Barcelona vann 5-1 sigur á Real Betis í spænsku bikarkeppninni. Gavi, Jules Koundé, Raphinha, Ferran Torres og Lamine Yamal skoruðu mörk liðsns. Yamal lagði upp markið fyrir Koundé og Dani Olmo átti tvær stoðsendingar.
Staðan var 2-0 í hálfleik en Vitor Roque minnkaði muninn í 5-1 úr vítaspyrnu sex mínútum fyrir leikslok.
Bayern München vann 5-0 heimasigur á Hoffenheim og náði fjögurra stiga forystu á Bayern Leverkusen á toppi þýsku deildarinnar. Leroy Sané skoraði tvívegis en hin mörkin skoruðu Harry Kane (víti), Raphaël Guerreiro og Serge Gnabry. Kane lagði upp mark Guerreiro en Bæjarar voru 3-0 yfir í hálfleik.