Meintur stuldur á borð RÚV Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. janúar 2025 13:46 Bræðurnir í VÆB koma af fjöllum vegna málsins en ísraelskir netverjar eru þess fullvissir um að lag þeirra sé stolið. Líkindi framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni við ísraelskt popplag eru til skoðunar hjá stjórn Söngvakeppninnar. Þetta staðfestir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppninnar. Reglur keppninnar kveði á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Bræðurnir koma af fjöllum og segjast ekki leggja í vana sinn að hlusta á ísraelska popptónlist. Um er að ræða ísraelska lagið Hatunat Hashana með þeim Itay Levi og Eyal Golan sem kom út fyrir sjö árum síðan. DV greindi fyrst frá málinu en ísraelskir aðdáendur Eurovision á TikTok hafa farið mikinn á samfélagsmiðlinum við að vekja athygli á meintum líkindum laganna tveggja, þess ísraelska og framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni í ár, Róa. Þeir stíga að óbreyttu á svið í Söngvakeppninni í fyrri undanúrslitum þann 8. febrúar sem fram fara í Gufunesi hvers miðasala hófst í dag. Ísraelskir aðdáendur keppast við að lýsa yfir líkindum laganna tveggja við Tik Tok færslu Eurovision síðunnar Eurovision flare. Hlusta má á lögin í sitthvoru lagi neðar í fréttinni. @eurovisionflare 🇮🇸 VÆB “RÓA” for Iceland Eurovision 2025? #songvakeppnin #eurovision2025 #eurovision #esc #iceland #ísland #róa #væb #fyp #foryou #viral #trending #xyzbca ♬ original sound - EurovisionFlare Snúist um fjölda nótna og takta VÆB bræður eru að taka þátt í annað sinn í keppninni, tóku síðast þátt í fyrra svo athygli vakti með lagið Bíómynd. Strákarnir fóru í úrslit enda þótti lagið grípandi og atriðið eftirminnilegt. Lagið í ár samdi Ingi Þór Garðarsson, betur þekktur sem Ingi Bauer, með þeim Matthíasi Davíð og Hálfdáni Helga Matthíassonum, VÆB bræðrum. „Eins og með öll svona mál þá fylgjumst við vel með þessu og erum að skoða málið hjá okkur,“ segir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppnninnar í samtali við Vísi. Hann segir að hafa þurfi í huga að á hverju ári spretti slík mál upp eins og gorkúlur, þetta eigi sérstaklega við um Eurovision lög þar sem aðdáendur séu duglegir að leita að líkindum. Þannig hafi Hera lent í svipuðu máli í fyrra og sænski sigurvegari Eurovision árið 2015 Mans Zelmerlow sé enn sakaður um að hafa stolið sigurlaginu Heroes. „Um þetta eru til ákveðnar reglur sem lögfræðingar þekkja betur en ég, en það er ákveðin fjöldi nótna og takta sem þurfa að vera nákvæmlega eins til að lag teljist vera stolið. Við erum bara að skoða þetta hjá okkur og það kemur þá bara í ljós ef einhver telur á sér brotið í Ísrael þá hlýtur viðkomandi að fara með það réttar leiðir. Þangað til það gerist þá er þetta bara ein af þessum ásökunum sem upp koma í kringum keppnina og allar forkeppnir, þannig við erum sallaróleg.“ Ísraelska lagið má hlusta á hér fyrir neðan, lag VÆB bræðra er svo neðar í fréttinni. Leiti viðkomandi réttar síns, gæti farið svo að VÆB verði vísað úr keppni? „Í fyrsta lagi þá er þetta mál á milli höfunda. Þeir yrðu alltaf að hafa samband við VÆB og Inga Bauer. En það sem að okkur snýr eru reglur keppninnar og þær kveða á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Ef þetta verður að máli þyrftum við að skoða það með sérfræðingum hvort þetta sé svona.“ Sjálfur segist Rúnar hafa rætt málið við strákana, sem hafi sagt honum að þeir hafi aldrei á ævinni heyrt viðkomandi lag. „Og að þeir leggi það ekki í vana sinn að liggja yfir nokkurra ára gömlum ísraelskum poppslögurum, þannig að hér innanborðs trúir því ekki nokkur maður að þeir hafi stolið þessu lagi.“ Lag VÆB bræðra í Söngvakeppninni í ár er hér fyrir neðan. Málið vekur einhverja athygli í Ísrael en ísraelski miðillinn Israel Today gerir því meðal annars skil. Þar segir að ísraelska lagið sé gríðarlega vinsæll brúðkaupshittari í landinu. Þar segir að reglur Eurovision í málinu séu skýrar, ekki megi stela lögum og ljóst sé að RÚV verði að taka afstöðu í málinu. Áfram gakk, segja VÆB bræður VÆB bræður eru gáttaðir vegna málsins en segjast eins og alltaf vera léttir, ljúfir og kátir. „Við vöknuðum bara í morgun með einhver skilaboð frá gellu á DV um þetta mál, þetta hefur verið stórfurðulegur morgun, við höfum aldrei lent í svona fjölmiðlastormi en þetta er samt algjör stemning, það er gaman að prufa þetta svona einu sinni,“ segir Matthías í samtali við Vísi. Bróðir hans skýtur því inn í að þeir hafi alls ekki stolið laginu. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvaða lag þetta er, geturðu ímyndað þér okkur, tvítugu guttana að hlusta á ísraelska popptónlist?“ Hlæjandi segja þeir alla athygli líklega vera af hinu góða. Þeir eigi sér leynitrix í slíkum aðstæðum. „We move,“ segir Matthías. „Auðvitað er leiðinlegt að vera sakaður um eitthvað svona en er ekki allt publicity, gott publicity?“ Þeir segjast himinlifandi með að keppa í Söngvakeppninni annað árið í röð og segjast aldrei hafa lagt eins mikið á sig og fyrir sviðsetninguna á atriðinu þeirra þann 8. febrúar. „Við höfum aldrei á ævinni eytt svona miklum tíma í dansæfingar, við erum eiginlega bara orðnir dansarar! Þetta er fyrirsögnin þín, þarna er hún komin. Nei nei að öllu gamni slepptu erum við ekkert eðlilega peppaðir, við erum líka farnir að selja gleraugu á Væb.is! Endilega láttu það fylgja með,“ segja strákarnir skellihlæjandi áður en símtalinu er slitið. Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira
Um er að ræða ísraelska lagið Hatunat Hashana með þeim Itay Levi og Eyal Golan sem kom út fyrir sjö árum síðan. DV greindi fyrst frá málinu en ísraelskir aðdáendur Eurovision á TikTok hafa farið mikinn á samfélagsmiðlinum við að vekja athygli á meintum líkindum laganna tveggja, þess ísraelska og framlags VÆB bræðra í Söngvakeppninni í ár, Róa. Þeir stíga að óbreyttu á svið í Söngvakeppninni í fyrri undanúrslitum þann 8. febrúar sem fram fara í Gufunesi hvers miðasala hófst í dag. Ísraelskir aðdáendur keppast við að lýsa yfir líkindum laganna tveggja við Tik Tok færslu Eurovision síðunnar Eurovision flare. Hlusta má á lögin í sitthvoru lagi neðar í fréttinni. @eurovisionflare 🇮🇸 VÆB “RÓA” for Iceland Eurovision 2025? #songvakeppnin #eurovision2025 #eurovision #esc #iceland #ísland #róa #væb #fyp #foryou #viral #trending #xyzbca ♬ original sound - EurovisionFlare Snúist um fjölda nótna og takta VÆB bræður eru að taka þátt í annað sinn í keppninni, tóku síðast þátt í fyrra svo athygli vakti með lagið Bíómynd. Strákarnir fóru í úrslit enda þótti lagið grípandi og atriðið eftirminnilegt. Lagið í ár samdi Ingi Þór Garðarsson, betur þekktur sem Ingi Bauer, með þeim Matthíasi Davíð og Hálfdáni Helga Matthíassonum, VÆB bræðrum. „Eins og með öll svona mál þá fylgjumst við vel með þessu og erum að skoða málið hjá okkur,“ segir Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri keppnninnar í samtali við Vísi. Hann segir að hafa þurfi í huga að á hverju ári spretti slík mál upp eins og gorkúlur, þetta eigi sérstaklega við um Eurovision lög þar sem aðdáendur séu duglegir að leita að líkindum. Þannig hafi Hera lent í svipuðu máli í fyrra og sænski sigurvegari Eurovision árið 2015 Mans Zelmerlow sé enn sakaður um að hafa stolið sigurlaginu Heroes. „Um þetta eru til ákveðnar reglur sem lögfræðingar þekkja betur en ég, en það er ákveðin fjöldi nótna og takta sem þurfa að vera nákvæmlega eins til að lag teljist vera stolið. Við erum bara að skoða þetta hjá okkur og það kemur þá bara í ljós ef einhver telur á sér brotið í Ísrael þá hlýtur viðkomandi að fara með það réttar leiðir. Þangað til það gerist þá er þetta bara ein af þessum ásökunum sem upp koma í kringum keppnina og allar forkeppnir, þannig við erum sallaróleg.“ Ísraelska lagið má hlusta á hér fyrir neðan, lag VÆB bræðra er svo neðar í fréttinni. Leiti viðkomandi réttar síns, gæti farið svo að VÆB verði vísað úr keppni? „Í fyrsta lagi þá er þetta mál á milli höfunda. Þeir yrðu alltaf að hafa samband við VÆB og Inga Bauer. En það sem að okkur snýr eru reglur keppninnar og þær kveða á um að lög megi ekki hafa verið flutt áður. Ef þetta verður að máli þyrftum við að skoða það með sérfræðingum hvort þetta sé svona.“ Sjálfur segist Rúnar hafa rætt málið við strákana, sem hafi sagt honum að þeir hafi aldrei á ævinni heyrt viðkomandi lag. „Og að þeir leggi það ekki í vana sinn að liggja yfir nokkurra ára gömlum ísraelskum poppslögurum, þannig að hér innanborðs trúir því ekki nokkur maður að þeir hafi stolið þessu lagi.“ Lag VÆB bræðra í Söngvakeppninni í ár er hér fyrir neðan. Málið vekur einhverja athygli í Ísrael en ísraelski miðillinn Israel Today gerir því meðal annars skil. Þar segir að ísraelska lagið sé gríðarlega vinsæll brúðkaupshittari í landinu. Þar segir að reglur Eurovision í málinu séu skýrar, ekki megi stela lögum og ljóst sé að RÚV verði að taka afstöðu í málinu. Áfram gakk, segja VÆB bræður VÆB bræður eru gáttaðir vegna málsins en segjast eins og alltaf vera léttir, ljúfir og kátir. „Við vöknuðum bara í morgun með einhver skilaboð frá gellu á DV um þetta mál, þetta hefur verið stórfurðulegur morgun, við höfum aldrei lent í svona fjölmiðlastormi en þetta er samt algjör stemning, það er gaman að prufa þetta svona einu sinni,“ segir Matthías í samtali við Vísi. Bróðir hans skýtur því inn í að þeir hafi alls ekki stolið laginu. „Við höfðum ekki hugmynd um það hvaða lag þetta er, geturðu ímyndað þér okkur, tvítugu guttana að hlusta á ísraelska popptónlist?“ Hlæjandi segja þeir alla athygli líklega vera af hinu góða. Þeir eigi sér leynitrix í slíkum aðstæðum. „We move,“ segir Matthías. „Auðvitað er leiðinlegt að vera sakaður um eitthvað svona en er ekki allt publicity, gott publicity?“ Þeir segjast himinlifandi með að keppa í Söngvakeppninni annað árið í röð og segjast aldrei hafa lagt eins mikið á sig og fyrir sviðsetninguna á atriðinu þeirra þann 8. febrúar. „Við höfum aldrei á ævinni eytt svona miklum tíma í dansæfingar, við erum eiginlega bara orðnir dansarar! Þetta er fyrirsögnin þín, þarna er hún komin. Nei nei að öllu gamni slepptu erum við ekkert eðlilega peppaðir, við erum líka farnir að selja gleraugu á Væb.is! Endilega láttu það fylgja með,“ segja strákarnir skellihlæjandi áður en símtalinu er slitið.
Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Eurovision 2025 Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Sjá meira