„Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2025 21:56 Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha fékk pabbaknús eftir fyrsta leik sinn á stórmóti í kvöld, gegn Íslandi í Zagreb. VÍSIR/VILHELM „Maður er ennþá að ná að jarðtengja sig aðeins. Maður er dálítið hátt uppi núna, eftir fyrsta leik á HM, en þetta er gott fyrir reynsluna,“ sagði Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, sem afrekaði það að spila á móti Íslandi á HM í handbolta í kvöld. Hafsteinn var kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja rétt fyrir mótið, eftir að hafa verið í stærri æfingahópi liðsins en svo verið sendur heim. Gróttumaðurinn, sem er uppalinn hjá Fjölni en á pabba frá Grænhöfðaeyjum, spilaði ekki mikið í kvöld en kom við sögu undir lokin: „Já, ég var búinn að hita upp tvisvar sinnum og aðstoðardómarinn var búinn að segja mér að setjast niður tvisvar sinnum. Maður var orðinn dálítið pirraður og þreyttur á þessu. Ég fékk lokamínúturnar en það hefði verið gaman að koma fyrr inn á,“ sagði Hafsteinn við Henry Birgi Gunnarsson í Zagreb í kvöld. Klippa: Hafsteinn Óli eftir leikinn við Ísland Hafsteini var vel fagnað af Íslendingum á áhorfendapöllunum í kvöld, þó að hann væri að spila á móti Íslandi: „Það voru grjótharðir Íslendingar þarna og gaman að heyra í þeim. Það er mjög skemmtilegt að fá að upplifa þetta og sérstaklega á móti Íslandi, og finna þennan stuðning sem stúkan gaf manni,“ sagði Hafsteinn, áður en hann hélt inn í klefa að hlusta á ræðu portúgalska þjálfarans Jorge Rito: „Hann er ekki ennþá búinn að ræða við okkur, þannig að það kemur í ljós hvað hann segir. Við byrjuðum leikinn hræðilega, misstum boltann og Íslendingar ógeðslega fljótir fram. Við vorum komnir tíu mörkum undir á 0,1. Það var dálítið leiðinlegt og hann tekur örugglega hörkuræðu á okkur núna. Hann gerði það alla vega í hálfleik,“ sagði Hafsteinn léttur. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Hafsteinn var kallaður inn í landsliðshóp Grænhöfðaeyja rétt fyrir mótið, eftir að hafa verið í stærri æfingahópi liðsins en svo verið sendur heim. Gróttumaðurinn, sem er uppalinn hjá Fjölni en á pabba frá Grænhöfðaeyjum, spilaði ekki mikið í kvöld en kom við sögu undir lokin: „Já, ég var búinn að hita upp tvisvar sinnum og aðstoðardómarinn var búinn að segja mér að setjast niður tvisvar sinnum. Maður var orðinn dálítið pirraður og þreyttur á þessu. Ég fékk lokamínúturnar en það hefði verið gaman að koma fyrr inn á,“ sagði Hafsteinn við Henry Birgi Gunnarsson í Zagreb í kvöld. Klippa: Hafsteinn Óli eftir leikinn við Ísland Hafsteini var vel fagnað af Íslendingum á áhorfendapöllunum í kvöld, þó að hann væri að spila á móti Íslandi: „Það voru grjótharðir Íslendingar þarna og gaman að heyra í þeim. Það er mjög skemmtilegt að fá að upplifa þetta og sérstaklega á móti Íslandi, og finna þennan stuðning sem stúkan gaf manni,“ sagði Hafsteinn, áður en hann hélt inn í klefa að hlusta á ræðu portúgalska þjálfarans Jorge Rito: „Hann er ekki ennþá búinn að ræða við okkur, þannig að það kemur í ljós hvað hann segir. Við byrjuðum leikinn hræðilega, misstum boltann og Íslendingar ógeðslega fljótir fram. Við vorum komnir tíu mörkum undir á 0,1. Það var dálítið leiðinlegt og hann tekur örugglega hörkuræðu á okkur núna. Hann gerði það alla vega í hálfleik,“ sagði Hafsteinn léttur.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32 Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46 „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25 „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19 Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta en þrátt fyrir öruggan sigur þá átti íslenska liðið engan stórleik. Liðið kláraði engu að síður verkefnið nokkuð sannfærandi og sigurinn var aldrei í hættu. 16. janúar 2025 21:32
Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Ísland vann þrettán marka sigur á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í fyrsta leik sínum í G-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í kvöld. Flestir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í sigrinum sem var mjög öruggur. 16. janúar 2025 21:46
„Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þetta var æðisleg upplifun, að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta var mjög gaman,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson strax eftir sinn fyrsta leik á HM, í stórsigrinum gegn Grænhöfðaeyjum. 16. janúar 2025 21:25
„Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ „Það var hrikalega skemmtilegt að byrja þetta mót, og á svona sigri,“ sagði hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson eftir frábæran fyrsta leik sinn á HM í handbolta. 16. janúar 2025 21:19
Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Strákarnir okkar hófu HM í handbolta algjörlega án vandræða með viðbúnum stórsigri á Grænhöfðaeyjum, 34-21, í Zagreb í Króatíu í kvöld. 16. janúar 2025 20:50