Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar 15. janúar 2025 11:02 Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög. Glæsilegt úrval verður í feiknastórum sýningarsal miðsvæðis - svo það fari ekki framhjá neinum. En engar áhyggjur. Ég túlka það sem svo að hér séu engin lög brotin, því það er enginn búðarkassi! Vefsíðan er hýst í útlöndum og því fer kaupmennskan öll fram “erlendis”. Lagerinn er reyndar allur á staðnum og sérþjálfað vélmenni sem sér um að finna á núll-einni vímugjafa sem þú getur verslað í símanum þínum. Á staðnum er starfsmaður sem getur hjálpað. Burt með þennan áhyggusvip, þú ert ekki að taka þátt í lögbroti, vegna þess að ÉG SEGI ÞAÐ. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn og líka hátíðisdaga. Hafðu ekki áhyggjur. Löggan getur ekkert gert. Því LÖGFRÆÐINGURINN MINN SEGIR ÞAÐ. Nú er ég stór kerling og langt komin með að byggja stórveldi. Allir helstu fréttamiðlar ryðja brautina fyrir mig. RÚV (sem þú styrkir, lesandi góður), Vísir, Morgunblaðið og allir hinir taka reglulega við mig drottningarviðtöl svo bisnessinn minn fari örugglega ekki framhjá neinum. Öll þessi umfjöllun ruglar líka almenning, því ég held því staðfastlega fram að rekstur minn sé löglegur og enginn fjölmiðlamaður hreyfir eina einustu mótbáru. Vittu til, fólk fer smám saman að trúa því. Lögmálið er að segja það bara nógu oft, þá verður minn draumheimur að veruleika allra. Þú veist líklega hvert ég er að fara, en þetta leikrit sem áður er lýst hefur í raun gerst - bara með öðrum aðila í aðalhlutverkinu. Reiknað hefur verið að hér á landi látist ríflega 140 manns árlega af völdum áfengisneyslu, þar af meirihluti vegna krabbameins, þá aðallega brjósta- og ristilkrabbamein. Síðan eru yfir 200 sjúkdómsgreiningar tengdar áfengisneyslu. Í síðastliðinni viku varaði landlæknir Bandaríkjanna við áfengi og hvatti þingið til að samþykkja reglur um að merkja áfengi sem krabbameinsvaldandi, líkt og sígarettur. Ástæðan er sú að líkt og sígarettur er áfengi sannreyndur krabbameinsvaldur. Á því leikur enginn vafi. Það skýtur skökku við að þurfa að horfa endurtekið upp á einstaklinga taka lögin í sínar hendur og selja áfengi með beinni smásölu gegnum alnetið. Skilgreining á hugtakingu smásala er sala til neytenda. Ef seljandi er staðsettur á Íslandi, hefur söluvöru sína á lager á Íslandi og afhendir hana á Íslandi, þá er það hrein og klár smásala á Íslandi, sem er ólögleg samkvæmt áfengislögum því ÁTVR hefur einkarétt á smásölu áfengis. Það þarf enga lögfræðigráðu til að átta sig á því. Áfengisneysla ber með sér gríðarlegan samfélagslegan kostnað og eru mikilvægustu forvarnaraðgerðirnar að takmarka aðgengi og halda verði háu. Nú þegar hafa óprúttnir söluaðilar unnið gegn hvoru tveggja. Sumir hafa haldið því fram að þessi sala þrífist hér í skjóli lagalegrar óvissu. Merkilegt hvernig þessi óvissa kom upp nýlega á meðan lögin hafa í engu breyst. Ef túlkun laganna þvælist nú fyrir (læsi okkar fer versnandi samkvæmt könnunum) þá geta stjórnvöld hæglega skerpt á þeim með einu dagsverki. Þau breyttu mörgum lögum í upphafi kórónuveirufaraldursins þannig að við vitum að þetta er vel gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi samanburður er góður því faraldurinn kostaði okkur jafn mörg mannslíf eins og áfengisneysla á ársgrundvelli. Stjórnvöld hafa því sýnt að þau geta breytt lögum í almannaþágu og forðað okkur frá þessum nýju kóngum vímuefnaheimsins, sem krókinn ætla að maka á kostnað lýðheilsu landsmanna. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Áfengi og tóbak Mest lesið Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Heyrst hefur að Ísland sé land tækifæranna. Því nýti ég tækifærið og opna vefverslun með með skaðlegan varning sem ég ætla að selja beint til almennings, þótt lögin í landinu banni það. En þetta eru bara asnaleg lög. Glæsilegt úrval verður í feiknastórum sýningarsal miðsvæðis - svo það fari ekki framhjá neinum. En engar áhyggjur. Ég túlka það sem svo að hér séu engin lög brotin, því það er enginn búðarkassi! Vefsíðan er hýst í útlöndum og því fer kaupmennskan öll fram “erlendis”. Lagerinn er reyndar allur á staðnum og sérþjálfað vélmenni sem sér um að finna á núll-einni vímugjafa sem þú getur verslað í símanum þínum. Á staðnum er starfsmaður sem getur hjálpað. Burt með þennan áhyggusvip, þú ert ekki að taka þátt í lögbroti, vegna þess að ÉG SEGI ÞAÐ. Hjá okkur er opið allan sólarhringinn og líka hátíðisdaga. Hafðu ekki áhyggjur. Löggan getur ekkert gert. Því LÖGFRÆÐINGURINN MINN SEGIR ÞAÐ. Nú er ég stór kerling og langt komin með að byggja stórveldi. Allir helstu fréttamiðlar ryðja brautina fyrir mig. RÚV (sem þú styrkir, lesandi góður), Vísir, Morgunblaðið og allir hinir taka reglulega við mig drottningarviðtöl svo bisnessinn minn fari örugglega ekki framhjá neinum. Öll þessi umfjöllun ruglar líka almenning, því ég held því staðfastlega fram að rekstur minn sé löglegur og enginn fjölmiðlamaður hreyfir eina einustu mótbáru. Vittu til, fólk fer smám saman að trúa því. Lögmálið er að segja það bara nógu oft, þá verður minn draumheimur að veruleika allra. Þú veist líklega hvert ég er að fara, en þetta leikrit sem áður er lýst hefur í raun gerst - bara með öðrum aðila í aðalhlutverkinu. Reiknað hefur verið að hér á landi látist ríflega 140 manns árlega af völdum áfengisneyslu, þar af meirihluti vegna krabbameins, þá aðallega brjósta- og ristilkrabbamein. Síðan eru yfir 200 sjúkdómsgreiningar tengdar áfengisneyslu. Í síðastliðinni viku varaði landlæknir Bandaríkjanna við áfengi og hvatti þingið til að samþykkja reglur um að merkja áfengi sem krabbameinsvaldandi, líkt og sígarettur. Ástæðan er sú að líkt og sígarettur er áfengi sannreyndur krabbameinsvaldur. Á því leikur enginn vafi. Það skýtur skökku við að þurfa að horfa endurtekið upp á einstaklinga taka lögin í sínar hendur og selja áfengi með beinni smásölu gegnum alnetið. Skilgreining á hugtakingu smásala er sala til neytenda. Ef seljandi er staðsettur á Íslandi, hefur söluvöru sína á lager á Íslandi og afhendir hana á Íslandi, þá er það hrein og klár smásala á Íslandi, sem er ólögleg samkvæmt áfengislögum því ÁTVR hefur einkarétt á smásölu áfengis. Það þarf enga lögfræðigráðu til að átta sig á því. Áfengisneysla ber með sér gríðarlegan samfélagslegan kostnað og eru mikilvægustu forvarnaraðgerðirnar að takmarka aðgengi og halda verði háu. Nú þegar hafa óprúttnir söluaðilar unnið gegn hvoru tveggja. Sumir hafa haldið því fram að þessi sala þrífist hér í skjóli lagalegrar óvissu. Merkilegt hvernig þessi óvissa kom upp nýlega á meðan lögin hafa í engu breyst. Ef túlkun laganna þvælist nú fyrir (læsi okkar fer versnandi samkvæmt könnunum) þá geta stjórnvöld hæglega skerpt á þeim með einu dagsverki. Þau breyttu mörgum lögum í upphafi kórónuveirufaraldursins þannig að við vitum að þetta er vel gerlegt ef viljinn er fyrir hendi. Þessi samanburður er góður því faraldurinn kostaði okkur jafn mörg mannslíf eins og áfengisneysla á ársgrundvelli. Stjórnvöld hafa því sýnt að þau geta breytt lögum í almannaþágu og forðað okkur frá þessum nýju kóngum vímuefnaheimsins, sem krókinn ætla að maka á kostnað lýðheilsu landsmanna. Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun