Handbolti

„Alltaf ó­þolandi að klikka“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Orri Freyr hefur gripið tækifæri sitt á HM tveimur höndum.
Orri Freyr hefur gripið tækifæri sitt á HM tveimur höndum. vísir/vilhelm

Orri Freyr Þorkelsson hefur slegið í gegn með íslenska landsliðinu á HM. Nýtt færin sín vel og er að slá eign sinni á vinstri hornamannsstöðunni.

„Þetta er búið að vera flott. Nýtt færin ágætlega og ég var sérstaklega ánægður með varnarleikinn hjá mér gegn Slóveníu. Ég er sáttur og spenntur fyrir framhaldinu,“ saðgi auðmjúkur Orri Freyr en var markmiðið að ná sæti í byrjunarliðinu á mótinu?

„Ég er með markmið að standa mig vel. Þannig horfi ég á þetta.“

Klippa: Orri Freyr nýtur lífsins á HM

Hornamaðurinn virkar ákaflega yfirvegaður og ekki að sjá stress á honum.

„Að sjálfsögðu er smá stress og sérstakt að spila fyrir Ísland. Það er fiðringur en ég er að spila oft gegn sterkustu liðum heims þannig að ég er orðinn þokkalega vanur svona umhverfi. Það er alltaf öðruvísi að spila fyrir Ísland og Íslendinga. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,“ segir Orri en er hvert klikk sérstaklega vont er hann spilar fyrir Ísland?

„Mér finnst alltaf óþolandi að klikka. Sama hvar ég spila.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×