Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. janúar 2025 12:36 Alþjóðadeild embættis ríkislögreglustjóra lagði bandarískum lögregluyfirvöldum lið við leit að börnunum. Vísir/Egill Bandarísk börn sem talin voru í hættu fundust á Suðurnesjum í síðustu viku en þeirra hafði verið saknað síðan í október. Íslensk lögregluyfirvöld leiddu aðgerðir hér á landi en málið var unnið í nánu samstarfi við bandarísk yfirvöld. Ekki er talið að fjölskyldan hafi nokkur önnur tengsl við Ísland. Líkt og Vísir greindi frá í morgun er fjallað um málið á vefsíðu U.S. Marshal Service í gær, en það er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Fjölskyldumeðlimir höfðu tilkynnt um hvarf barnanna, sem eru átta og níu ára, frá Canton í Ohio þann 25. október í fyrra. Vísbendingar voru um að móðir barnanna hafi hætt að taka geðlyf sem hún var á, og hafi yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Slóð þeirra var síðan rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þá lá leiðin til Íslands en börnin voru í umsjá móðurinnar þegar þau fundust á Suðurnesjum þann 10. janúar að sögn Silviu Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjóns og deildarstjóra alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. „Alþjóðadeild veitti US Marshal aðstoð í málinu í að finna börnin sem talin voru í hættu. Íslenska lögreglan hafði umsjón með aðgerðum innanlands þar sem hún hefur lögsögu en bandaríks yfirvöld lögðu til upplýsingar og unnu í samstarfi við íslenska aðila í gegnum Interpol sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur lögregluyfirvalda,“ segir Silvia. Ekki leið langur tími frá því beiðni um aðstoð barst að utan og þar til börnin komu í leitirnar. „Yfirleitt taka svona mál ekki langan tíma, tveir sólarhringar tekur yfirleitt að vinna svona mál. Stundum bara örfáa klukkutíma, þannig þetta gekk fljótt fyrir sig þegar við vorum búin að staðsetja einstaklingana,“ segir Silvia. Ekki frekari eftirmál á Íslandi Engir fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi komið til Íslands í tengslum við aðgerðina, en börnin voru í umsjá íslenskra barnaverndaryfirvalda þangað til þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum að utan. „Þrátt fyrir að enginn formlegur tvíhliða samningur sé til staðar hefur verið mjög löng hefð fyrir góðu samstarfi íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda og sú aðstoð náttúrlega byggir á trausti og alþjóðlegri ábyrgð og skuldbindingum sem ríkja til að vinna saman gegn svona málum,“ segir Silvia. Aðspurð segir Silvia að ekki sé vitað til þess að fjölskyldan eða börnin hafi tengsl við Ísland. Fram kemur í tilkynningu US Marshal service að móðirin hafi verið lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún muni dvelja þar til hún hefur heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Aðspurð segir Silvia að málið hafi ekki frekari eftirmál hér á landi. „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og íslenskra yfirvalda,“ segir Silvia. Lögreglumál Barnavernd Bandaríkin Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá í morgun er fjallað um málið á vefsíðu U.S. Marshal Service í gær, en það er löggæslustofnun sem heyrir undir bandaríska dómsmálaráðuneytið. Fjölskyldumeðlimir höfðu tilkynnt um hvarf barnanna, sem eru átta og níu ára, frá Canton í Ohio þann 25. október í fyrra. Vísbendingar voru um að móðir barnanna hafi hætt að taka geðlyf sem hún var á, og hafi yfirgefið íbúð sína og tekið börnin úr skóla. Slóð þeirra var síðan rakin til Denver í Colorado og þaðan til Lundúna á Englandi og síðan til eyjarinnar Jersey á Ermasundi. Þá lá leiðin til Íslands en börnin voru í umsjá móðurinnar þegar þau fundust á Suðurnesjum þann 10. janúar að sögn Silviu Llorens Izaguirre, aðstoðaryfirlögregluþjóns og deildarstjóra alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra. „Alþjóðadeild veitti US Marshal aðstoð í málinu í að finna börnin sem talin voru í hættu. Íslenska lögreglan hafði umsjón með aðgerðum innanlands þar sem hún hefur lögsögu en bandaríks yfirvöld lögðu til upplýsingar og unnu í samstarfi við íslenska aðila í gegnum Interpol sem er alþjóðlegur samstarfsvettvangur lögregluyfirvalda,“ segir Silvia. Ekki leið langur tími frá því beiðni um aðstoð barst að utan og þar til börnin komu í leitirnar. „Yfirleitt taka svona mál ekki langan tíma, tveir sólarhringar tekur yfirleitt að vinna svona mál. Stundum bara örfáa klukkutíma, þannig þetta gekk fljótt fyrir sig þegar við vorum búin að staðsetja einstaklingana,“ segir Silvia. Ekki frekari eftirmál á Íslandi Engir fulltrúar bandarískra yfirvalda hafi komið til Íslands í tengslum við aðgerðina, en börnin voru í umsjá íslenskra barnaverndaryfirvalda þangað til þau voru sótt af fjölskyldumeðlimum að utan. „Þrátt fyrir að enginn formlegur tvíhliða samningur sé til staðar hefur verið mjög löng hefð fyrir góðu samstarfi íslenskra og bandarískra lögregluyfirvalda og sú aðstoð náttúrlega byggir á trausti og alþjóðlegri ábyrgð og skuldbindingum sem ríkja til að vinna saman gegn svona málum,“ segir Silvia. Aðspurð segir Silvia að ekki sé vitað til þess að fjölskyldan eða börnin hafi tengsl við Ísland. Fram kemur í tilkynningu US Marshal service að móðirin hafi verið lögð inn á sjúkrastofnun þar sem hún muni dvelja þar til hún hefur heilsu til að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Aðspurð segir Silvia að málið hafi ekki frekari eftirmál hér á landi. „Þessu máli er lokið af okkar hálfu og íslenskra yfirvalda,“ segir Silvia.
Lögreglumál Barnavernd Bandaríkin Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira