Körfubolti

Reynslu­boltar taka við þjálfun Kefla­víkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurður Ingimundarson er tekinn við Keflavík.
Sigurður Ingimundarson er tekinn við Keflavík. Vísir/Daníel

Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson munu stýra kvennaliði Keflavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta út tímabilið. Þeir taka við stjórnartaumunum eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson sagði starfi sínu lausu.

Víkurfréttir greindu frá þessu í kvöld en Keflavík hefur verið þjálfaralaust síðan Friðrik Ingi, sem nú stýrir Haukum í Bónus-deild karla, lét af störfum í desember. Elentínus Margeirsson hefur stýrt Keflavík en nú eru tveir reynsluboltar mættir á hliðarlínuna.

Sigurður var gríðarlega sigursæll sem þjálfari Keflavíkur en undir hans stjórn varð liðið sjö sinnum Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá varð liðið Íslandsmeistari tvívegis og einu sinni bikarmeistari þegar Jón Halldór var þjálfari þess.

Jón Halldór Eðvaldsson, eða Jonni, hefur verið sérfræðingur Körfuboltakvölds um árabil.Stöð 2 Sport

Keflavík er sem stendur í 3. til 5. sæti deildarinnar ásamt Tindastól og Njarðvík með 8 sigra og 5 töp í fyrstu 13 leikjum deildarinar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×