Innlent

Virkjunar­leyfi Hvammsvirkjunar ó­gilt

Árni Sæberg skrifar
Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga.
Frá fyrirhuguðu lónstæði Hvammsvirkjunar neðan við bæinn Haga. KMU

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar.

Dómur þess efnis var kveðinn upp síðdegis en hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur dómsins ekki fyrir. Ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðunni.

Þann 13. september í fyrra gaf Orkustofnun út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. 

Samkvæmt dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur voru það þau Brynhildur Briem, Hannes Þór Sigurðsson, Jón Benjamín Jónsson, Kristjana Ragnarsdóttir, Örn Ingi Ingvarsson, Ólafur Arnar Jónsson, Renate Hannemann, Sigrún Jakobsdóttir, Úlfhéðinn Sigurmundsson og Þóra Þórarinsdóttir sem stefndu íslenska ríkinu og Landsvirkjun til ógildingar leyfisins, auk félaginu Ölhóli ehf.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×