Innherji

Lækkun verðbólgu­væntinga aukið líkur á öðru „stóru skrefi“ hjá Seðla­bankanum

Hörður Ægisson skrifar
Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir að miðað við nýlega lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja þá sé sennilegt að mat Seðlabankans á raunstýrivöxtum sé á sama stað og fyrir vaxtalækkunina í nóvember. 
Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, segir að miðað við nýlega lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja þá sé sennilegt að mat Seðlabankans á raunstýrivöxtum sé á sama stað og fyrir vaxtalækkunina í nóvember.  Kvika

Útlit er fyrir að hlé verði á hjöðnun verðbólgunnar í janúar og árstakturinn haldist óbreyttur í 4,8 prósent, að mati aðalhagfræðings Kviku banka, sem skýrist einkum af ýmsum einskiptishækkunum um áramótin en verðbólgan muni síðan lækka myndarlega næstu mánuði á eftir. Nýleg lækkun verðbólguvæntinga heimila og fyrirtækja ætti samt að vega sem „þung lóð á vogarskálar júmbólækkunar“ upp á 50 punkta þegar peningastefnunefndin kemur næst saman í upphafi febrúarmánaðar.


Tengdar fréttir

Hátt raun­vaxta­stig gæti farið að „skapa áskoranir“ fyrir fjár­mála­kerfið

Stóru bankarnir standa traustum fótum, með sterka lausafjárstöðu og gott aðgengi að markaðsfjármögnun, en hátt raunvaxtastig á sama tíma og það er að hægja á efnahagsumsvifum gæti „skapað áskoranir“ fyrir fjármálakerfið á næstunni, að mati fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin hefur ákveðið að lækka gildi svonefnds kerfisáhættuauka byggt á því mati að kerfisáhætta hér á landi hafi minnkað á síðustu árum og viðnámsþróttur fjármálakerfisins aukist.

Stærra skref hefði gefið röng skila­boð um að Seðlabankinn vildi minnka aðhaldið

Raunvaxtaaðhaldið hefur hækkað lítilega frá síðustu mælingu í ágúst en ekki er „endilega heppilegt“ að það aukist enn frekar, að sögn seðlabankastjóra, og mögulega mun það fara minnkandi á næsta ári þegar framleiðsluspennan í hagkerfinu snýst í slaka. Hann segir flesta þætti núna vera að falla með Seðlabankanum og hefur ekki sömu áhyggjur og áður af framboðsskorti á íbúðamarkaði litið til allra næstu ára.

Munum áfram „velkjast um í heimi fjögurra pró­senta raun­vaxta“

Þótt ný þjóðhagsspá Seðlabankans geri ráð fyrir að verðbólgan verði farin að nálgast markmið um mitt næsta ár þá ætlar peningastefnunefndin ekki að láta mun betri horfur „slá ryki í augun á sér, að sögn hagfræðinga Arion banka, en einhver bið verður á því að aðhaldsstigið fari minnkandi. Útlit er fyrir töluverðar vaxtalækkanir á næstunni ef verðbólgan þróast í takt við væntingar en peningastefnunefndin mun hins vegar eftir sem áður vera varkár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×