Viðskipti innlent

Tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra hjá Arango

Atli Ísleifsson skrifar
Tinna Björk Hjartardóttir.
Tinna Björk Hjartardóttir. Arango

Tinna Björk Hjartardóttir hefur á nýju ári tekið við sem framkvæmdastjóri Arango.

Þetta kemur fram í tilkynningu en Tinna Björk hefur starfað hjá Arango í tæp tvö ár sem ráðgjafi og einn af eigendum félagsins ásamt því að koma að stofnun félagsins. 

„Sigurður Hilmarsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri frá stofnun félagsins 2019 starfar áfram hjá félaginu í hlutverki ráðgjafa og fjármálastjóra ásamt því að vera einn eigandi félagsins og stjórnarformaður.

Tinna hefur yfir 20 ára reynslu innan upplýsingatæknigeirans, og er með B.Sc í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur gegnt fjölbreyttum störfum sem ráðgjafi og stjórnandi, meðal annars hjá Microsoft á Íslandi, xRM Software, Annata, Applicon og síðast hjá Marel þar sem hún starfaði í rúmlega fimm ár áður en hún kom til Arango,“ segir í tilkynningunni. 

Um Arango segir að það sé leiðandi fyrirtæki á íslenskum markaði í innleiðingum á stafrænum lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir. Lausnir Arango séu byggðar á Microsoft Power Platform sem sé öflug svíta lausna í skýinu frá Microsoft og henti íslenskum fyrirtækjum og stofnunum til að sjálfvirknivæða ferla, smíða öpp og aðrar gagnvirkar lausnir fyrir ýmis notkunartilvik á auðveldan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×