Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 20:01 Rýmingar eru í gildi á Seyðisfirði og fleiri stöðum á Austfjörðum. Þá hefur Fjarðarheiði verið lokað. Lögreglan á Austurlandi Ljósmóðir á eftirlaunum sem búsett er á Seyðisfirði og var kölluð út í dag þegar barn fæddist í bænum segir íbúa búa við óbilandi óöryggi í tengslum við heilbrigðisþjónustu og samgöngur. Seyðfirðingar hafi þurft að þola ýmsar skerðingar í heilbrigðisþjónustu í gegn um tíðina. „Það er engin ljósmóðir starfandi á staðnum og engin fæðingaraðstaða. Eina fæðingaraðstaðan á Austurlandi er í Neskaupstað,“ segir Lukka S. Gissurardóttir ljósmóðir sem lauk störfum í fyrra eftir 47 ára starfsferil. Austurfrétt greindi frá því í dag að barn hefði fæðst á Seyðisfirði í morgun. Lokun á Fjarðarheiði veldur því að bæjarbúar geta ekki sótt aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem heilsugæslan býður upp á. Sjá einnig: Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og sonur Lukku, segir frá því í beinskeyttri Facebook færslu að móðir hans hefði svarað kallinu þegar barnshafandi kona var komin að fæðingu í morgun og nærtækasta úrræðið hafi verið að hringja í hana. Hann segir óboðlegt að samgöngur og innviðir í fjórðungnum skapi óöryggi trekk í trekk í veitingu heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki alltaf hægt að hringja í ljósmóður sem er hætt störfum vegna aldurs og ekki tekið á móti barni í áratugi,“ segir Eyjólfur og þakkar móður sinni fyrir að svara kallinu. Faglega og samfélagslega skyldan kallar Lukka tekur í sama streng í samtali við fréttastofu. „Það sem vaknaði með mér í morgun eru þessar óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem maður býr við og er ekki hlustað á og hefur aldrei verið,“ segir Lukka. Hún nefnir óvissu í tengslum við samgöngur, skerðingu á heilbrigðisþjónustu og vanmat á öryggisaðstæðum. Sem fyrr segir var hún kölluð út til að aðstoða við fæðingu á Seyðisfirði, sem samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar var það fyrsta til að fæðast á staðnum í þrjátíu ár. „Skyldan kallar, bæði faglega skyldan og líka samfélagslega skyldan. Það er bara þannig,“ segir Lukka. Hún segir þjónustu hafa minnkað óheyrilega á mörgum sviðum á Seyðisfirði. „Þannig að við þurfum milljón sinnum meira á því að halda að það sé hægt að komast yfir Fjarðarheiði.“ Hún segir það mikla heppni að heiðin hafi verið fær fyrir fjórum árum þegar rýma þurfti bæinn allan vegna aurskriða. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því við hvað fólk býr á svona stað eins og hér undir svona kringumstæðum,“ segir Lukka. Hún segir það algjört forgangsmál að bæta öryggisaðstæður í tengslum við Fjarðarheiði. „Það þarf að leggja áherslu á að byrja á þessum fjarðarheiðargöngum, þótt fyrr hefði verið. Það er mitt aðalmottó í dag.“ Heilbrigðismál Samgöngur Múlaþing Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
„Það er engin ljósmóðir starfandi á staðnum og engin fæðingaraðstaða. Eina fæðingaraðstaðan á Austurlandi er í Neskaupstað,“ segir Lukka S. Gissurardóttir ljósmóðir sem lauk störfum í fyrra eftir 47 ára starfsferil. Austurfrétt greindi frá því í dag að barn hefði fæðst á Seyðisfirði í morgun. Lokun á Fjarðarheiði veldur því að bæjarbúar geta ekki sótt aðra heilbrigðisþjónustu en þá sem heilsugæslan býður upp á. Sjá einnig: Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og sonur Lukku, segir frá því í beinskeyttri Facebook færslu að móðir hans hefði svarað kallinu þegar barnshafandi kona var komin að fæðingu í morgun og nærtækasta úrræðið hafi verið að hringja í hana. Hann segir óboðlegt að samgöngur og innviðir í fjórðungnum skapi óöryggi trekk í trekk í veitingu heilbrigðisþjónustu. „Það er ekki alltaf hægt að hringja í ljósmóður sem er hætt störfum vegna aldurs og ekki tekið á móti barni í áratugi,“ segir Eyjólfur og þakkar móður sinni fyrir að svara kallinu. Faglega og samfélagslega skyldan kallar Lukka tekur í sama streng í samtali við fréttastofu. „Það sem vaknaði með mér í morgun eru þessar óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem maður býr við og er ekki hlustað á og hefur aldrei verið,“ segir Lukka. Hún nefnir óvissu í tengslum við samgöngur, skerðingu á heilbrigðisþjónustu og vanmat á öryggisaðstæðum. Sem fyrr segir var hún kölluð út til að aðstoða við fæðingu á Seyðisfirði, sem samkvæmt umfjöllun Heimildarinnar var það fyrsta til að fæðast á staðnum í þrjátíu ár. „Skyldan kallar, bæði faglega skyldan og líka samfélagslega skyldan. Það er bara þannig,“ segir Lukka. Hún segir þjónustu hafa minnkað óheyrilega á mörgum sviðum á Seyðisfirði. „Þannig að við þurfum milljón sinnum meira á því að halda að það sé hægt að komast yfir Fjarðarheiði.“ Hún segir það mikla heppni að heiðin hafi verið fær fyrir fjórum árum þegar rýma þurfti bæinn allan vegna aurskriða. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því við hvað fólk býr á svona stað eins og hér undir svona kringumstæðum,“ segir Lukka. Hún segir það algjört forgangsmál að bæta öryggisaðstæður í tengslum við Fjarðarheiði. „Það þarf að leggja áherslu á að byrja á þessum fjarðarheiðargöngum, þótt fyrr hefði verið. Það er mitt aðalmottó í dag.“
Heilbrigðismál Samgöngur Múlaþing Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira