Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. janúar 2025 19:19 Dagur B. Eggertsson ætlar að hætta sem formaður borgarráðs í næstu viku. Hann bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi um síðustu mánaðamót. Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi hefðu átt að vera hætt fyrr. Vísir/Sigurjón Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs ætlar að biðjast lausnar frá borginni í næstu viku. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að hann og aðrir borgarfulltrúar sem voru kjörnir á Alþingi í síðustu kosningum eigi að vera búin að því. Óeðlilegt sé að fá bæði laun frá Alþingi og borginni. Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun, fyrir desember og janúar, um síðustu mánaðamót en þingfararkaup er ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Þá fengu þingmennirnir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs einnig greiðslur frá borginni. Greiðslur frá hinum opinbera til Kolbrúnar námu því alls 4,7 milljónum, Dagur fékk 4,6 í mánaðalaun og Pawel um 4,2. Óeðlilegt að þiggja laun frá ríki og borg Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að þau hefðu átt að vera búin að ganga frá sínum málum gagnvart borginni. „Mér finnst enginn bragur í því að vera að þiggja laun frá skattgreiðendum bæði frá þingi og borg fyrir fullt starf. Það hefði verið eðlilegra að fólk færi í leyfi eða léti af störfum,“ segir Friðjón. Friðjón segist sjálfur hafa farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn þegar hann var í tvo mánuði kallaður inn á Alþingi sem varaþingmaður á síðasta kjörtímabili. „Þessum borgarfulltrúum hefði verið í lófalagið að fara í launalaust leyfi þar til búið var að lýsa þeirra kjöri,“ segir Friðjón. Dagur að hætta í borginni Dagur B. Eggertsson þingmaður og formaður borgarráðs segir að hann vilji að skila vel af sér í borginni. Hann biðjist aflausnar þaðan í næstu viku. „Ég sagði strax að ég myndi hætta áður en þing kæmi saman þannig að ég mun leggja lausnarbeiðni fyrir borgarstjórn næsta þriðjudag,“ segir hann. Aðspurður af hverju hann hafi ekki gert það fyrr svara Dagur: „Það má alveg spyrja sig að því en flestir sveitarstjórnarfulltrúar eru að klára sín mál áður en þing kemur saman.“ Átti ekki von á greiðslum frá Alþingi Hann segist skilja gagnrýni á tvöfaldar greiðslur en hann hafi ekki hafa átt von á greiðslum frá Alþingi síðustu mánaðamót. „Ég skil slíka gagnýni vel. Það kom mér aðeins á óvart að þingmenn fengu greiðslur strax þó þing væri ekki komið saman,“ segir Dagur Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þingmenn fengu tveggja mánaðalaun, fyrir desember og janúar, um síðustu mánaðamót en þingfararkaup er ríflega fimmtán hundruð þúsund krónur. Þá fengu þingmennirnir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í borginni, Pawel Bartoszek varaborgarfulltrúi Viðreisnar og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs einnig greiðslur frá borginni. Greiðslur frá hinum opinbera til Kolbrúnar námu því alls 4,7 milljónum, Dagur fékk 4,6 í mánaðalaun og Pawel um 4,2. Óeðlilegt að þiggja laun frá ríki og borg Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks telur að þau hefðu átt að vera búin að ganga frá sínum málum gagnvart borginni. „Mér finnst enginn bragur í því að vera að þiggja laun frá skattgreiðendum bæði frá þingi og borg fyrir fullt starf. Það hefði verið eðlilegra að fólk færi í leyfi eða léti af störfum,“ segir Friðjón. Friðjón segist sjálfur hafa farið í launalaust leyfi frá borgarstjórn þegar hann var í tvo mánuði kallaður inn á Alþingi sem varaþingmaður á síðasta kjörtímabili. „Þessum borgarfulltrúum hefði verið í lófalagið að fara í launalaust leyfi þar til búið var að lýsa þeirra kjöri,“ segir Friðjón. Dagur að hætta í borginni Dagur B. Eggertsson þingmaður og formaður borgarráðs segir að hann vilji að skila vel af sér í borginni. Hann biðjist aflausnar þaðan í næstu viku. „Ég sagði strax að ég myndi hætta áður en þing kæmi saman þannig að ég mun leggja lausnarbeiðni fyrir borgarstjórn næsta þriðjudag,“ segir hann. Aðspurður af hverju hann hafi ekki gert það fyrr svara Dagur: „Það má alveg spyrja sig að því en flestir sveitarstjórnarfulltrúar eru að klára sín mál áður en þing kemur saman.“ Átti ekki von á greiðslum frá Alþingi Hann segist skilja gagnrýni á tvöfaldar greiðslur en hann hafi ekki hafa átt von á greiðslum frá Alþingi síðustu mánaðamót. „Ég skil slíka gagnýni vel. Það kom mér aðeins á óvart að þingmenn fengu greiðslur strax þó þing væri ekki komið saman,“ segir Dagur
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira