Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2025 17:42 Landsréttur dæmdi í málinu í dag. Vísir/Egill Landsréttur hefur þyngt dóm konu sem var sakfelld fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Í Héraðsdómi Reykjavíkur var konan dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, en í Landsréttur dæmdi hana í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Héraðsdómur dæmdi konuna til að greiða parinu, hvorri konu um sig, miskabætur. Samtals hljóðuðu þær upp á tæplega 1,3 milljónir króna. Landsréttur hins vegar vísaði þessum miskabótakröfum frá dómi vegna formgalla við það hvernig kröfurnar voru lagðar fram. Konunni var gefið að sök að fyrir að setja sig í samband, fylgjast með, og hóta parinu endurtekið á fimm mánaða tímabili. Hún er sögð hafa setið um fyrir parinu á heimili þeirra, hrellt þær, og niðurlægt þær. Þetta ofbeldi mun hafa verið vegna kynhneigðar parsins. Hún var jafnframt sakfelld fyrir eignaspjöll með því að valda skemmdum á bíl annarrar konunnar. Og líka fyrir að óhlýðnast lögreglu um að koma óvopnuð af heimili sínu. Málaði götuna og setti miða inn um lúguna Konan og parið voru nágrannar, en umsáturseineltið sem málið varðar átti sér stað frá 14. apríl 2022 til 6. september 2022. Ákærunni sem varðaði umsáturseinelti var skipt niður í marga liði. Þar segir meðal annars að konan hafi hótað konunum lífláti, hótað að drepa hunda þeirra, sagt þeim að drepa sig, og kallað þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Jafnframt var hún ákærð fyrir að segja við lögregluna ítrekað að hún vildi drepa aðra nágrannakonuna. Haft er orðrétt eftir henni að hún hafi sagt: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ og „Ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“ og þar að auki spurt: „Er ekkert tjáningarfrelsi hérna?“ Einnig hafi konan málað með hvítri málningu á götuna fyrir framan bíl þeirra sem stóð fyrir utan heimili þeirra skilaboð með stórum stöfum. Þar mátti sjá orðiðn „SNÍPUR“ og „ATH!! DÆS“. Í dómnum segir að það muni vera niðrandi orð yfir samkynhneigða. Mögulega er um að ræða einhvers konar rithátt á fleirtölumynd orðisins „dyke“ sem hefur verið notað um lesbíur, og hefur í einhverjum tilfellum þótt niðrandi. Þar að auki hafi hún sett miða inn um bréfalúgu kvennanna sem á stóð: „MUN ALDREI VILJA RÍÐA ÞÉR“. Sást á myndbandsupptökum Í Héraðsdómi var hún sakfelld í öllum ákæruliðum nema tveimur. Ákæruvaldið unaði þeirri niðurstöðu og voru þeir ákæruliðir því ekki teknir fyrir í Landsrétti. Fjöldi myndbandsupptaka lágu fyrir dómi sem sýndu einhver brot konunnar. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði annað talið en að í öllum tilfellum sé um konuna að ræða. Í einhverjum tilfellum var myrkur og þá sást ekki í andlit hennar, en að mati dómsins var gerandinn sem sást þar í áþekkum fötum og konan á öðrum myndum og með hund sem líktist hundi hennar. Þá þótti göngulag og líkamsburður hennar svipa til gerandans í þeim myndböndum. Landsréttur vísaði einnig til forsenda héraðsdóms og sakfelldi konuna. Í dómnum segir að ásetningur hennar hafi verið einbeittur og að hún hafi virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir parsins um að hún myndi láta af umræddri háttsemi. Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi konuna til að greiða parinu, hvorri konu um sig, miskabætur. Samtals hljóðuðu þær upp á tæplega 1,3 milljónir króna. Landsréttur hins vegar vísaði þessum miskabótakröfum frá dómi vegna formgalla við það hvernig kröfurnar voru lagðar fram. Konunni var gefið að sök að fyrir að setja sig í samband, fylgjast með, og hóta parinu endurtekið á fimm mánaða tímabili. Hún er sögð hafa setið um fyrir parinu á heimili þeirra, hrellt þær, og niðurlægt þær. Þetta ofbeldi mun hafa verið vegna kynhneigðar parsins. Hún var jafnframt sakfelld fyrir eignaspjöll með því að valda skemmdum á bíl annarrar konunnar. Og líka fyrir að óhlýðnast lögreglu um að koma óvopnuð af heimili sínu. Málaði götuna og setti miða inn um lúguna Konan og parið voru nágrannar, en umsáturseineltið sem málið varðar átti sér stað frá 14. apríl 2022 til 6. september 2022. Ákærunni sem varðaði umsáturseinelti var skipt niður í marga liði. Þar segir meðal annars að konan hafi hótað konunum lífláti, hótað að drepa hunda þeirra, sagt þeim að drepa sig, og kallað þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Jafnframt var hún ákærð fyrir að segja við lögregluna ítrekað að hún vildi drepa aðra nágrannakonuna. Haft er orðrétt eftir henni að hún hafi sagt: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ og „Ég er bara að segja henni að ég vilji kála henni“ og þar að auki spurt: „Er ekkert tjáningarfrelsi hérna?“ Einnig hafi konan málað með hvítri málningu á götuna fyrir framan bíl þeirra sem stóð fyrir utan heimili þeirra skilaboð með stórum stöfum. Þar mátti sjá orðiðn „SNÍPUR“ og „ATH!! DÆS“. Í dómnum segir að það muni vera niðrandi orð yfir samkynhneigða. Mögulega er um að ræða einhvers konar rithátt á fleirtölumynd orðisins „dyke“ sem hefur verið notað um lesbíur, og hefur í einhverjum tilfellum þótt niðrandi. Þar að auki hafi hún sett miða inn um bréfalúgu kvennanna sem á stóð: „MUN ALDREI VILJA RÍÐA ÞÉR“. Sást á myndbandsupptökum Í Héraðsdómi var hún sakfelld í öllum ákæruliðum nema tveimur. Ákæruvaldið unaði þeirri niðurstöðu og voru þeir ákæruliðir því ekki teknir fyrir í Landsrétti. Fjöldi myndbandsupptaka lágu fyrir dómi sem sýndu einhver brot konunnar. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði annað talið en að í öllum tilfellum sé um konuna að ræða. Í einhverjum tilfellum var myrkur og þá sást ekki í andlit hennar, en að mati dómsins var gerandinn sem sást þar í áþekkum fötum og konan á öðrum myndum og með hund sem líktist hundi hennar. Þá þótti göngulag og líkamsburður hennar svipa til gerandans í þeim myndböndum. Landsréttur vísaði einnig til forsenda héraðsdóms og sakfelldi konuna. Í dómnum segir að ásetningur hennar hafi verið einbeittur og að hún hafi virt að vettugi öll fyrirmæli lögreglu og óskir parsins um að hún myndi láta af umræddri háttsemi.
Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira