„Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2025 21:03 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Vísir Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka sem skyldi ef mikilvægir sæstrengir til landsins myndu rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum. Nýju verkefni Atlantshafsbandalagsins um stórefldar varnir sæstrengja við Eystrasalt var ýtt úr vör fyrr í vikunni, í framhaldi af röð atvika þar sem skemmdir hafa verið unnar á sæstrengjum á svæðinu. „Við fylgjumst grannt með. Við erum í góðum tengslum við þessa kollega okkar í kringum Eystrasaltið sem eru að lenda sannarlega í þessari ógn sem við óttumst, þó að hún sé kannski ekki talin líkleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Fylgjast grannt með Varnir sæstrengja og annarra innviða hafa einnig verið ofarlega á baugi í tengslum við aukna umræðu um varnir Grænlands og öryggismál á Norðurslóðum. „Það hefur verið að gefa því sérstaklega gaum víða. Þetta hefur komið til borðs þjóðaröryggisráðs og þeirra sem fara með diplómatísk utanríkismál fyrir Ísland og víðar,“ segir Guðmundur. Fjórir meginstrengir liggja til Ísland en þeir gegna lykilhlutverki fyrir mikilvæga innviði landsins, til að mynda á sviði fjarskipta- og orkumála, fjármála- og heilbrigðismála. Sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn. Þrír þeirra eru í eigu og reknir af fyrirtækinu Farice ehf.Vísir „Það er bara talið að ef þessi þjónusta fer niður þá er gangverk landsins ekki að virka. Þetta er talin það mikilvæg lykilþjónusta fyrir almenning í landinu að það þarf í rauninni bara að tjalda öllu til til þess að tryggja það að þetta haldist virkt og í gangi við meira að segja svona jaðaraðstæður ef að sæstrengirnir allir, einhverra hluta vegna, myndu fara niður,“ segir Guðmundur. Gildir þá einu hvort að mannlegur ásetningur eða mannleg mistök verði þess valdandi að strengir slitni. Afleiðingarnar yrðu þær sömu hvort sem um árás, bilun eða óhapp væri að ræða. Umfangsmikil æfing eftir tíu daga „Við erum að keyra í gang fyrsta fasa af stórri æfingu, netöryggisæfingu, sem að hefur gengið undir nafninu Ísland ótengt og hún fer í loftið ásamt rekstraraðilum flestallra þessara mikilvægu innviða, hátt í tvö hundruð manns, sem munu mæta á þessa æfingu hér í lok janúar,“ segir Guðmundur. Framhald æfingarinnar verður í nokkrum fösum með það að markmiði að greina afleiðingar, viðbragðsgetu og annað með það að markmiði að uppfæra viðbragðsáætlanir rekstraraðila mikilvægustu innviða landsins. Varnir sæstrengjanna eru á höndum nokkurra aðila, Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra og þeirra fyrirtækja sem eiga og reka strengina, en Guðmundur telur aðspurður að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. „Það er algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi,“ segir Guðmundur. Netöryggi Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Nýju verkefni Atlantshafsbandalagsins um stórefldar varnir sæstrengja við Eystrasalt var ýtt úr vör fyrr í vikunni, í framhaldi af röð atvika þar sem skemmdir hafa verið unnar á sæstrengjum á svæðinu. „Við fylgjumst grannt með. Við erum í góðum tengslum við þessa kollega okkar í kringum Eystrasaltið sem eru að lenda sannarlega í þessari ógn sem við óttumst, þó að hún sé kannski ekki talin líkleg,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitar CERT-IS. Fylgjast grannt með Varnir sæstrengja og annarra innviða hafa einnig verið ofarlega á baugi í tengslum við aukna umræðu um varnir Grænlands og öryggismál á Norðurslóðum. „Það hefur verið að gefa því sérstaklega gaum víða. Þetta hefur komið til borðs þjóðaröryggisráðs og þeirra sem fara með diplómatísk utanríkismál fyrir Ísland og víðar,“ segir Guðmundur. Fjórir meginstrengir liggja til Ísland en þeir gegna lykilhlutverki fyrir mikilvæga innviði landsins, til að mynda á sviði fjarskipta- og orkumála, fjármála- og heilbrigðismála. Sæstrengirnir sem tengja Ísland við umheiminn. Þrír þeirra eru í eigu og reknir af fyrirtækinu Farice ehf.Vísir „Það er bara talið að ef þessi þjónusta fer niður þá er gangverk landsins ekki að virka. Þetta er talin það mikilvæg lykilþjónusta fyrir almenning í landinu að það þarf í rauninni bara að tjalda öllu til til þess að tryggja það að þetta haldist virkt og í gangi við meira að segja svona jaðaraðstæður ef að sæstrengirnir allir, einhverra hluta vegna, myndu fara niður,“ segir Guðmundur. Gildir þá einu hvort að mannlegur ásetningur eða mannleg mistök verði þess valdandi að strengir slitni. Afleiðingarnar yrðu þær sömu hvort sem um árás, bilun eða óhapp væri að ræða. Umfangsmikil æfing eftir tíu daga „Við erum að keyra í gang fyrsta fasa af stórri æfingu, netöryggisæfingu, sem að hefur gengið undir nafninu Ísland ótengt og hún fer í loftið ásamt rekstraraðilum flestallra þessara mikilvægu innviða, hátt í tvö hundruð manns, sem munu mæta á þessa æfingu hér í lok janúar,“ segir Guðmundur. Framhald æfingarinnar verður í nokkrum fösum með það að markmiði að greina afleiðingar, viðbragðsgetu og annað með það að markmiði að uppfæra viðbragðsáætlanir rekstraraðila mikilvægustu innviða landsins. Varnir sæstrengjanna eru á höndum nokkurra aðila, Landhelgisgæslu, ríkislögreglustjóra og þeirra fyrirtækja sem eiga og reka strengina, en Guðmundur telur aðspurður að alltaf sé hægt að gera betur í þeim efnum. „Það er algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi,“ segir Guðmundur.
Netöryggi Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira