Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 09:01 Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með Lille á Anfield í gærkvöldi en hér reynir Liverpool maðurinn Alexis Mac Allister að stoppa hann. Getty/Richard Sellers Það var nóg af mörgum í leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta og nú má sjá þessi mörk hér inn á Vísi. Liverpool og Barcelona urðu í gærkvöldi fyrstu liðin til að tryggja sig formlega inn í sextán liða úrslitin. Það þýðir að þau eru í hópi þeirra átta sem sitja hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið vann 2-1 sigur á Hákoni Haraldssyni og félögum í Lille á Anfield í gær. Lille jafnaði leikinn eftir að fylgt var eftir skoti frá íslenska landsliðsmanninum. Mohamed Salah og Harvey Elliott skoruðu mörk Liverpool en þetta var fimmtugasta Evrópumark Salah fyrir Liverpool. Jonathan David skoraði mark Lille þegar hann fylgdi eftir skoti Hákons í varnarmann. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Lille Barcelona hefur unnið sex af sjö leikjum en liðið vann dramatískan 5-4 sigur á Benfica í miklum markaleik í Lissabon í gærkvöldi. Raphinha skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótartíma en hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi. Hin mörk Barcelona skoruðu Robert Lewandowski úr tveimur vítaspyrnum og Eric Garcia. Vangelis Pavlidis skoraði þrennu fyrir Benfica í fyrri hálfleiknum en fjórða markið var sjálfsmark. Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Barcelona Julián Álvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í 2-1 endurkomusigri á Bayer Leverkusen. Atalanta vann 5-0 stórsigur á Sturm Graz, Bologna vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og Aston Villa tapaði 1-0 á útivelli á móti Mónakó. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Klippa: Mörkin úr leik Atletico og Leverkusen Klippa: Mörkin úr leik Atalanta og Sturm Graz Klippa: Markið úr leik Mónakó og Aston Villa Klippa: Mörkin úr leik Bologna og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og PSV Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira
Liverpool og Barcelona urðu í gærkvöldi fyrstu liðin til að tryggja sig formlega inn í sextán liða úrslitin. Það þýðir að þau eru í hópi þeirra átta sem sitja hjá í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar. Liverpool hefur unnið alla sjö leiki sína í Meistaradeildinni á tímabilinu en liðið vann 2-1 sigur á Hákoni Haraldssyni og félögum í Lille á Anfield í gær. Lille jafnaði leikinn eftir að fylgt var eftir skoti frá íslenska landsliðsmanninum. Mohamed Salah og Harvey Elliott skoruðu mörk Liverpool en þetta var fimmtugasta Evrópumark Salah fyrir Liverpool. Jonathan David skoraði mark Lille þegar hann fylgdi eftir skoti Hákons í varnarmann. Klippa: Mörkin úr leik Liverpool og Lille Barcelona hefur unnið sex af sjö leikjum en liðið vann dramatískan 5-4 sigur á Benfica í miklum markaleik í Lissabon í gærkvöldi. Raphinha skoraði sigurmarkið á sjöttu mínútu í uppbótartíma en hann skoraði tvö mörk í gærkvöldi. Hin mörk Barcelona skoruðu Robert Lewandowski úr tveimur vítaspyrnum og Eric Garcia. Vangelis Pavlidis skoraði þrennu fyrir Benfica í fyrri hálfleiknum en fjórða markið var sjálfsmark. Klippa: Mörkin úr leik Benfica og Barcelona Julián Álvarez skoraði bæði mörk Atletico Madrid í 2-1 endurkomusigri á Bayer Leverkusen. Atalanta vann 5-0 stórsigur á Sturm Graz, Bologna vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og Aston Villa tapaði 1-0 á útivelli á móti Mónakó. Hér fyrir ofan og neðan má sjá mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. Klippa: Mörkin úr leik Atletico og Leverkusen Klippa: Mörkin úr leik Atalanta og Sturm Graz Klippa: Markið úr leik Mónakó og Aston Villa Klippa: Mörkin úr leik Bologna og Dortmund Klippa: Mörkin úr leik Rauðu Stjörnunnar og PSV
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjá meira