Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 14:26 Þær Bermuda, Shudu, Aitana og Imma eru allar gríðarlega vinsælar á samfélagsmiðlum. Þær eru allar með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram en engin þeirra er til í alvörunni. Instagram Nýir og öðruvísi áhrifavaldar hafa rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum og eru dæmi um að þeir þéni töluvert þrátt fyrir að vera ekki til í alvörunni. Sérfræðingur segir áhrifavaldana eiga sér jákvæðar og neikvæðar hliðar. Aitana Lopez er fyrirsæta búsett í Barcelona og elskar að ferðast og fara í ræktina. Samkvæmt nýlegri umfjöllun Euronews þénar hún allt að um eina og hálfa milljón króna á mánuði í gegnum samfélagsmiðla. Aitana er hins vegar ekki raunveruleg, heldur sköpuð af gervigreind. View this post on Instagram A post shared by Aitana Lopez✨| Virtual Soul (@fit_aitana) Internetið er stútfullt af alls konar gervigreindartólum sem meðal annars er hægt að nýta til að búa til svokallaða gervigreindaráhrifavalda, fyrirbæri sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. Fyrirbærið er honum ekki ókunnugt en hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn, ungmenni og aðra um samfélagsmiðla og gervigreind og hvernig skal umgangast slíka tækni. „Svona áhrifavalda get ég auðvitað notað til þess að auglýsa mína vöru og þetta einfaldar mér lífið af því að svona áhrifavaldur er mjög meðfærilegur, ég stýri öllu sem þessi áhrifavaldur segir,“ sagði Skúli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Meta opnar flóðgáttar fyrir samfélagsmiðlareikninga skapaða af gervigreind“ segir í umfjöllun Forbes um áhrifavaldana á dögunum, en ljóst þykir að þetta fyrirbæri sé komið til að vera. Þótt þessi tækni geti nýst í góðum og heiðarlegum tilgangi, geta gervivaldarnir einnig vakið ýmsar siðferðislegar spurningar að sögn Skúla. „Núna erum við komin upp á næsta stig í óraunhæfum samanburði. Af því að þessir áhrifavaldar, það er ekki einu sinni eitt hár á þeirra höfði sem er raunverulegt lengur. Þannig að hérna erum við komin fram úr því að vera bara með myndir sem er búið að setja á filter eða breyta með fótósjoppi, hér erum við komin með áhrifavalda sem eru á allan hátt fullkomnir. Búið að taka út alla ágalla,“ segir Skúli. Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hætt að abbast upp á hana eftir að hún tók samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Aitana Lopez er fyrirsæta búsett í Barcelona og elskar að ferðast og fara í ræktina. Samkvæmt nýlegri umfjöllun Euronews þénar hún allt að um eina og hálfa milljón króna á mánuði í gegnum samfélagsmiðla. Aitana er hins vegar ekki raunveruleg, heldur sköpuð af gervigreind. View this post on Instagram A post shared by Aitana Lopez✨| Virtual Soul (@fit_aitana) Internetið er stútfullt af alls konar gervigreindartólum sem meðal annars er hægt að nýta til að búa til svokallaða gervigreindaráhrifavalda, fyrirbæri sem virðast njóta vaxandi vinsælda. Skúli Bragi Geirdal er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd og sviðstjóri SAFT netöryggismiðstöðvar. Fyrirbærið er honum ekki ókunnugt en hann heldur reglulega fræðslu fyrir börn, ungmenni og aðra um samfélagsmiðla og gervigreind og hvernig skal umgangast slíka tækni. „Svona áhrifavalda get ég auðvitað notað til þess að auglýsa mína vöru og þetta einfaldar mér lífið af því að svona áhrifavaldur er mjög meðfærilegur, ég stýri öllu sem þessi áhrifavaldur segir,“ sagði Skúli í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Meta opnar flóðgáttar fyrir samfélagsmiðlareikninga skapaða af gervigreind“ segir í umfjöllun Forbes um áhrifavaldana á dögunum, en ljóst þykir að þetta fyrirbæri sé komið til að vera. Þótt þessi tækni geti nýst í góðum og heiðarlegum tilgangi, geta gervivaldarnir einnig vakið ýmsar siðferðislegar spurningar að sögn Skúla. „Núna erum við komin upp á næsta stig í óraunhæfum samanburði. Af því að þessir áhrifavaldar, það er ekki einu sinni eitt hár á þeirra höfði sem er raunverulegt lengur. Þannig að hérna erum við komin fram úr því að vera bara með myndir sem er búið að setja á filter eða breyta með fótósjoppi, hér erum við komin með áhrifavalda sem eru á allan hátt fullkomnir. Búið að taka út alla ágalla,“ segir Skúli.
Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Gervigreind Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hætt að abbast upp á hana eftir að hún tók samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira