Handbolti

„Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn einbeittur á hóteli landsliðsins í dag.
Snorri Steinn einbeittur á hóteli landsliðsins í dag. vísir/vilhelm

Ísland er með átján leikmenn á HM en aðeins sextán mega vera á skýrslu hverju sinni.

Að þessu sinni hefur það komið í hlut Einars Þorsteins Ólafssonar að vera í stúkunni í fyrstu leikjunum. Í fyrri leiknum var Aron Pálmarsson með honum en eftir að Aron varð leikfær þá fór Haukur Þrastarson upp í stúku með Einari.

„Þeir eru alls ekki komnir til að vera í stúkunni. Þetta var bara áætlun gærdagsins. Ég er alltaf að velta hlutunum fyrir mér. Vega og meta og hvað ég þarf hverju sinni,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari við Vísi fyrr í dag.

„Ég vona að þetta verði langt og strangt mót og við þurfum á öllum okkar mönnum að halda. Að allir geti lagt í púkkið. Nei, það er enginn kominn til að vera í stúkunni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×