Viðskipti innlent

Skóari skellir í lás á Grettis­götunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Skóvinnustofan, Þráinn skóari, á Grettisgötu.
Skóvinnustofan, Þráinn skóari, á Grettisgötu. skjáskot/ja.is

Skóvinnustofunni í Reykjavík, sem áður gekk undir nafninu Þráinn skóari, verður lokað fyrir mánaðamót. Þar með hverfur síðasti starfandi skósmiðurinn í miðborg Reykjavíkur á braut.

Eiríkur Jónsson greindi fyrst frá tímamótunum á vef sínum en Daníel Már Magnússon, skósmiður hjá Skóvinnustofunni, staðfestir tíðindin við Vísi. Hann segir að skellt verði í lás á Grettisgötunni fyrir mánaðamót, nú sé hann á fullu að klára öll útistandandi verkefni og svo verði hafist handa við að pakka niður. 

Daníel hefur staðið vaktina síðan 2014 en Þráinn Jóhannsson skóari rak verkstæðið undir eigin nafni í áratugi. Daníel söðlar nú um; hann hefur störf hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri innan tíðar. Hann kveðst ekki vita hvenær, eða hvort, annarri starfsemi verði komið á fót í húsnæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×