, þú gafst okkur mánuði af gleði með því að vera svona nærri okkur. Þrátt fyrir veikindi þín þá miðlaðir þú áfram styrk, hugrekki og ánægju til okkar,“ sagði Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, eftir að Daniele lést sama daga og Napoli vann 3-0 útisigur gegn Fiorentina. Þjálfarinn Antonio Conte treysti sér ekki til að mæta á blaðamannafund eftir þann leik. „Þú verður alltaf með okkur“ Leikmenn Napoli báru svört sorgarbönd í leiknum við Verona í gær, og foreldrar Daniele fylgdust með leiknum og tóku þátt í að fagna sigrinum eins og Daniele hafði gert á meðan hann hafði enn heilsu til að mæta á leiki. „Hann var alltaf svo hugrakkur strákur og við vitum að verðum alltaf að reyna að vinna fyrir hann. Ég er ánægður með að við skyldum spila fyrir hann í dag og vinna,“ sagði Anguissa við DAZN eftir leik í gær. Daniele 💙 pic.twitter.com/ZKRdwhFMw6— Oficial SSC Napoli (@sscnapoliES) January 12, 2025 Hann kyssti armband sitt eftir að hafa skorað í gær, en á armbandinu stendur: „Þú verður alltaf með okkur.“ Napoli á erfiða leikjadagskrá fyrir höndum því liðið mætir næst Atalanta, sem er í 3. sæti, á útivelli á laugardaginn og á svo leiki við Juventus og Roma.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira