Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. janúar 2025 19:44 Donald Trump segir miklar líkur á því að eigendum Tiktok verði gefinn 90 daga frestur til að selja fyrirtækið. Getty Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir. Joe Biden fráfarandi forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lögin síðasta vor, en á þeim tíma nutu þau mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af Tiktok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Donald Trump studdi það að banna Tiktok í Bandaríkjunum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að lögin sem samþykkt voru síðasta vor væru lögleg, og bannið muni því taka gildi á morgun sunnudag. Biden hefur sagst ekkert ætla aðhafast í málinu og ákvörðunin verði því á höndum Trump. Í viðtali við CNN í gær sagði hann að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. „Mjög líklegt“ að veittur verði 90 daga frestur Í viðtali við NBC í dag sagði Trump verulegar líkur á því að gildistöku laganna verði frestað um að minnsta kosti 90 daga. Hann hafi eftir sem áður ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Eigendur Tiktok hefðu þá 90 daga til viðbótar til að selja miðilinn til eigenda utan Kína, ellegar sæta banni. „Það er klárlega valkostur sem við horfum til. Níutíu daga framlengingin er eitthvað sem verður að öllum líkindum niðurstaðan, hún er viðeigandi. Þú veist, hún er viðeigandi. Við þurfum að horfa á þetta varlega, þetta er mjög stórt ástand,“ sagði Trump. „Ef þetta verður ákvörðunin mun ég tilkynna um hana á mánudaginn.“ Óvíst hvað gerist á morgun Þrátt fyrir að Biden og ríkisstjórn hans hafi ítrekað lýst því yfir að þau muni ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hafa eigendur Tiktok ekki viljað treysta því að lögunum verði ekki framfylgt. Í yfirlýsingu frá teymi Tiktok var sagt að ríkisstjórninni hefði mistekist að útskýra það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum, sem taka gildi á morgun. Þess vegna séu þau tilneydd til að loka fyrir Tiktok í Bandaríkjunum strax á morgun. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna eru með Tiktok í sínum tækjum. Statement on Possible ShutdownThe statements issued today by both the Biden White House and the Department of Justice have failed to provide the necessary clarity and assurance to the service providers that are integral to maintaining TikTok's availability to over 170 million…— TikTok Policy (@TikTokPolicy) January 18, 2025 Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Kína Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Joe Biden fráfarandi forseti Bandaríkjanna skrifaði undir lögin síðasta vor, en á þeim tíma nutu þau mikils stuðnings þingmanna beggja flokka vestanhafs. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að ógn stafi af Tiktok vegna þeirra valda sem Kommúnistaflokkur Kína hefur yfir miðlinum. Donald Trump studdi það að banna Tiktok í Bandaríkjunum en snerist hugur fyrir tæplega ári síðan. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að lögin sem samþykkt voru síðasta vor væru lögleg, og bannið muni því taka gildi á morgun sunnudag. Biden hefur sagst ekkert ætla aðhafast í málinu og ákvörðunin verði því á höndum Trump. Í viðtali við CNN í gær sagði hann að þingið hefði veitt honum umboð til að taka ákvörðun í málinu og að hann myndi taka ákvörðun. „Mjög líklegt“ að veittur verði 90 daga frestur Í viðtali við NBC í dag sagði Trump verulegar líkur á því að gildistöku laganna verði frestað um að minnsta kosti 90 daga. Hann hafi eftir sem áður ekki tekið endanlega ákvörðun í málinu. Eigendur Tiktok hefðu þá 90 daga til viðbótar til að selja miðilinn til eigenda utan Kína, ellegar sæta banni. „Það er klárlega valkostur sem við horfum til. Níutíu daga framlengingin er eitthvað sem verður að öllum líkindum niðurstaðan, hún er viðeigandi. Þú veist, hún er viðeigandi. Við þurfum að horfa á þetta varlega, þetta er mjög stórt ástand,“ sagði Trump. „Ef þetta verður ákvörðunin mun ég tilkynna um hana á mánudaginn.“ Óvíst hvað gerist á morgun Þrátt fyrir að Biden og ríkisstjórn hans hafi ítrekað lýst því yfir að þau muni ekkert aðhafast í málinu á sunnudaginn, hafa eigendur Tiktok ekki viljað treysta því að lögunum verði ekki framfylgt. Í yfirlýsingu frá teymi Tiktok var sagt að ríkisstjórninni hefði mistekist að útskýra það með skýrum hætti hvernig þau hyggðust ekki framfylgja lögunum, sem taka gildi á morgun. Þess vegna séu þau tilneydd til að loka fyrir Tiktok í Bandaríkjunum strax á morgun. Um 170 milljónir Bandaríkjamanna eru með Tiktok í sínum tækjum. Statement on Possible ShutdownThe statements issued today by both the Biden White House and the Department of Justice have failed to provide the necessary clarity and assurance to the service providers that are integral to maintaining TikTok's availability to over 170 million…— TikTok Policy (@TikTokPolicy) January 18, 2025
Donald Trump Samfélagsmiðlar TikTok Kína Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira