„Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2025 21:34 Snorri Steinn Guðjónsson var á tánum í kvöld, og greinilega búinn að undirbúa íslenska liðið frábærlega. VÍSIR/VILHELM „Ég er mjög glaður, engin spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari eftir sinn glæstasta sigur í því starfi, 23-18 gegn sterku liði Slóvena í Zagreb í kvöld. Ísland stakk af í upphafi leiks og hleypti Slóvenum aldrei nærri sér eftir það. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og sigurinn gefur afar góð fyrirheit fyrir framhaldið í milliriðli þar sem keppni hefst á miðvikudaginn. „Auðvitað getum við alltaf týnt eitthvað til, dauðafæri og við skoruðum ekki mikið af mörkum. En leikurinn var bara þess eðlis. Gríðarleg ákefð og mikil barátta, eins og mátti reikna með. Mér fannst ég sjá strax í hvaða gír strákarnir voru. Risahrós á þá,“ sagði Snorri við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir leik, og bætti við: „Það var mikið að fara yfir. Margt í gangi og frábært sóknarlið sem við lögðum mikla áherslu á að kortleggja. Ég lagði heimavinnu fyrir strákana og fékk mjög gott svar. Svo var Viktor náttúrulega ótrúlegur í markinu.“ Viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Slóvenum En hvaðan kom þessi varnarleikur eiginlega? „Þetta er að gerjast einhvern veginn. Frá því að við hittumst þá hef ég kallað eftir þessum látum og einbeitingu. Að það sé eitthvað að frétta í rauninni. Ég fékk það og rúmlega það í þessum leik. Þetta er okkar leikur, og við erum ekkert frábærir ef við erum ekki svona. Auðvitað er kúnst að kalla það fram en við gerðum það,“ sagði Snorri. „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk“ Hann fékk það sem hann vildi frá mönnum í varnarleiknum í kvöld: „Engin spurning. Þegar þú spilar vörn þá áttu ekki að vera skemmtilegur. Það hentar illa. Það er ekki nóg að 1-2 séu klárir. Þetta gildir frá hornamanni til hornamanns. En þetta var bara riðillinn. Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar, þú kannski gerir það. Við þurfum að ná okkur niður og einbeita okkur að framhaldinu. Þó við séum í góðri stöðu þá getur hún verið fljót að fara,“ sagði Snorri sem var ekkert allt of sammála því að í kvöld hefði Ísland spilað nákvæmlega eins og hann vill sjá: „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk hjá okkur. En þessi leikur þróaðist svona. Það voru alveg tækifæri til að skora meira. Hann ver fullt af dauðafærum. Ef við ætlum að vera frekir þá þurfum við að gera þetta betur.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Ísland stakk af í upphafi leiks og hleypti Slóvenum aldrei nærri sér eftir það. Vörn og markvarsla var í hæsta gæðaflokki og sigurinn gefur afar góð fyrirheit fyrir framhaldið í milliriðli þar sem keppni hefst á miðvikudaginn. „Auðvitað getum við alltaf týnt eitthvað til, dauðafæri og við skoruðum ekki mikið af mörkum. En leikurinn var bara þess eðlis. Gríðarleg ákefð og mikil barátta, eins og mátti reikna með. Mér fannst ég sjá strax í hvaða gír strákarnir voru. Risahrós á þá,“ sagði Snorri við Henry Birgi Gunnarsson strax eftir leik, og bætti við: „Það var mikið að fara yfir. Margt í gangi og frábært sóknarlið sem við lögðum mikla áherslu á að kortleggja. Ég lagði heimavinnu fyrir strákana og fékk mjög gott svar. Svo var Viktor náttúrulega ótrúlegur í markinu.“ Viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Klippa: Snorri Steinn eftir sigurinn á Slóvenum En hvaðan kom þessi varnarleikur eiginlega? „Þetta er að gerjast einhvern veginn. Frá því að við hittumst þá hef ég kallað eftir þessum látum og einbeitingu. Að það sé eitthvað að frétta í rauninni. Ég fékk það og rúmlega það í þessum leik. Þetta er okkar leikur, og við erum ekkert frábærir ef við erum ekki svona. Auðvitað er kúnst að kalla það fram en við gerðum það,“ sagði Snorri. „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk“ Hann fékk það sem hann vildi frá mönnum í varnarleiknum í kvöld: „Engin spurning. Þegar þú spilar vörn þá áttu ekki að vera skemmtilegur. Það hentar illa. Það er ekki nóg að 1-2 séu klárir. Þetta gildir frá hornamanni til hornamanns. En þetta var bara riðillinn. Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar, þú kannski gerir það. Við þurfum að ná okkur niður og einbeita okkur að framhaldinu. Þó við séum í góðri stöðu þá getur hún verið fljót að fara,“ sagði Snorri sem var ekkert allt of sammála því að í kvöld hefði Ísland spilað nákvæmlega eins og hann vill sjá: „Ég er markamaður og hefði viljað sjá fleiri mörk hjá okkur. En þessi leikur þróaðist svona. Það voru alveg tækifæri til að skora meira. Hann ver fullt af dauðafærum. Ef við ætlum að vera frekir þá þurfum við að gera þetta betur.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir „Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28 „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
„Í fyrsta lagi erum við góðir í vörn og í öðru lagi vorum við vel undirbúnir“ „Ég er ógeðslega leiður,“ sagði stríðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason skælbrosandi þegar hann mætti í viðtal eftir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðil. 20. janúar 2025 21:28
„Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ „Ég er rosa glaður með mikilvæg tvö stig inn í milliriðil. Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða,“ sagði Janus Daði Smárason eftir leikinn frábæra gegn Slóvenum á HM í kvöld. 20. janúar 2025 21:21