Handbolti

HM í dag: Bitur Króati og blaða­menn í brasi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Strákarnir okkar kláruðu Grænhöfðaeyjar í gær í kaflaskiptum leik.
Strákarnir okkar kláruðu Grænhöfðaeyjar í gær í kaflaskiptum leik. Vísir/Vilhelm

Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í handbolta unnu 13 marka sigur á Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik á HM í Zagreb. Farið var yfir sviðið í keppnishöllinni eftir leik í HM í dag.

Henry Birgir Gunnarsson og Valur Páll Eiríksson gerðu leikinn upp í þætti dagsins af HM í dag. Leikurinn var gerður upp, þar sem landsliðinu gekk töluvert betur fyrir hlé en eftir það. Það var þá vesen á blaðamönnum þar sem starfsmenn RÚV lentu í tæknivandræðum og starfsmenn Mbl lentu í erfiðum bílstjóra.

Það eru þá fregnir af okkar manni í kúbverska landsliðinu sem bíður þess enn að þreyta frumraun sína með landsliðinu og gæti fengið eldskírn gegn Íslandi á morgun.

Þetta og fleira til í þætti dagsins af HM í dag en Sigurður Már Davíðsson sér um myndatöku og eftirvinnslu þáttanna.

Klippa: HM í dag #2 - Biturleiki og bras á blaðamönnum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×