Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2025 21:05 Björgunarfólk að störfum í Súðavík fyrir 30 árum. Stöð 2 Kona, sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir þrjátíu árum, segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Hún furðar sig á því að rannsóknarnefnd um hamfarirnar, sem hóf störf í byrjun árs, hafi ekki verið komið á fót löngu fyrr. Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Dagbjört Hjaltadóttir, sem missti þrjú systrabörn sín í snjóflóðinu, segir daginn hafa verið sem martröð. Systir Dagbjartar, móðir barnanna, gróf sig út úr flóðinu og komst í síma. „Þá hringir hún í mig og segir, hrópar í símann, að börnin séu týnd og það hafi komið snjóflóð. Ég gríp í manninn inn og hann stekkur í föt og út,“ segir Dagbjört. Þegar á vettvang var komið blasti við algjör eyðilegging; hús systur Dagbjartar og þáverandi manns hennar var rústir einar, eins og svo mörg önnur hús við Túngötu í Súðavík. „Og þrjátíu árum síðar fæ ég enn þá bullandi hjartslátt ef sími hringir að nóttu til, eða vekur mig.“ Voru ekki lengur ein Fárviðri geisaði í Súðavík þennan örlagaríka dag og við tóku nokkrir hryllilegir klukkutímar þar sem Súðvíkingar voru innlyksa og biðu eftir liðsauka sem væntanlegur var með ferjunni Fagranesi. „Og ef að hér hefðu verið jarðgöng... ég gleymi ekki léttinum þegar þetta fólk hætti lífi sínu til að koma hérna með Fagranesinu, læknar og björgunarfólk, til að leysa af algjörlega örmagna Súðvíkinga. Við einhvernveginn veltum af okkur þessari miklu ábyrgð, við vorum ekki lengur ein,“ segir Dagbjört. Þegar tímabært fyrir 29 árum Dagbjört segir daginn í dag, 16. janúar, alltaf sáran. Hann sé þó sérstaklega sár á tímamótum eins og í dag, þegar atburðarásin er rifjuð upp í smáatriðum í öllum fjölmiðlum. „En allir hafa bara haldið áfram að lifa, það er það sem maður gerir, og þetta breytir kannski sýn manns á lífið.“ Mörgum spurningum þykir enn ósvarað um atburðarásina í Súðavík fyrir þrjátíu árum og íbúar hafa lengi barist fyrir uppgjöri. Rannsóknarnefnd um hamfarirnar tók loks til starfa fyrr í þessum mánuði. Löngu tímabær rannsókn, að mati Dagbjartar. „Og mér fannst það tímabært fyrir 29 árum. Maður er ekki að reyna finna sökudólga, við erum öll mannleg og gerum mistök. En það að vilja ekki skoða málið finnst mér ansi hart.“ Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37 Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Sjá meira
Snjóflóðið féll á Súðavík klukkan tuttugu og fimm mínútur yfir sex að morgni mánudagsins sextánda janúar árið 1995. Það ruddi sér leið gegnum þorpið, lenti á um tuttugu húsum og endaði niðri á höfn. Fjórtán létust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Dagbjört Hjaltadóttir, sem missti þrjú systrabörn sín í snjóflóðinu, segir daginn hafa verið sem martröð. Systir Dagbjartar, móðir barnanna, gróf sig út úr flóðinu og komst í síma. „Þá hringir hún í mig og segir, hrópar í símann, að börnin séu týnd og það hafi komið snjóflóð. Ég gríp í manninn inn og hann stekkur í föt og út,“ segir Dagbjört. Þegar á vettvang var komið blasti við algjör eyðilegging; hús systur Dagbjartar og þáverandi manns hennar var rústir einar, eins og svo mörg önnur hús við Túngötu í Súðavík. „Og þrjátíu árum síðar fæ ég enn þá bullandi hjartslátt ef sími hringir að nóttu til, eða vekur mig.“ Voru ekki lengur ein Fárviðri geisaði í Súðavík þennan örlagaríka dag og við tóku nokkrir hryllilegir klukkutímar þar sem Súðvíkingar voru innlyksa og biðu eftir liðsauka sem væntanlegur var með ferjunni Fagranesi. „Og ef að hér hefðu verið jarðgöng... ég gleymi ekki léttinum þegar þetta fólk hætti lífi sínu til að koma hérna með Fagranesinu, læknar og björgunarfólk, til að leysa af algjörlega örmagna Súðvíkinga. Við einhvernveginn veltum af okkur þessari miklu ábyrgð, við vorum ekki lengur ein,“ segir Dagbjört. Þegar tímabært fyrir 29 árum Dagbjört segir daginn í dag, 16. janúar, alltaf sáran. Hann sé þó sérstaklega sár á tímamótum eins og í dag, þegar atburðarásin er rifjuð upp í smáatriðum í öllum fjölmiðlum. „En allir hafa bara haldið áfram að lifa, það er það sem maður gerir, og þetta breytir kannski sýn manns á lífið.“ Mörgum spurningum þykir enn ósvarað um atburðarásina í Súðavík fyrir þrjátíu árum og íbúar hafa lengi barist fyrir uppgjöri. Rannsóknarnefnd um hamfarirnar tók loks til starfa fyrr í þessum mánuði. Löngu tímabær rannsókn, að mati Dagbjartar. „Og mér fannst það tímabært fyrir 29 árum. Maður er ekki að reyna finna sökudólga, við erum öll mannleg og gerum mistök. En það að vilja ekki skoða málið finnst mér ansi hart.“
Snjóflóðin í Súðavík 1995 Náttúruhamfarir Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir „Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17 Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37 Mest lesið Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Innlent Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Erlent Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Innlent „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Erlent Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma Innlent Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Innlent Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Sjá meira
„Þetta skilgreinir þorpið“ Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. 16. janúar 2025 12:17
Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Þrjátíu ár eru í dag liðin frá því að eitt mannskæðasta snjóflóð Íslandssögunnar féll á Súðavík. 16. janúar 2025 07:37