Enski boltinn

Guardiola skilinn eftir þrjá­tíu ára sam­band

Sindri Sverrisson skrifar
Pep Guardiola og Cristina Serra voru saman í þrjá áratugi. Hér eru þau saman á verðlaunahófi FIFA fyrir ári síðan.
Pep Guardiola og Cristina Serra voru saman í þrjá áratugi. Hér eru þau saman á verðlaunahófi FIFA fyrir ári síðan. Getty/John Walton

Á sínu mest krefjandi tímabili sem knattspyrnustjóri Manchester City er Pep Guardiola einnig að takast á við breytingar utan vallar því hann er nú skilinn við eiginkonu sína Cristinu Serra.

Guardiola og Serra höfðu verið í sambandi í þrjátíu ár, og þau gengu í hjónaband árið 2014.

Spænskir fjölmiðlar, þar á meðal Diario Sport, segja að nú skilji leiðir og að þau hafi sagt sínum nánustu vinum og fjölskyldu tíðindin. Þau haldi þó enn sambandi og hafi haldið upp á jólin saman með börnum sínum þremur.

Fram kom árið 2019 að Serra hefði flutt aftur til Barcelona frá Manchester, ásamt einu barna hjónanna þáverandi, til að stýra tískufyrirtæki sínu. Hún bjó svo ýmist í Barcelona eða London en Guardiola hélt kyrru fyrir í Manchester.

Pep Guardiola og Cristina Serra saman á Wimbledon-mótinu í tennis síðasta sumar.Getty/Karwai Tang

Þau kynntust árið 1994 þegar Guardiola var 23 ára en Serra tvítug. Börnin þeirra þrjú eru Maria, Marius og Valentina, og eru 24, 22 og 17 ára.

Fréttirnar af skilnaði hjónanna birtust fyrst í spænskum miðlum í gærkvöld, um sólarhring áður en City sækir Brentford heim í ensku úrvalsdeildinni. City-menn hafa unnið tvo síðustu deildarleiki og skelltu svo Salford City í bikarleik um helgina. City er í 6. sæti deildarinnar með 34 stig, sex stigum frá 2. sæti en heilum tólf stigum frá toppliði Liverpool sem auk þess á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×