Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Heimir Már Pétursson skrifar 13. janúar 2025 19:21 Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar segir að nú sé unnið að lokafrágangi á skýrslu stjórnarinnar til Alþingis vegna framkvæmd alþingiskosninganna. Stöð 2/Einar Alþingi kemur að öllum líkindum saman í fyrsta skipti frá kosningum eftir rétt rúman hálfan mánuð. Landskjörstjórn skilar þinginu skýrslu um framkvæmd kosninganna og einstök kæru- og álitamál á miðvikudag. Tvær kærur bárust yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi vegna kosninganna og eins má búast við einhverjum athugasemdum frá umboðsmönnum flokka í einstökum kjördæmum, sem yfirkjörstjórnir telja þó ekki breyta niðurstöðum kosninganna. Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir skýrslu verði skilað til undirbúningsnefndar Alþingis um framkvæmd kosninganna á miðvikudag. Ástríður Jóhannesdóttir segir alltaf alvarlegt ef atkvæði skili sér ekki á kjörstað fyrir tilstuðlan annarra en kjósandans.Stöð 2/Einar „Hlutverk landskjörstjórnar er að veita umsögn um þær kærur og athugasemdir sem koma fram og einnig um gildi ágreingsatkvæða sem hafa borist landskjörstjórn. Þetta á að vera rökstutt umsögn þar að lútandi en það er Alþingi sem tekur allar ákvarðanir um á grundvelli þessarar umsagnar,“ segir Ástríður. Í dag var síðan greint frá því að utankjörfundaratkvæði sem bárust á bæjarskrifstofuna í Kópavogi daginn fyrir kosningar, hafi ekki skilað sér til talningar. Í svari Pála Þórs Mássonar bæjarritara í Kópavogi til fréttastofu segir að atkvæðin hafi öll borist í einni póstsendingu og væru nú í öruggri geymslu hjá yfirkjörstjórn bæjarins. „Það er auðvitað alltaf alvarlegt mál ef atkvæði komast ekki til skila af ástæðum sem í rauninni er ekki hægt að rekja til einhvers sem kjósandi gerði eða gerði ekki. En í rauninni lítið hægt að gera þegar skaðinn er skeður,“ segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. En á endanum er það samkvæmt lögum á ábyrgð kjósenda utankjörfunda að koma atkvæði sínu á leiðarenda. Nýkjörnir þingmenn hafa ekki haft mikið fyrir starfi frá kosningum en nú er útlit fyrir að Alþingi verði kallað saman hinn 29. janúar.Vísir/Vilhelm „Atkvæði sem ekki berast til kjördeildar fyrir lok kjörfundar á kjördag eru ekki tekin til skoðunar. - Hvað voru þetta mörg atkvæði? - Samkvæmt þeim upplýsingum sem landskjörstjórnin hefur fengið var um að ræða tuttugu og fimm atkvæði, eða atkvæðisbréf,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir. Landskjörstjórn hefur nú þegar tilkynnt 63 einstaklingum að þeir hafi náð kjöri til Alþingis. Kjör þeirra verður hins vegar ekki endanlega staðfest fyrr en undirbúningsnefnd Alþingis hefur farið yfir skýrslu landskjörstjórnar og lýst kjöri þingmanna. Landskjörstjórn er ekki úrskurðaraðili, heldur greinir aðeins frá framkvæmd kosninganna og athugasemdum við þær. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Tvær kærur bárust yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi vegna kosninganna og eins má búast við einhverjum athugasemdum frá umboðsmönnum flokka í einstökum kjördæmum, sem yfirkjörstjórnir telja þó ekki breyta niðurstöðum kosninganna. Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar segir skýrslu verði skilað til undirbúningsnefndar Alþingis um framkvæmd kosninganna á miðvikudag. Ástríður Jóhannesdóttir segir alltaf alvarlegt ef atkvæði skili sér ekki á kjörstað fyrir tilstuðlan annarra en kjósandans.Stöð 2/Einar „Hlutverk landskjörstjórnar er að veita umsögn um þær kærur og athugasemdir sem koma fram og einnig um gildi ágreingsatkvæða sem hafa borist landskjörstjórn. Þetta á að vera rökstutt umsögn þar að lútandi en það er Alþingi sem tekur allar ákvarðanir um á grundvelli þessarar umsagnar,“ segir Ástríður. Í dag var síðan greint frá því að utankjörfundaratkvæði sem bárust á bæjarskrifstofuna í Kópavogi daginn fyrir kosningar, hafi ekki skilað sér til talningar. Í svari Pála Þórs Mássonar bæjarritara í Kópavogi til fréttastofu segir að atkvæðin hafi öll borist í einni póstsendingu og væru nú í öruggri geymslu hjá yfirkjörstjórn bæjarins. „Það er auðvitað alltaf alvarlegt mál ef atkvæði komast ekki til skila af ástæðum sem í rauninni er ekki hægt að rekja til einhvers sem kjósandi gerði eða gerði ekki. En í rauninni lítið hægt að gera þegar skaðinn er skeður,“ segir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar. En á endanum er það samkvæmt lögum á ábyrgð kjósenda utankjörfunda að koma atkvæði sínu á leiðarenda. Nýkjörnir þingmenn hafa ekki haft mikið fyrir starfi frá kosningum en nú er útlit fyrir að Alþingi verði kallað saman hinn 29. janúar.Vísir/Vilhelm „Atkvæði sem ekki berast til kjördeildar fyrir lok kjörfundar á kjördag eru ekki tekin til skoðunar. - Hvað voru þetta mörg atkvæði? - Samkvæmt þeim upplýsingum sem landskjörstjórnin hefur fengið var um að ræða tuttugu og fimm atkvæði, eða atkvæðisbréf,“ segir Ástríður Jóhannesdóttir. Landskjörstjórn hefur nú þegar tilkynnt 63 einstaklingum að þeir hafi náð kjöri til Alþingis. Kjör þeirra verður hins vegar ekki endanlega staðfest fyrr en undirbúningsnefnd Alþingis hefur farið yfir skýrslu landskjörstjórnar og lýst kjöri þingmanna. Landskjörstjórn er ekki úrskurðaraðili, heldur greinir aðeins frá framkvæmd kosninganna og athugasemdum við þær.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira