Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 10:31 Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson hafa áður mæst sem þjálfarar en lið þeirra hefja keppni á HM í kvöld. Samsett/Getty Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. Liðin leika í H-riðli, ásamt Egyptalandi og Argentínu, og gætu því bæði átt eftir að mæta Íslandi síðar á mótinu, í milliriðlakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lið Dags og Arons mætast á handboltavellinum en það gerðist síðast fyrir ári síðan, þegar Japanarnir hans Dags höfðu betur gegn Bareinunum hans Arons í undanúrslitum Asíumótsins. Króatar, undir stjórn Dags, eru á heimavelli á HM í ár en mótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. Aðeins í leikjum um verðlaun gætu Króatar átt eftir að spila annars staðar en í Zagreb, því þeir fara fram í Bærum í Noregi. Dagur tilkynnti 18 manna HM-hóp sinn í gær og er Luka Cindric í þeim hópi en ekki David Mandic, sem hefur líkt og Cindric verið að glíma við meiðsli. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til króatíska liðsins á heimavelli, á síðasta stórmóti stórstjörnunnar Domagoj Duvnjak. Liðið hefur fimm sinnum unnið verðlaun á HM, þar af gullverðlaunin árið 2003, en endaði í 9. sæti á síðasta HM, í 11. sæti á EM fyrir ári og svo í 9. sæti á Ólympíuleikunum í ágúst, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Dags. Væntingarnar til Barein eru minni en undir stjórn Arons náði liðið sínum besta árangri á HM frá upphafi fyrir tveimur árum, með því að komast í milliriðla og enda í 16. sæti. Alfreð byrjar á Pólverjum Leikur Króatíu og Barein hefst klukkan 19.30 í kvöld, eða sléttum sólarhring áður en Íslendingar hefja keppni á mótinu með leik við Grænhöfðaeyjar í sömu höll. Í kvöld hefja Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar einnig keppni á HM, þegar þeir mæta Pólverjum í A-riðli. Þýskaland ætti að mæta með gott sjálfstraust á mótið eftir að Alfreð stýrði liðinu áfram í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París, þar sem það steinlá þó fyrir Dönum. Þjóðverjar eru einnig í riðli með Tékkum og Svisslendingum, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Túnis og Alsír). HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Liðin leika í H-riðli, ásamt Egyptalandi og Argentínu, og gætu því bæði átt eftir að mæta Íslandi síðar á mótinu, í milliriðlakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lið Dags og Arons mætast á handboltavellinum en það gerðist síðast fyrir ári síðan, þegar Japanarnir hans Dags höfðu betur gegn Bareinunum hans Arons í undanúrslitum Asíumótsins. Króatar, undir stjórn Dags, eru á heimavelli á HM í ár en mótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. Aðeins í leikjum um verðlaun gætu Króatar átt eftir að spila annars staðar en í Zagreb, því þeir fara fram í Bærum í Noregi. Dagur tilkynnti 18 manna HM-hóp sinn í gær og er Luka Cindric í þeim hópi en ekki David Mandic, sem hefur líkt og Cindric verið að glíma við meiðsli. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til króatíska liðsins á heimavelli, á síðasta stórmóti stórstjörnunnar Domagoj Duvnjak. Liðið hefur fimm sinnum unnið verðlaun á HM, þar af gullverðlaunin árið 2003, en endaði í 9. sæti á síðasta HM, í 11. sæti á EM fyrir ári og svo í 9. sæti á Ólympíuleikunum í ágúst, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Dags. Væntingarnar til Barein eru minni en undir stjórn Arons náði liðið sínum besta árangri á HM frá upphafi fyrir tveimur árum, með því að komast í milliriðla og enda í 16. sæti. Alfreð byrjar á Pólverjum Leikur Króatíu og Barein hefst klukkan 19.30 í kvöld, eða sléttum sólarhring áður en Íslendingar hefja keppni á mótinu með leik við Grænhöfðaeyjar í sömu höll. Í kvöld hefja Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar einnig keppni á HM, þegar þeir mæta Pólverjum í A-riðli. Þýskaland ætti að mæta með gott sjálfstraust á mótið eftir að Alfreð stýrði liðinu áfram í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París, þar sem það steinlá þó fyrir Dönum. Þjóðverjar eru einnig í riðli með Tékkum og Svisslendingum, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Túnis og Alsír).
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Sjá meira
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03