Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Samúel Karl Ólason skrifar 16. janúar 2025 11:06 Hús í Pacific Palisades-hverfinu í Los Angeles sem brunnið hafa til grunna. AP/Carolyn Kaster Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð miklum árangri í baráttunni við tvo stóra elda sem brennt hafa heilu hverfin í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Það var eftir að vinda tók að lægja en enn stafar ógn af hviðum úr fjöllunum kringum borgina. Veðurfræðingar búast við því að næstu daga muni hafgola bera rakt loft yfir borgina og að það muni hjálpa slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldanna. Í næstu viku er þó búist við frekari þurrum vindi úr austri, sem kallast Santa Ana, þó að aðstæður eigi ekki að vera eins slæmar og þær hafa verið hingað til, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sterkir vindar hafa hingað til gert slökkvistarfið gífurlega erfitt og hafa borið glóð og logandi brak marga kílómetra. Stærstu eldarnir tvær eru kenndir við Palisades og Eaton en samkvæmt gögnum á vef stofnunarinnar CalFire hafa slökkviliðsmenn náð nokkrum árangri í að berjast gegn þeim. Samhliða betri aðstæðum hafa íbúar þessara hverfa sem hafa orðið hvað verst úti krafist þess að fá að fara aftur heim. Kort af eldunum og lokuðum svæðum í Los Angeles.CalFire Frá því eldarnir kviknuðu í síðustu viku hafa nokkrir verið handteknir fyrir að kveikja nýja elda í borginni en þessir eldar hafa verið slökktir áður en þeir náðu flugi, ef svo má segja. Jim McDonnel, lögreglustjóri, sagði einn hafa viðurkennt að hafa kveikt eld í tré því honum þætti lyktin af brennandi laufum góð. Þá mun kona sem var handtekin hafa sagt að hún hefði gaman af óreiðu og eyðileggingu. Hvernig Palisades og Eaton eldarnir kviknuðu þann 7. janúar liggur ekki fyrir. Að minnsta kosti 25 hafa dáið vegna þeirra og þúsundir heimila hafa brunnið til grunna. Talið er að rúmlega tólf þúsund byggingar hafi brunnið í eldunum tveimur, sem setur þá meðal skaðlegustu og mannskæðustu gróðureldum í sögu Kaliforníu, samkvæmt LA Times. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Veðurfræðingar búast við því að næstu daga muni hafgola bera rakt loft yfir borgina og að það muni hjálpa slökkviliðsmönnum að ráða niðurlögum eldanna. Í næstu viku er þó búist við frekari þurrum vindi úr austri, sem kallast Santa Ana, þó að aðstæður eigi ekki að vera eins slæmar og þær hafa verið hingað til, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sterkir vindar hafa hingað til gert slökkvistarfið gífurlega erfitt og hafa borið glóð og logandi brak marga kílómetra. Stærstu eldarnir tvær eru kenndir við Palisades og Eaton en samkvæmt gögnum á vef stofnunarinnar CalFire hafa slökkviliðsmenn náð nokkrum árangri í að berjast gegn þeim. Samhliða betri aðstæðum hafa íbúar þessara hverfa sem hafa orðið hvað verst úti krafist þess að fá að fara aftur heim. Kort af eldunum og lokuðum svæðum í Los Angeles.CalFire Frá því eldarnir kviknuðu í síðustu viku hafa nokkrir verið handteknir fyrir að kveikja nýja elda í borginni en þessir eldar hafa verið slökktir áður en þeir náðu flugi, ef svo má segja. Jim McDonnel, lögreglustjóri, sagði einn hafa viðurkennt að hafa kveikt eld í tré því honum þætti lyktin af brennandi laufum góð. Þá mun kona sem var handtekin hafa sagt að hún hefði gaman af óreiðu og eyðileggingu. Hvernig Palisades og Eaton eldarnir kviknuðu þann 7. janúar liggur ekki fyrir. Að minnsta kosti 25 hafa dáið vegna þeirra og þúsundir heimila hafa brunnið til grunna. Talið er að rúmlega tólf þúsund byggingar hafi brunnið í eldunum tveimur, sem setur þá meðal skaðlegustu og mannskæðustu gróðureldum í sögu Kaliforníu, samkvæmt LA Times.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira