Enski boltinn

Petit baðst af­sökunar á að „drepa“ Pat Rice

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Petit og Pat Rice upplifðu góða tíma saman hjá Arsenal og fögnuðu titlum saman.
Emmanuel Petit og Pat Rice upplifðu góða tíma saman hjá Arsenal og fögnuðu titlum saman. Getty/Stuart MacFarlane

Frakkinn Emmanuel Petit gerði stór mistök í beinni sjónvarpsútsendingu í gærkvöldi þegar hann hélt því ranglega fram að önnur Arsenal goðsögn væri dáin.

Petit hélt nefnilega að hinn 75 ára gamli Pat Rice væri ekki lengur á lífi. Petit var mættur í Monday Night Football þáttinn á Sky Sports.

Petit var að rifja upp sína bestu tíma frá því að hann spilaði með Arsenal á gamla Highbury. Hann minntist síðan á Pat Rice.

„Hvíldu í friði, Pat,“ sagði Petit um fyrrum þjálfara sinn hjá Arsenal. David Jones, umsjónarmaður þáttarins, var hins vegar fljótur að leiðrétta Petit. VG segir frá.

„Ég hef góðar fréttir. Pat Rice sendir sínar bestur kveðjur. Hann er ekki farinn frá okkur. Hann er lífi og við góða heilsu,“ sagði Jones.

Petit svaraði mjög vandræðalegur en honum var mikið niðri fyrir:

„Fyrirgefðu mér Pat. Mér þykir þetta svo leiðinlegt Pat. Ég gerði stór mistök. Afsakið,“ sagði Petit mjög leiður en Jamie Carragher brást við með því skellhlæja af öllu saman.

Emmanuel Petit spilaði með Arsenal frá 1997 til 2000. Hann vann tvennuna á sínu fyrsta tímabili. Pat Rice var aðstoðarmaður Arsène Wenger á þessum tíma.

Petit var lykilmaður hjá Arsenal á þessum árum og kosinn leikmaður ársins hjá félaginu á sínu öðru tímabili. Á sama tíma varð hann bæði heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×