Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 08:33 Nökkvi Þeyr Þórisson er orðinn leikmaður Sparta Rotterdam. Sparta Rotterdam Framherjinn Nökkvi Þeyr Þórisson, markakóngur á Íslandi 2022, segist hafa þroskast mikið á síðustu tveimur árum í Bandaríkjunum. Hann er spenntur fyrir því að skora mörk fyrir sitt nýja félag Sparta Rotterdam, elsta knattspyrnufélag Hollands, og fyrir að snúa aftur í evrópska menningu. Nökkvi, sem er 25 ára gamall, snýr nú aftur á svipaðar slóðir og þegar hann hóf atvinnumannsferilinn árið 2022, eftir að hafa skorað 17 mörk í aðeins 20 leikjum fyrir KA í Bestu deildinni. Hann lék þá eina leiktíð í Belgíu, með Beerschot, en fór svo til St. Louis City í Bandaríkjunum og hefur spilað í MLS-deildinni síðan. Núna er hann mættur til Sparta Rotterdam, að láni til að byrja með, og ætlar sér að skora mörk fyrir liðið sem hefur verið í mun verri málum en síðustu ár og situr í þriðja neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. „Eftir að hafa rætt við stjórann og yfirmann knattspyrnumála þá var þetta auðveld ákvörðun. Miðað við það sem þeir sögðu mér er þetta fjölskylduklúbbur, vinalegur klúbbur, með mikinn metnað líkt og ég. Það gekk allt upp,“ segir Nökkvi í viðtali á heimasíðu Sparta Rotterdam. Hann kveðst hafa þroskast mikið í Bandaríkjunum, í sterkri deild: „Þetta hefur verið mjög gaman en áskorun um leið. Lífstíllinn er mjög ólíkur lífstílnum í Evrópu, svo þetta hefur þroskað mig á mínum ferli. Deildin er mjög góð og leikmenn þarna í háum gæðaflokki. Ég þroskaðist því mikið sem leikmaður og átti góðan tíma,“ segir Nökkvi og er spurður um muninn á því að vera í Bandaríkjunum eða Hollandi: „Það er til dæmis ekki auðvelt að fara eitthvert og fá sér kaffisopa. Maður þarf að keyra allt. Líka ef maður vill fara að skokka, þá þarf maður að keyra fyrst. Allt er mikið stærra. Ferðalögin eru líka erfiðari út af miklum tímamun.“ View this post on Instagram A post shared by Sparta Rotterdam (@spartarotterdam) Ef öll pappírsvinna gengur upp vonast Nökkvi til þess að spila sinn fyrsta leik Fyrir Sparta Rotterdam á sunnudaginn, þegar liðið tekur á móti botnliði RKC Waalwijk. Hollenski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira
Nökkvi, sem er 25 ára gamall, snýr nú aftur á svipaðar slóðir og þegar hann hóf atvinnumannsferilinn árið 2022, eftir að hafa skorað 17 mörk í aðeins 20 leikjum fyrir KA í Bestu deildinni. Hann lék þá eina leiktíð í Belgíu, með Beerschot, en fór svo til St. Louis City í Bandaríkjunum og hefur spilað í MLS-deildinni síðan. Núna er hann mættur til Sparta Rotterdam, að láni til að byrja með, og ætlar sér að skora mörk fyrir liðið sem hefur verið í mun verri málum en síðustu ár og situr í þriðja neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. „Eftir að hafa rætt við stjórann og yfirmann knattspyrnumála þá var þetta auðveld ákvörðun. Miðað við það sem þeir sögðu mér er þetta fjölskylduklúbbur, vinalegur klúbbur, með mikinn metnað líkt og ég. Það gekk allt upp,“ segir Nökkvi í viðtali á heimasíðu Sparta Rotterdam. Hann kveðst hafa þroskast mikið í Bandaríkjunum, í sterkri deild: „Þetta hefur verið mjög gaman en áskorun um leið. Lífstíllinn er mjög ólíkur lífstílnum í Evrópu, svo þetta hefur þroskað mig á mínum ferli. Deildin er mjög góð og leikmenn þarna í háum gæðaflokki. Ég þroskaðist því mikið sem leikmaður og átti góðan tíma,“ segir Nökkvi og er spurður um muninn á því að vera í Bandaríkjunum eða Hollandi: „Það er til dæmis ekki auðvelt að fara eitthvert og fá sér kaffisopa. Maður þarf að keyra allt. Líka ef maður vill fara að skokka, þá þarf maður að keyra fyrst. Allt er mikið stærra. Ferðalögin eru líka erfiðari út af miklum tímamun.“ View this post on Instagram A post shared by Sparta Rotterdam (@spartarotterdam) Ef öll pappírsvinna gengur upp vonast Nökkvi til þess að spila sinn fyrsta leik Fyrir Sparta Rotterdam á sunnudaginn, þegar liðið tekur á móti botnliði RKC Waalwijk.
Hollenski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Sjá meira