Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 07:32 Robbie Fowler er ein af goðsögnum Liverpool en framtíð Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold hjá enska félaginu er í mikilli óvissu. Getty/Liverpool FC/Stu Forster Liverpool goðsögnin Robbie Fowler hefur sína hugmynd um af hverju sé svona lítið sé að frétta af samningamálum þríeykisins Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Allir þessir þrír lykilmenn eru að renna út á samningi í sumar og hafa nú leyfi til að byrja að ræða við önnur félög. Van Dijk hefur verið jákvæður með nýjan samning fyrir sig, Salah heldur því fram að hann sé á síðasta tímabilinu hjá Liverpool og Alexander-Arnold er stanslaust orðaður við Real Madrid. Fowler er hins vegar með eigin kenningu um þessa samningslausu leikmenn hjá Liverpool. „Ég er reyndar með smá kenningu og ég veit ekki hvort þetta sé svo fjarri sannleikanum,“ sagði Robbie Fowler í myndbandi á miðlum Prime Video Sport. „Ég held að tveir af þeim hafi þegar skrifað undir sinn samning en kannski hefur einn ekki gert það ennþá. Kannski getur félagið ekki komið fram og sagt frá þessum samningum þeirra vegna þess að þá lítur þessi eini svo illa út,“ sagði Fowler. „Það er möguleiki á því að málin hafi þróast þannig. Er eitthvað vit í þessari kenningu minni,“ spurði Fowler og bætti svo við: „Ef tveir koma fram og segja að þeir hafi skrifað undir samning þá setur það svo mikla pressu á þennan þriðja,“ sagði Fowler. Miðað við þetta og hegðunina hjá Salah þá lítur út fyrir að Egyptinn sé þessi eini. Á sama tíma bíða stuðningsmenn Liverpool eftir fréttum af samningamálum leikmannanna þriggja. Það gengur vel inn á vellinum en það væri sárt fyrir marga að sjá á eftir þessum öflugu leikmenn yfirgefa félagið frítt. Robbie Fowler er goðsögn hjá félaginu og einn mesti markaskorari sögunnar. Hann var uppalinn hjá Liverpool og er næstmarkahæsti leikmaðurinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 128 mörk. View this post on Instagram A post shared by Amazon Prime Video Sport (@primevideosport) Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Allir þessir þrír lykilmenn eru að renna út á samningi í sumar og hafa nú leyfi til að byrja að ræða við önnur félög. Van Dijk hefur verið jákvæður með nýjan samning fyrir sig, Salah heldur því fram að hann sé á síðasta tímabilinu hjá Liverpool og Alexander-Arnold er stanslaust orðaður við Real Madrid. Fowler er hins vegar með eigin kenningu um þessa samningslausu leikmenn hjá Liverpool. „Ég er reyndar með smá kenningu og ég veit ekki hvort þetta sé svo fjarri sannleikanum,“ sagði Robbie Fowler í myndbandi á miðlum Prime Video Sport. „Ég held að tveir af þeim hafi þegar skrifað undir sinn samning en kannski hefur einn ekki gert það ennþá. Kannski getur félagið ekki komið fram og sagt frá þessum samningum þeirra vegna þess að þá lítur þessi eini svo illa út,“ sagði Fowler. „Það er möguleiki á því að málin hafi þróast þannig. Er eitthvað vit í þessari kenningu minni,“ spurði Fowler og bætti svo við: „Ef tveir koma fram og segja að þeir hafi skrifað undir samning þá setur það svo mikla pressu á þennan þriðja,“ sagði Fowler. Miðað við þetta og hegðunina hjá Salah þá lítur út fyrir að Egyptinn sé þessi eini. Á sama tíma bíða stuðningsmenn Liverpool eftir fréttum af samningamálum leikmannanna þriggja. Það gengur vel inn á vellinum en það væri sárt fyrir marga að sjá á eftir þessum öflugu leikmenn yfirgefa félagið frítt. Robbie Fowler er goðsögn hjá félaginu og einn mesti markaskorari sögunnar. Hann var uppalinn hjá Liverpool og er næstmarkahæsti leikmaðurinn hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi með 128 mörk. View this post on Instagram A post shared by Amazon Prime Video Sport (@primevideosport)
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira