Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ Aron Guðmundsson skrifar 18. janúar 2025 09:30 Frá leik Vals á tímabilinu Vísir/Anton Brink Valskonur geta með sigri á heimavelli í dag gegn spænska liðinu Malaga tryggt sér sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handbolta. Um seinni leik liðanna er að ræða, þeim fyrri lauk með jafntefli úti á Spáni. Boðið verður upp á alvöru Evrópustemningu á Hlíðarenda. Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima lauk á dögunum en hvergi betra en að svara því á heimavelli í Evrópukeppni. „Þetta leggst vel í mig. Andstæðingurinn er feyki öflugur en við gerðum jafntefli við þær á útivelli sem var kannski frekar óvænt en við ætlum að vera vel undirbúin, reyna að klára einvígið,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Þær eru í 2.sæti í deildinni í dag, eru með portúgalska landsliðsmenn bæði á miðjunni og vinstra megin, spænskan landsliðsmann á línunni og brasilíska örvhenta skyttu sem er í A-landsliðinu þar líka ásamt því að vera með tvær spænskar í viðbót. Hornamann og markmann sem eru fyrrverandi landsliðsmenn. Þetta er mjög reynslumikið lið sem við erum að mæta, mjög vel spilandi, gott lið sem spilar sterka 6-0 vörn og eru með góðar skyttur. Við þurfum bara að hitta á góðan dag. Með því að við séum á okkar besta degi og með góðan stuðning áhorfenda, getum við vel gert góða hluti.“ Frammistaða Vals í fyrri leiknum gefi góð fyrirheit þar sem að Hlíðarenda liðið var óheppið að fara ekki af hólmi með sigur. „Við leiddum meira og minna allan leikinn. Ég var mjög ánægður með úrslitin en eins og leikurinn þróaðist hefði ekkert verið óeðlilegt ef við hefðum unnið hann með tveimur til þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik, vera vel undirbúin sem og við verðum og ég vona virkilega að fólk fjölmenni á pallana. Þetta er frábært lið, gaman fyrir unga og efnilega handboltakrakka að koma og sjá þessa leikmenn. Ég vona að foreldrarnir drífi sig á völlinn, taki krakkana með og að við fáum hérna alvöru Evrópustemningu. Við tökum vonandi bara Spánverjana á taugum með fullt hús hérna og alvöru Evrópustemningu.“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ValsVísir/Vilhelm Vissu að á einhverjum tímapunkti kæmi að tapleik Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima, sem stóð yfir í 452 daga og taldi 40 leiki lauk á miðvikudaginn síðastliðinn gegn Haukum. „Þær voru bara mun betri en við. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við vissum auðvitað að á einhverjum tímapunkti kæmi að þessu tapi, kannski var það bara ágætt til þess að ýta aðeins við okkur og koma okkur aðeins aftur upp á tær. Það breytir engu við mætum á fullu gasi á morgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. Það er stórt hrós til liðsins. Faglegar í allri sinni nálgun Ekki á hverjum degi sem lið fer á slíka sigurgöngu. „Þetta er auðvitað einstakt, mjög stórt og þetta er ekkert auðvelt. Ég hef bara sagt það um leikmannahópinn hjá mér að þetta eru mjög reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga og efnilega. Þær eru mjög agaðar, vinnusamar og mjög faglegar í allri sinni nálgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. “ Ágúst Þór með sínu liðivísir/hulda „Það er stórt hrós til liðsins. Það eru auðvitað á sama tíma mörg önnur góð lið í deildinni. Haukarnir voru feikilega öflugar á móti okkur og áttu bara skilið að vinna en við höldum áfram og ætlum okkur að vera áfram á toppnum.“ Seinni leikur Vals og Malaga fer fram í N1-höllinni að Hlíðarenda í dag og hefst klukkan hálf fimm. Sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar bíður sigurliðsins. Valur Handbolti Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Andstæðingurinn er feyki öflugur en við gerðum jafntefli við þær á útivelli sem var kannski frekar óvænt en við ætlum að vera vel undirbúin, reyna að klára einvígið,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals. „Þær eru í 2.sæti í deildinni í dag, eru með portúgalska landsliðsmenn bæði á miðjunni og vinstra megin, spænskan landsliðsmann á línunni og brasilíska örvhenta skyttu sem er í A-landsliðinu þar líka ásamt því að vera með tvær spænskar í viðbót. Hornamann og markmann sem eru fyrrverandi landsliðsmenn. Þetta er mjög reynslumikið lið sem við erum að mæta, mjög vel spilandi, gott lið sem spilar sterka 6-0 vörn og eru með góðar skyttur. Við þurfum bara að hitta á góðan dag. Með því að við séum á okkar besta degi og með góðan stuðning áhorfenda, getum við vel gert góða hluti.“ Frammistaða Vals í fyrri leiknum gefi góð fyrirheit þar sem að Hlíðarenda liðið var óheppið að fara ekki af hólmi með sigur. „Við leiddum meira og minna allan leikinn. Ég var mjög ánægður með úrslitin en eins og leikurinn þróaðist hefði ekkert verið óeðlilegt ef við hefðum unnið hann með tveimur til þremur mörkum. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik, vera vel undirbúin sem og við verðum og ég vona virkilega að fólk fjölmenni á pallana. Þetta er frábært lið, gaman fyrir unga og efnilega handboltakrakka að koma og sjá þessa leikmenn. Ég vona að foreldrarnir drífi sig á völlinn, taki krakkana með og að við fáum hérna alvöru Evrópustemningu. Við tökum vonandi bara Spánverjana á taugum með fullt hús hérna og alvöru Evrópustemningu.“ Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari ValsVísir/Vilhelm Vissu að á einhverjum tímapunkti kæmi að tapleik Ótrúlegri sigurgöngu Vals hér heima, sem stóð yfir í 452 daga og taldi 40 leiki lauk á miðvikudaginn síðastliðinn gegn Haukum. „Þær voru bara mun betri en við. Það er ekkert til að skammast sín fyrir. Við vissum auðvitað að á einhverjum tímapunkti kæmi að þessu tapi, kannski var það bara ágætt til þess að ýta aðeins við okkur og koma okkur aðeins aftur upp á tær. Það breytir engu við mætum á fullu gasi á morgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. Það er stórt hrós til liðsins. Faglegar í allri sinni nálgun Ekki á hverjum degi sem lið fer á slíka sigurgöngu. „Þetta er auðvitað einstakt, mjög stórt og þetta er ekkert auðvelt. Ég hef bara sagt það um leikmannahópinn hjá mér að þetta eru mjög reynslumiklir leikmenn í bland við mjög unga og efnilega. Þær eru mjög agaðar, vinnusamar og mjög faglegar í allri sinni nálgun. Það er ekkert auðvelt, þó að við séum með sterkt og vel skipað lið, að koma í alla leiki á fullu gasi en það hafa þær alltaf gert. “ Ágúst Þór með sínu liðivísir/hulda „Það er stórt hrós til liðsins. Það eru auðvitað á sama tíma mörg önnur góð lið í deildinni. Haukarnir voru feikilega öflugar á móti okkur og áttu bara skilið að vinna en við höldum áfram og ætlum okkur að vera áfram á toppnum.“ Seinni leikur Vals og Malaga fer fram í N1-höllinni að Hlíðarenda í dag og hefst klukkan hálf fimm. Sæti í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar bíður sigurliðsins.
Valur Handbolti Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira