Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 18. janúar 2025 07:04 Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Markmiðið er enda ekki að maka krókinn, heldur að byggja heimili fyrir fólk. Leigan er að jafnaði tugum þúsunda undir markaðsleigu, leigjandi á sæti í húsfélagi og getur þannig tekið ákvarðanir um sitt nánasta umhverfi og er heimilt að mála og gera breytingar á íbúðinni líkt og um eign væri að ræða. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá afhendingu lóðarinnar af hendi Reykjavíkurborgar árið 2021. Til að liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu án tekjumarka var félagið Blær sett á laggirnar og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Þetta opnar á möguleika fleiri stéttarfélaga og langtíma fjárfesta, eins og lífeyrissjóða, til að byggja fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig búsetuöryggi til lengri tíma og fyrirsjáanlega húsaleigu þar sem arðsemi er stillt í hóf. Þak yfir höfuðið Eitt af því sem hefur einkennt húsnæðismál á Íslandi í áranna rás hefur verið óþroskaður leigumarkaður. Að leigja íbúð hefur verið álitin óheppileg varða í átt að því að kaupa fasteign og eingöngu sem tímabundinn valkostur fyrir þau sem eiga ekki tök á öðru. Þetta hefur leitt til lélegs regluumhverfis um húsaleigu og veruleika þar sem leiguverð getur tekið hækkunum langt umfram verðbólgu. Leigjendur hafa því búið við bæði afkomu- og húsnæðisóöryggi og verið háðir duttlungum húseigenda. Um leið reynist sífellt erfiðara að komast af leigumarkaði, því að ætla að safna í útborgun fyrir fasteign er eins og að taka þátt í maraþoni þar sem marklínan færist alltaf fjær. Um langa hríð hefur verið rík samstaða um að takast þurfi á við húsnæðiskreppuna. Starfshópur eftir starfshóp hefur setið að störfum og útfært aðgerðir, sem sumar hafa komist til framkvæmda en því miður hefur of lítið gerst og of hægt. Aðgerðir í húsnæðismálum þurfa að vera fjölbreyttar og eitt lykilmál er að koma á laggirnar öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Þar hefur verkalýðshreyfingin stigið fast til jarðar. Með tilkomu Bjargs íbúðafélags hafa yfir eitt þúsund fjölskyldur komist í var frá gróðadrifnum leigumarkaði og búa nú í góðu og öruggu húsnæði og greiða fyrir það sanngjarna leigu til langs tíma. Íbúðir Bjargs eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en ljóst er að þörfin er mun víðtækari en svo. Húsnæðisöryggi fyrir 36 fjölskyldur Vissulega er spurning á hverjum tíma fyrir sig hvernig eigi að reka húsnæðiskerfi sem er ekki sett upp til að hagnast óhóflega á fólki sem þarfnast heimilis. Til dæmis má velta því upp hvort leggja eigi áherslu á leigu- eða eignaíbúðir og hver eigi að vera þáttur hins opinbera annars vegar og annarra aðila á borð við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og samvinnufélög hins vegar. Staðreyndin er samt sú að húsnæðiskrísan er af þeirri stærðargráðu að við verðum öll að leggjast á árarnar. Fólk á rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnum kjörum, hvort sem er til eignar eða leigu eða eftir öðru fyrirkomulagi. Við, núverandi og fyrrverandi formaður VR, fögnum þeim áfanga sem náðst hefur fyrir félagsfólk VR þar sem nú eru að verða til heimili fyrir 36 fjölskyldur og einstaklinga. Um leið heitum við því, hvort á sínum vettvangi, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir unga sem aldna. Húsnæðisöryggi er mannréttindamál og um leið er húsnæði einn stærsti útgjaldaliður launafólks. Hér er því mikið í húfi að vel takist til við að byggja upp húsnæði sem þjónar stækkandi og fjölbreyttu samfélagi, og án þess að gróðaöflin fái frítt spil til að hagnast á því. Halla Gunnarsdóttir er formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson er alþingismaður og fyrrverandi formaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ragnar Þór Ingólfsson Halla Gunnarsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Á föstudag var brotið blað í húsnæðismálum þegar VR Blær afhenti yfir tuttugu leiguíbúðir í glæsilegu fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal.Íbúðir VR Blævar eru byggðar eftir nýrri hugsun á leigumarkaði þar sem örugg afkoma og búsetuöryggi eru í fyrirrúmi. Markmiðið er enda ekki að maka krókinn, heldur að byggja heimili fyrir fólk. Leigan er að jafnaði tugum þúsunda undir markaðsleigu, leigjandi á sæti í húsfélagi og getur þannig tekið ákvarðanir um sitt nánasta umhverfi og er heimilt að mála og gera breytingar á íbúðinni líkt og um eign væri að ræða. Verkefnið hefur verið lengi í undirbúningi eða allt frá afhendingu lóðarinnar af hendi Reykjavíkurborgar árið 2021. Til að liðka fyrir húsnæðisuppbyggingu án tekjumarka var félagið Blær sett á laggirnar og er systurfélag Bjargs íbúðafélags. Þetta opnar á möguleika fleiri stéttarfélaga og langtíma fjárfesta, eins og lífeyrissjóða, til að byggja fyrir sitt félagsfólk og tryggja þannig búsetuöryggi til lengri tíma og fyrirsjáanlega húsaleigu þar sem arðsemi er stillt í hóf. Þak yfir höfuðið Eitt af því sem hefur einkennt húsnæðismál á Íslandi í áranna rás hefur verið óþroskaður leigumarkaður. Að leigja íbúð hefur verið álitin óheppileg varða í átt að því að kaupa fasteign og eingöngu sem tímabundinn valkostur fyrir þau sem eiga ekki tök á öðru. Þetta hefur leitt til lélegs regluumhverfis um húsaleigu og veruleika þar sem leiguverð getur tekið hækkunum langt umfram verðbólgu. Leigjendur hafa því búið við bæði afkomu- og húsnæðisóöryggi og verið háðir duttlungum húseigenda. Um leið reynist sífellt erfiðara að komast af leigumarkaði, því að ætla að safna í útborgun fyrir fasteign er eins og að taka þátt í maraþoni þar sem marklínan færist alltaf fjær. Um langa hríð hefur verið rík samstaða um að takast þurfi á við húsnæðiskreppuna. Starfshópur eftir starfshóp hefur setið að störfum og útfært aðgerðir, sem sumar hafa komist til framkvæmda en því miður hefur of lítið gerst og of hægt. Aðgerðir í húsnæðismálum þurfa að vera fjölbreyttar og eitt lykilmál er að koma á laggirnar öruggu leiguhúsnæði á sanngjörnum kjörum. Þar hefur verkalýðshreyfingin stigið fast til jarðar. Með tilkomu Bjargs íbúðafélags hafa yfir eitt þúsund fjölskyldur komist í var frá gróðadrifnum leigumarkaði og búa nú í góðu og öruggu húsnæði og greiða fyrir það sanngjarna leigu til langs tíma. Íbúðir Bjargs eru ætlaðar einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum en ljóst er að þörfin er mun víðtækari en svo. Húsnæðisöryggi fyrir 36 fjölskyldur Vissulega er spurning á hverjum tíma fyrir sig hvernig eigi að reka húsnæðiskerfi sem er ekki sett upp til að hagnast óhóflega á fólki sem þarfnast heimilis. Til dæmis má velta því upp hvort leggja eigi áherslu á leigu- eða eignaíbúðir og hver eigi að vera þáttur hins opinbera annars vegar og annarra aðila á borð við verkalýðshreyfinguna, lífeyrissjóði og samvinnufélög hins vegar. Staðreyndin er samt sú að húsnæðiskrísan er af þeirri stærðargráðu að við verðum öll að leggjast á árarnar. Fólk á rétt á öruggu húsnæði á sanngjörnum kjörum, hvort sem er til eignar eða leigu eða eftir öðru fyrirkomulagi. Við, núverandi og fyrrverandi formaður VR, fögnum þeim áfanga sem náðst hefur fyrir félagsfólk VR þar sem nú eru að verða til heimili fyrir 36 fjölskyldur og einstaklinga. Um leið heitum við því, hvort á sínum vettvangi, að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla að húsnæðisöryggi fyrir unga sem aldna. Húsnæðisöryggi er mannréttindamál og um leið er húsnæði einn stærsti útgjaldaliður launafólks. Hér er því mikið í húfi að vel takist til við að byggja upp húsnæði sem þjónar stækkandi og fjölbreyttu samfélagi, og án þess að gróðaöflin fái frítt spil til að hagnast á því. Halla Gunnarsdóttir er formaður VR Ragnar Þór Ingólfsson er alþingismaður og fyrrverandi formaður VR
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun