Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2025 07:04 Þeir sem eru með BMI yfir 30 teljast vera með offitu. Getty Sérfræðingar vilja falla frá því að greina offitu með því að reikna út líkamsmassastuðul (BMI) einstaklinga, þar sem það leiði bæði til of- og vangreininga. Samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í Lancet Diabetes and Endocrinology er BMI ekki áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að greiningu offitu, meðal annars vegna þess að ekki er um nákvæma mælingu á fitumassa að ræða. Þá segir BMI ekkert til um fitudreifingu á líkamanum né almenna heilsu viðkomandi. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að öðrum greiningaraðferðum sem yrðu notaðar til viðbótar við útreikinga á BMI, svo sem hlutfall milli umfangs mittis og mjaðma annars vegar og mittis og hæðar hins vegar. Þá er hvatt til þess að meira sé horft til almennra einkenna um óheilbrigði. Tillögurnar njóta stuðnings 75 heilbrigðissamtaka víðsvegar um heiminn. Samkvæmt skýrslunni mælast sumir einstaklingar ekki með of hátt BMI, jafnvel þótt þeir séu sannarlega að glíma við offitu, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar þeirra. Þá eru aðrir sem mælast með of hátt BMI, og þar með offitu, jafnvel þótt þeir séu að öðru leyti fullkomlega heilbrigðir. „Spurningin hvort offita er sjúkdómur er gölluð þar sem hún gerir ráð fyrir öllu eða engu; þar sem offita er annað hvort alltaf sjúkdómur eða aldrei sjúkdómur. Sönnunargögnin sýna hins vegar að raunveruleikinn er flóknari,“ segir Francesco Rubino, formaður nefndarinnar sem gaf út skýrsluna. „Sumir einstaklingar með offitu viðhalda eðlilegri líffærastarfsemi og almennri heilsu, jafnvel yfir lengri tíma, á meðan aðrir sýna merki og einkenni um alvarlegan sjúkdóm.“ Leggja sérfræðingarnir meðal annars til að offita verði aðgreind í tvo flokka; offitu með einkenni og offitu án einkenna. Guardian fjallar ítarlega um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í Lancet Diabetes and Endocrinology er BMI ekki áreiðanlegur mælikvarði þegar kemur að greiningu offitu, meðal annars vegna þess að ekki er um nákvæma mælingu á fitumassa að ræða. Þá segir BMI ekkert til um fitudreifingu á líkamanum né almenna heilsu viðkomandi. Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur að öðrum greiningaraðferðum sem yrðu notaðar til viðbótar við útreikinga á BMI, svo sem hlutfall milli umfangs mittis og mjaðma annars vegar og mittis og hæðar hins vegar. Þá er hvatt til þess að meira sé horft til almennra einkenna um óheilbrigði. Tillögurnar njóta stuðnings 75 heilbrigðissamtaka víðsvegar um heiminn. Samkvæmt skýrslunni mælast sumir einstaklingar ekki með of hátt BMI, jafnvel þótt þeir séu sannarlega að glíma við offitu, sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar þeirra. Þá eru aðrir sem mælast með of hátt BMI, og þar með offitu, jafnvel þótt þeir séu að öðru leyti fullkomlega heilbrigðir. „Spurningin hvort offita er sjúkdómur er gölluð þar sem hún gerir ráð fyrir öllu eða engu; þar sem offita er annað hvort alltaf sjúkdómur eða aldrei sjúkdómur. Sönnunargögnin sýna hins vegar að raunveruleikinn er flóknari,“ segir Francesco Rubino, formaður nefndarinnar sem gaf út skýrsluna. „Sumir einstaklingar með offitu viðhalda eðlilegri líffærastarfsemi og almennri heilsu, jafnvel yfir lengri tíma, á meðan aðrir sýna merki og einkenni um alvarlegan sjúkdóm.“ Leggja sérfræðingarnir meðal annars til að offita verði aðgreind í tvo flokka; offitu með einkenni og offitu án einkenna. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira