Innlent

Raf­ræn skil­ríki í far­síma virka ekki eins og vera ber

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rafræn skilríki í farsíma virðast ekki virka eins og er.
Rafræn skilríki í farsíma virðast ekki virka eins og er.

Rafræn skilríki í farsíma virðast ekki virka eins og er en þegar innskráning er reynd á island.is, til dæmis fyrir Heilsuveru, fá notendur skilaboð um að þjónustan liggi niðri.

Á vef Auðkennis segir að vegna truflana á netþjónustu kunni að verða tafir á þjónustu Auðkennis. Verið sé að vinna að lagfæringum.

Þá hefur tilkynning borist frá Reiknistofu bankanna um að rekstrartruflanir séu í gangi þar og allt bendi til þess að þær „tengist rekstri innan RB“. Virkni netbanka er sögð takmörkuð og einnig virkni rafrænna skilríkja. 

Greiðslukort virki hins vegar í verslunum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×