Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2025 12:03 Birkir er einn dáðasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar en hann varði lengst af mark Fram og íslenska landsliðsins. vísir/gva Íslenska ríkið var í dag sýknað af öllum kröfum Birkis Kristinssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns og viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis, í BK-44 málinu svokallaða fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, fer hins vegar ekki tómhentur frá Strassborg. Málið sneri að sakfellingu Birkis og Jóhannesar, auk tveggja annarra, í Hæstarétti árið 2015. Birkir hlaut fjögurra ára fangelsisdóm og Jóhannes þriggja ára. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Töldu málsmeðferðina ekki hafa verið réttláta Í reifun ritara dómstólsins segir að Jóhannes og Birkir hafi skotið málinu til dómstólsins vegna meintra brota á rétti þeirra til réttlátrar málmeðferðar í skilningi Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu. Þeir hafi helst byggt kröfur sínar á því að þrír af fimm dómurum Hæstaréttar sem kváðu upp dóm í málinu hafi átt og tapað hlutabréfaeign í Glitni. Þeirra á meðal var Markús Sigurbjörnsson, forseti réttarins á sínum tíma. Ítarlega hefur verið fjallað um hlutabréfaeign hans á árunum fyrir hrun og þá staðreynd að hann vék ekki sæti í svokölluðum Hrunmálum. Niðurstaða dómsins var sú að hlutabréfaeign dómaranna þriggja hafi ekki verið þess eðlis eða umfangs að hlutrænn skynsamlegur vafi væri uppi um hlutlægni þeirra við úrlausn máls Jóhannesar og Birkis. Því var ríkið sýknað af kröfum beggja hvað það varðar. Þurftu ekki að hlýða á vitnisburð Þá segir að Jóhannes hafi talið brotið gegn réttinum til réttlátrar málsmeðferðar með því að Hæstiréttur hafi ekki hlýtt á munnlegan vitnisburð í málinu. Hann hafi haldið því fram að taka hefði skýrslur af honum og vitnum að nýju, sér í lagi vegna þess að ný gögn hefðu komið fram í málinu. Niðurstaða dómsins var sú að í ljósi þess að Jóhannes hafi ekki óskað eftir því á sínum tíma að leiða vitni fyrir Hæstarétt hafi ekki verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar. Hefðu átt að taka mark á efasemdum um sannsögli regluvarðarins Í dóminum segir að Jóhannes hafi talið hafa verið brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar með því að hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur hafi tekið tillit til athugasemda hans um meintan skort á sannsögli regluvarðar Glitnis, sem hafi leitt til sakfellingar hans. Í niðurstöðum dómstólsins segir að í ljósi þess að Hæstiréttur hafi vísað til forsendna héraðsdóms og sömuleiðis sakfellt Jóhannes á grundvelli vitnisburðar regluvarðarins fyrir markaðsmisnotkun, hefði þurft að taka tillit til athugasemda Jóhannesar á báðum dómstigum. Með vísan til þeirrar niðurstöðu var íslenska ríkinu gert að greiða Jóhannesi 4.000 evrur í miskabætur og 8.000 evrur í málskostnað. Það gerir alls um 1,8 milljónir króna. Sakborningur, svo vitni og loks sakborningur aftur Þá segir að Birkir hafi talið hafa verið brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar þar sem hann hafi fyrst haft réttarstöðu sakbornings, svo vitnis og loks sakbornings aftur á meðan málið var rannsakað. Dómurinn taldi að ekki hafi verið brotið gegn rétti Birkis þar sem Hæstiréttur hafi ákveðið að taka ekki tillit til vitnisburðar hans á meðan hann hafði réttarstöðu vitnis í málinu. Um þetta atriði skilaði einn dómari við réttinn sératkvæði. Það gerði einn dómara Hæstaréttar einnig á sínum tíma og taldi að vísa hefði átt ákæru á hendur Birki frá dómi. Dómurinn vísaði frá málsástæðu Birkis um að hann hefði verið ákærður tvisvar í sama máli, sem er bannað. Loks taldi dómurinn málmeðferð hvað Birki varðaði ekki hafa verið of langa og sýknaði ríkið því af kröfu hans þess efnis. Hrunið Mannréttindadómstóll Evrópu Frakkland Evrópusambandið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Málið sneri að sakfellingu Birkis og Jóhannesar, auk tveggja annarra, í Hæstarétti árið 2015. Birkir hlaut fjögurra ára fangelsisdóm og Jóhannes þriggja ára. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis. Töldu málsmeðferðina ekki hafa verið réttláta Í reifun ritara dómstólsins segir að Jóhannes og Birkir hafi skotið málinu til dómstólsins vegna meintra brota á rétti þeirra til réttlátrar málmeðferðar í skilningi Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu. Þeir hafi helst byggt kröfur sínar á því að þrír af fimm dómurum Hæstaréttar sem kváðu upp dóm í málinu hafi átt og tapað hlutabréfaeign í Glitni. Þeirra á meðal var Markús Sigurbjörnsson, forseti réttarins á sínum tíma. Ítarlega hefur verið fjallað um hlutabréfaeign hans á árunum fyrir hrun og þá staðreynd að hann vék ekki sæti í svokölluðum Hrunmálum. Niðurstaða dómsins var sú að hlutabréfaeign dómaranna þriggja hafi ekki verið þess eðlis eða umfangs að hlutrænn skynsamlegur vafi væri uppi um hlutlægni þeirra við úrlausn máls Jóhannesar og Birkis. Því var ríkið sýknað af kröfum beggja hvað það varðar. Þurftu ekki að hlýða á vitnisburð Þá segir að Jóhannes hafi talið brotið gegn réttinum til réttlátrar málsmeðferðar með því að Hæstiréttur hafi ekki hlýtt á munnlegan vitnisburð í málinu. Hann hafi haldið því fram að taka hefði skýrslur af honum og vitnum að nýju, sér í lagi vegna þess að ný gögn hefðu komið fram í málinu. Niðurstaða dómsins var sú að í ljósi þess að Jóhannes hafi ekki óskað eftir því á sínum tíma að leiða vitni fyrir Hæstarétt hafi ekki verið brotið gegn rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar. Hefðu átt að taka mark á efasemdum um sannsögli regluvarðarins Í dóminum segir að Jóhannes hafi talið hafa verið brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar með því að hvorki héraðsdómur né Hæstiréttur hafi tekið tillit til athugasemda hans um meintan skort á sannsögli regluvarðar Glitnis, sem hafi leitt til sakfellingar hans. Í niðurstöðum dómstólsins segir að í ljósi þess að Hæstiréttur hafi vísað til forsendna héraðsdóms og sömuleiðis sakfellt Jóhannes á grundvelli vitnisburðar regluvarðarins fyrir markaðsmisnotkun, hefði þurft að taka tillit til athugasemda Jóhannesar á báðum dómstigum. Með vísan til þeirrar niðurstöðu var íslenska ríkinu gert að greiða Jóhannesi 4.000 evrur í miskabætur og 8.000 evrur í málskostnað. Það gerir alls um 1,8 milljónir króna. Sakborningur, svo vitni og loks sakborningur aftur Þá segir að Birkir hafi talið hafa verið brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar þar sem hann hafi fyrst haft réttarstöðu sakbornings, svo vitnis og loks sakbornings aftur á meðan málið var rannsakað. Dómurinn taldi að ekki hafi verið brotið gegn rétti Birkis þar sem Hæstiréttur hafi ákveðið að taka ekki tillit til vitnisburðar hans á meðan hann hafði réttarstöðu vitnis í málinu. Um þetta atriði skilaði einn dómari við réttinn sératkvæði. Það gerði einn dómara Hæstaréttar einnig á sínum tíma og taldi að vísa hefði átt ákæru á hendur Birki frá dómi. Dómurinn vísaði frá málsástæðu Birkis um að hann hefði verið ákærður tvisvar í sama máli, sem er bannað. Loks taldi dómurinn málmeðferð hvað Birki varðaði ekki hafa verið of langa og sýknaði ríkið því af kröfu hans þess efnis.
Hrunið Mannréttindadómstóll Evrópu Frakkland Evrópusambandið Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira