Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 08:33 Nökkvi Þeyr Þórisson er orðinn leikmaður Sparta Rotterdam. Sparta Rotterdam Framherjinn Nökkvi Þeyr Þórisson, markakóngur á Íslandi 2022, segist hafa þroskast mikið á síðustu tveimur árum í Bandaríkjunum. Hann er spenntur fyrir því að skora mörk fyrir sitt nýja félag Sparta Rotterdam, elsta knattspyrnufélag Hollands, og fyrir að snúa aftur í evrópska menningu. Nökkvi, sem er 25 ára gamall, snýr nú aftur á svipaðar slóðir og þegar hann hóf atvinnumannsferilinn árið 2022, eftir að hafa skorað 17 mörk í aðeins 20 leikjum fyrir KA í Bestu deildinni. Hann lék þá eina leiktíð í Belgíu, með Beerschot, en fór svo til St. Louis City í Bandaríkjunum og hefur spilað í MLS-deildinni síðan. Núna er hann mættur til Sparta Rotterdam, að láni til að byrja með, og ætlar sér að skora mörk fyrir liðið sem hefur verið í mun verri málum en síðustu ár og situr í þriðja neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. „Eftir að hafa rætt við stjórann og yfirmann knattspyrnumála þá var þetta auðveld ákvörðun. Miðað við það sem þeir sögðu mér er þetta fjölskylduklúbbur, vinalegur klúbbur, með mikinn metnað líkt og ég. Það gekk allt upp,“ segir Nökkvi í viðtali á heimasíðu Sparta Rotterdam. Hann kveðst hafa þroskast mikið í Bandaríkjunum, í sterkri deild: „Þetta hefur verið mjög gaman en áskorun um leið. Lífstíllinn er mjög ólíkur lífstílnum í Evrópu, svo þetta hefur þroskað mig á mínum ferli. Deildin er mjög góð og leikmenn þarna í háum gæðaflokki. Ég þroskaðist því mikið sem leikmaður og átti góðan tíma,“ segir Nökkvi og er spurður um muninn á því að vera í Bandaríkjunum eða Hollandi: „Það er til dæmis ekki auðvelt að fara eitthvert og fá sér kaffisopa. Maður þarf að keyra allt. Líka ef maður vill fara að skokka, þá þarf maður að keyra fyrst. Allt er mikið stærra. Ferðalögin eru líka erfiðari út af miklum tímamun.“ View this post on Instagram A post shared by Sparta Rotterdam (@spartarotterdam) Ef öll pappírsvinna gengur upp vonast Nökkvi til þess að spila sinn fyrsta leik Fyrir Sparta Rotterdam á sunnudaginn, þegar liðið tekur á móti botnliði RKC Waalwijk. Hollenski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Nökkvi, sem er 25 ára gamall, snýr nú aftur á svipaðar slóðir og þegar hann hóf atvinnumannsferilinn árið 2022, eftir að hafa skorað 17 mörk í aðeins 20 leikjum fyrir KA í Bestu deildinni. Hann lék þá eina leiktíð í Belgíu, með Beerschot, en fór svo til St. Louis City í Bandaríkjunum og hefur spilað í MLS-deildinni síðan. Núna er hann mættur til Sparta Rotterdam, að láni til að byrja með, og ætlar sér að skora mörk fyrir liðið sem hefur verið í mun verri málum en síðustu ár og situr í þriðja neðsta sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. „Eftir að hafa rætt við stjórann og yfirmann knattspyrnumála þá var þetta auðveld ákvörðun. Miðað við það sem þeir sögðu mér er þetta fjölskylduklúbbur, vinalegur klúbbur, með mikinn metnað líkt og ég. Það gekk allt upp,“ segir Nökkvi í viðtali á heimasíðu Sparta Rotterdam. Hann kveðst hafa þroskast mikið í Bandaríkjunum, í sterkri deild: „Þetta hefur verið mjög gaman en áskorun um leið. Lífstíllinn er mjög ólíkur lífstílnum í Evrópu, svo þetta hefur þroskað mig á mínum ferli. Deildin er mjög góð og leikmenn þarna í háum gæðaflokki. Ég þroskaðist því mikið sem leikmaður og átti góðan tíma,“ segir Nökkvi og er spurður um muninn á því að vera í Bandaríkjunum eða Hollandi: „Það er til dæmis ekki auðvelt að fara eitthvert og fá sér kaffisopa. Maður þarf að keyra allt. Líka ef maður vill fara að skokka, þá þarf maður að keyra fyrst. Allt er mikið stærra. Ferðalögin eru líka erfiðari út af miklum tímamun.“ View this post on Instagram A post shared by Sparta Rotterdam (@spartarotterdam) Ef öll pappírsvinna gengur upp vonast Nökkvi til þess að spila sinn fyrsta leik Fyrir Sparta Rotterdam á sunnudaginn, þegar liðið tekur á móti botnliði RKC Waalwijk.
Hollenski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira