Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 15. janúar 2025 20:46 Arnar Gunnlaugsson er þriðji Skagamaðurinn sem stýrir íslenska karlalandsliðinu á eftir Guðjóni Þórðarsyni og Ríkharði Jónssyni. vísir/anton Arnar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Hann hefur þjálfað Víking frá haustinu 2018. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. „Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari A landsliðs karla. Arnar tekur við starfi landsliðsþjálfara af Åge Hareide sem hætti hjá KSÍ í lok nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir það var Arnar orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og í síðustu viku fór hann í viðtal hjá KSÍ. Freyr Alexandersson ræddi einnig formlega við KSÍ en endaði á því að taka við Brann í Noregi. Hinn 51 árs Arnar tók sín fyrstu skref í þjálfun þegar hann var spilandi þjálfari ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum sumarið 2006. Þeir tóku aftur við ÍA um mitt sumar 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Arnar og Bjarki hættu svo hjá ÍA um mitt tímabilið 2009. Eftir hlé frá þjálfun tók Arnar við starfi aðstoðarþjálfara KR um mitt sumar 2016. Hann var aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar tímabilið 2017 og árið eftir var hann aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi. Arnar tók við Víkingi haustið 2018. Undir hans stjórn varð liðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og komst í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Arnar Gunnlaugsson með Bestu deildarskjöldinn eftir leik Víkings og Vals í lokaumferð deildarinnar 2023.vísir/hulda margrét Arnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð meðal annars fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og skoraði 82 mörk í 162 leikjum í efstu deild. Hann er þrettándi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og varð markakóngur deildarinnar 1992 og 1995. Erlendis lék Arnar með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton Wanderers, Leicester City, Stoke City og Dundee United. Hann lék 32 landsleiki á árunum 1993-2003 og skoraði þrjú mörk. Arnar í baráttu við Gilles Grimandi og Lee Dixon í leik Leicester City og Arsenal um aldamótin. Arnar varð deildabikarmeistari með Leicester tímabilið 1999-00.getty/Mike Egerton Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í kvöld að ráða Arnar Gunnlaugsson sem þjálfara A landsliðs karla. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Fyrstu leikir íslenska landsliðsins undir stjórn Arnars verða umspilsleikir við Kósovó í mars um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA. Fyrri leikurinn verður á Fadil Vokrri Stadium í Pristina 20. mars og seinni leikurinn á leikvangi Murcia á Spáni, Stadium Enrique Roca. Næsta haust spilar Ísland alla sex leiki sína í undankeppni HM 2026. Íslendingar eru í D-riðli ásamt Frökkum eða Króötum, Úkraínumönnum og Aserum. „Við erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Það eru spennandi tímar framundan hjá íslenska landsliðinu og krefjandi verkefni fyrir nýjan þjálfara í mars, sem Arnar byrjar strax að undirbúa. Við höfum mikla trú á Arnari og hlökkum til að vinna með honum næstu árin, og vonandi sem lengst,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. „Ég er auðvitað bara fullur tilhlökkunar að takast á við þetta spennandi og krefjandi verkefni. Það er mikill heiður og líka mikil ábyrgð sem fylgir því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég er klár í það verkefni,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýr þjálfari A landsliðs karla. Arnar tekur við starfi landsliðsþjálfara af Åge Hareide sem hætti hjá KSÍ í lok nóvember á síðasta ári. Fljótlega eftir það var Arnar orðaður við landsliðsþjálfarastarfið og í síðustu viku fór hann í viðtal hjá KSÍ. Freyr Alexandersson ræddi einnig formlega við KSÍ en endaði á því að taka við Brann í Noregi. Hinn 51 árs Arnar tók sín fyrstu skref í þjálfun þegar hann var spilandi þjálfari ÍA ásamt Bjarka tvíburabróður sínum sumarið 2006. Þeir tóku aftur við ÍA um mitt sumar 2008 en tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild. Arnar og Bjarki hættu svo hjá ÍA um mitt tímabilið 2009. Eftir hlé frá þjálfun tók Arnar við starfi aðstoðarþjálfara KR um mitt sumar 2016. Hann var aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar tímabilið 2017 og árið eftir var hann aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá Víkingi. Arnar tók við Víkingi haustið 2018. Undir hans stjórn varð liðið tvisvar sinnum Íslandsmeistari, fjórum sinnum bikarmeistari og komst í umspil um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Arnar Gunnlaugsson með Bestu deildarskjöldinn eftir leik Víkings og Vals í lokaumferð deildarinnar 2023.vísir/hulda margrét Arnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð meðal annars fjórum sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikarmeistari og skoraði 82 mörk í 162 leikjum í efstu deild. Hann er þrettándi markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og varð markakóngur deildarinnar 1992 og 1995. Erlendis lék Arnar með Feyenoord, Nürnberg, Sochaux, Bolton Wanderers, Leicester City, Stoke City og Dundee United. Hann lék 32 landsleiki á árunum 1993-2003 og skoraði þrjú mörk. Arnar í baráttu við Gilles Grimandi og Lee Dixon í leik Leicester City og Arsenal um aldamótin. Arnar varð deildabikarmeistari með Leicester tímabilið 1999-00.getty/Mike Egerton
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira