Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 10:31 Aron Kristjánsson og Dagur Sigurðsson hafa áður mæst sem þjálfarar en lið þeirra hefja keppni á HM í kvöld. Samsett/Getty Dagur Sigurðsson og Aron Kristjánsson, gömlu liðsfélagarnir úr íslenska handboltalandsliðinu, leiða saman hesta sína á HM í handbolta í kvöld þegar lið Króatíu og Barein hefja keppni. Liðin leika í H-riðli, ásamt Egyptalandi og Argentínu, og gætu því bæði átt eftir að mæta Íslandi síðar á mótinu, í milliriðlakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lið Dags og Arons mætast á handboltavellinum en það gerðist síðast fyrir ári síðan, þegar Japanarnir hans Dags höfðu betur gegn Bareinunum hans Arons í undanúrslitum Asíumótsins. Króatar, undir stjórn Dags, eru á heimavelli á HM í ár en mótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. Aðeins í leikjum um verðlaun gætu Króatar átt eftir að spila annars staðar en í Zagreb, því þeir fara fram í Bærum í Noregi. Dagur tilkynnti 18 manna HM-hóp sinn í gær og er Luka Cindric í þeim hópi en ekki David Mandic, sem hefur líkt og Cindric verið að glíma við meiðsli. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til króatíska liðsins á heimavelli, á síðasta stórmóti stórstjörnunnar Domagoj Duvnjak. Liðið hefur fimm sinnum unnið verðlaun á HM, þar af gullverðlaunin árið 2003, en endaði í 9. sæti á síðasta HM, í 11. sæti á EM fyrir ári og svo í 9. sæti á Ólympíuleikunum í ágúst, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Dags. Væntingarnar til Barein eru minni en undir stjórn Arons náði liðið sínum besta árangri á HM frá upphafi fyrir tveimur árum, með því að komast í milliriðla og enda í 16. sæti. Alfreð byrjar á Pólverjum Leikur Króatíu og Barein hefst klukkan 19.30 í kvöld, eða sléttum sólarhring áður en Íslendingar hefja keppni á mótinu með leik við Grænhöfðaeyjar í sömu höll. Í kvöld hefja Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar einnig keppni á HM, þegar þeir mæta Pólverjum í A-riðli. Þýskaland ætti að mæta með gott sjálfstraust á mótið eftir að Alfreð stýrði liðinu áfram í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París, þar sem það steinlá þó fyrir Dönum. Þjóðverjar eru einnig í riðli með Tékkum og Svisslendingum, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Túnis og Alsír). HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Liðin leika í H-riðli, ásamt Egyptalandi og Argentínu, og gætu því bæði átt eftir að mæta Íslandi síðar á mótinu, í milliriðlakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að lið Dags og Arons mætast á handboltavellinum en það gerðist síðast fyrir ári síðan, þegar Japanarnir hans Dags höfðu betur gegn Bareinunum hans Arons í undanúrslitum Asíumótsins. Króatar, undir stjórn Dags, eru á heimavelli á HM í ár en mótið fer fram í Króatíu, Danmörku og Noregi. Aðeins í leikjum um verðlaun gætu Króatar átt eftir að spila annars staðar en í Zagreb, því þeir fara fram í Bærum í Noregi. Dagur tilkynnti 18 manna HM-hóp sinn í gær og er Luka Cindric í þeim hópi en ekki David Mandic, sem hefur líkt og Cindric verið að glíma við meiðsli. Ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til króatíska liðsins á heimavelli, á síðasta stórmóti stórstjörnunnar Domagoj Duvnjak. Liðið hefur fimm sinnum unnið verðlaun á HM, þar af gullverðlaunin árið 2003, en endaði í 9. sæti á síðasta HM, í 11. sæti á EM fyrir ári og svo í 9. sæti á Ólympíuleikunum í ágúst, á fyrsta stórmótinu undir stjórn Dags. Væntingarnar til Barein eru minni en undir stjórn Arons náði liðið sínum besta árangri á HM frá upphafi fyrir tveimur árum, með því að komast í milliriðla og enda í 16. sæti. Alfreð byrjar á Pólverjum Leikur Króatíu og Barein hefst klukkan 19.30 í kvöld, eða sléttum sólarhring áður en Íslendingar hefja keppni á mótinu með leik við Grænhöfðaeyjar í sömu höll. Í kvöld hefja Þjóðverjarnir hans Alfreðs Gíslasonar einnig keppni á HM, þegar þeir mæta Pólverjum í A-riðli. Þýskaland ætti að mæta með gott sjálfstraust á mótið eftir að Alfreð stýrði liðinu áfram í úrslitaleik Ólympíuleikanna í París, þar sem það steinlá þó fyrir Dönum. Þjóðverjar eru einnig í riðli með Tékkum og Svisslendingum, og fara svo í milliriðil með þremur liðum úr B-riðli (Danmörk, Ítalía, Túnis og Alsír).
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03