Svona verður Ísland heimsmeistari Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 09:03 Strákarnir okkar hafa best náð 5. sæti á heimsmeistaramóti, og ekki komist í hóp tíu efstu á síðustu sex heimsmeistaramótum, eða síðan liðið varð í 6. sæti í Svíþjóð 2011. Þeir höfnuðu í 10. sæti á EM fyrir ári síðan. VÍSIR/VILHELM Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. Þó að sumir (miðað við reynslu blaðamanns eru það sérstaklega karlmenn yfir sextugu) telji algjörlega ótímabært og hreina vitleysu að skoða mögulega leið Íslands að verðlaunasæti þá er óþarfi að standast freistinguna. Atvinnumönnunum sem skipa landsliðið er treystandi fyrir því að hugsa um einn leik í einu. Í sem skemmstu máli snýst árangur Íslands um að hafa betur í baráttu við Króatíu, Slóveníu og Egyptaland um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum, vinna svo þann leik og helst undanúrslitaleik. Þá væru verðlaun í höfn og möguleiki á gulli. Hér að neðan má sjá mögulega leið Íslands í úrslitaleikinn, byggða á líklegum úrslitum en að því gefnu að Ísland komist áfram í gegnum hvert stig: Allt byrjar þetta á tveimur „auðveldum“ leikjum í G-riðli, við Grænhöfðaeyjar og Kúbu, áður en við tekur afar mikilvægur slagur við Slóvena (6. sæti á EM fyrir ári og undanúrslit á ÓL síðasta sumar) næsta mánudagskvöld. Vinni Ísland þennan riðil er staðan afar vænleg fyrir milliriðlakeppnina, en þá fær liðið þrjá mótherja úr H-riðli sem einnig er spilaður í Zagreb. Þar má fastlega búast við að Íslands bíði meðal annars leikir við heimamenn í Króatíu, undir stjórn Dags Sigurðssonar, og margfalda Afríkumeistara Egyptalands sem komist hafa í 8-liða úrslit á síðustu þremur heimsmeistaramótum. Möguleg leikjadagskrá Íslands: 16. jan kl. 19.30: Grænhöfðaeyjar 18. jan kl. 19.30: Kúba 20. jan kl. 19.30: Slóvenía 22. jan: Leikur 1 í milliriðli 24. jan: Leikur 2 í milliriðili 26. jan: Leikur 3 í milliriðli 28. jan: Leikur í 8-liða úrslitum 30. jan: Leikur í undanúrslitum 2. feb: Úrslitaleikur Það er í milliriðlakeppninni sem að málin munu eflaust flækjast mikið, og þörf verður á flóknum skýringum á stöðunni nema þá helst að strákarnir okkar fari bara auðveldu leiðina og vinni alla sína leiki. Í milliriðlakeppninni er vert að hafa í huga að innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum, en ekki heildarmarkatala. Geta ekki mætt Dönum og Svíum nema í leik um verðlaun Ef Ísland nær öðru tveggja sætanna sem í boði verða í 8-liða úrslitum þá mun liðið spila þar við lið úr milliriðli II (riðlar C og D) þar sem Frakkland og Ungverjaland eru líklegust til að komast áfram en Holland, Austurríki, Norður-Makedónía og Katar veita þeim keppni. Aðeins þessi lið og fyrri mótherjar Íslands kæmu svo til greina sem mótherjar í undanúrslitum. Þess má svo sem geta að Ísland hefur aldrei komist í undanúrslit á HM heldur best náð 5. sæti, árið 1997. Það er ekki fyrr en mögulega í úrslitaleik eða leik um brons sem Ísland gæti mætt einhverju af hinum „helmingi“ mótsliða, eftir breytingar á mótinu. Danmörk, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur og Spánn eru meðal annars í þeim hópi og þrefaldir heimsmeistarar Danmerkur þykja enn á ný sigurstranglegastir. Íslenska liðið mun alltaf fá einn hvíldardag á milli leikja á mótinu, aldrei fleiri og aldrei færri, nema þá að liðið komist í úrslitaleikinn. Þá fær það tvo daga á milli leikja en þarf reyndar að ferðast frá Zagreb til Oslóar þar sem verðlaunaleikirnir fara fram í Unity Arena. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Þó að sumir (miðað við reynslu blaðamanns eru það sérstaklega karlmenn yfir sextugu) telji algjörlega ótímabært og hreina vitleysu að skoða mögulega leið Íslands að verðlaunasæti þá er óþarfi að standast freistinguna. Atvinnumönnunum sem skipa landsliðið er treystandi fyrir því að hugsa um einn leik í einu. Í sem skemmstu máli snýst árangur Íslands um að hafa betur í baráttu við Króatíu, Slóveníu og Egyptaland um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum, vinna svo þann leik og helst undanúrslitaleik. Þá væru verðlaun í höfn og möguleiki á gulli. Hér að neðan má sjá mögulega leið Íslands í úrslitaleikinn, byggða á líklegum úrslitum en að því gefnu að Ísland komist áfram í gegnum hvert stig: Allt byrjar þetta á tveimur „auðveldum“ leikjum í G-riðli, við Grænhöfðaeyjar og Kúbu, áður en við tekur afar mikilvægur slagur við Slóvena (6. sæti á EM fyrir ári og undanúrslit á ÓL síðasta sumar) næsta mánudagskvöld. Vinni Ísland þennan riðil er staðan afar vænleg fyrir milliriðlakeppnina, en þá fær liðið þrjá mótherja úr H-riðli sem einnig er spilaður í Zagreb. Þar má fastlega búast við að Íslands bíði meðal annars leikir við heimamenn í Króatíu, undir stjórn Dags Sigurðssonar, og margfalda Afríkumeistara Egyptalands sem komist hafa í 8-liða úrslit á síðustu þremur heimsmeistaramótum. Möguleg leikjadagskrá Íslands: 16. jan kl. 19.30: Grænhöfðaeyjar 18. jan kl. 19.30: Kúba 20. jan kl. 19.30: Slóvenía 22. jan: Leikur 1 í milliriðli 24. jan: Leikur 2 í milliriðili 26. jan: Leikur 3 í milliriðli 28. jan: Leikur í 8-liða úrslitum 30. jan: Leikur í undanúrslitum 2. feb: Úrslitaleikur Það er í milliriðlakeppninni sem að málin munu eflaust flækjast mikið, og þörf verður á flóknum skýringum á stöðunni nema þá helst að strákarnir okkar fari bara auðveldu leiðina og vinni alla sína leiki. Í milliriðlakeppninni er vert að hafa í huga að innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum, en ekki heildarmarkatala. Geta ekki mætt Dönum og Svíum nema í leik um verðlaun Ef Ísland nær öðru tveggja sætanna sem í boði verða í 8-liða úrslitum þá mun liðið spila þar við lið úr milliriðli II (riðlar C og D) þar sem Frakkland og Ungverjaland eru líklegust til að komast áfram en Holland, Austurríki, Norður-Makedónía og Katar veita þeim keppni. Aðeins þessi lið og fyrri mótherjar Íslands kæmu svo til greina sem mótherjar í undanúrslitum. Þess má svo sem geta að Ísland hefur aldrei komist í undanúrslit á HM heldur best náð 5. sæti, árið 1997. Það er ekki fyrr en mögulega í úrslitaleik eða leik um brons sem Ísland gæti mætt einhverju af hinum „helmingi“ mótsliða, eftir breytingar á mótinu. Danmörk, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur og Spánn eru meðal annars í þeim hópi og þrefaldir heimsmeistarar Danmerkur þykja enn á ný sigurstranglegastir. Íslenska liðið mun alltaf fá einn hvíldardag á milli leikja á mótinu, aldrei fleiri og aldrei færri, nema þá að liðið komist í úrslitaleikinn. Þá fær það tvo daga á milli leikja en þarf reyndar að ferðast frá Zagreb til Oslóar þar sem verðlaunaleikirnir fara fram í Unity Arena.
Möguleg leikjadagskrá Íslands: 16. jan kl. 19.30: Grænhöfðaeyjar 18. jan kl. 19.30: Kúba 20. jan kl. 19.30: Slóvenía 22. jan: Leikur 1 í milliriðli 24. jan: Leikur 2 í milliriðili 26. jan: Leikur 3 í milliriðli 28. jan: Leikur í 8-liða úrslitum 30. jan: Leikur í undanúrslitum 2. feb: Úrslitaleikur
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02