Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2025 16:46 Cole Palmer hefur slegið í gegn síðan að hann var keyptur til Chelsea frá Manchester City. Getty/Julian Finney Tengsl eins besta leikmanns ensku úrvalsdeildarinnar til eyríkis í Karíbahafi hefur vakið forvitni margra. Cole Palmer hefur verið frábær síðan að Chelsea keypti hann frá Manchester City. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Frammistaðan hans hefur vakið mikla athygli og honum miklar vinsældir meðal ungra fótboltaáhugamanna. Hver þekkir ekki kuldafagnið hans þegar hann lætur eins og honum sé svo kalt enda alveg ískaldur í og kringum vítateig mótherjanna. Það vita líka flestir að Palmer er enskur landsliðsmaður og væntanlega framtíðarstjarna enska landsliðsins. Færri þekkja aftur á móti sterk tengsla hans við litla þjóð í Karabíska hafinu. Palmer er svo ánægður með tengsl sín þangað að hann spilar í skóm sem á eru fáni Sankti Kitts og Nevis. Fáni eyríkisins er við hlið enska fánans. Ástæðan er að hann er þarna að heiðra fjölskyldu sína. Afi hans, Sterry, fæddist á Sankti Kitts og Nevis en hann flutti síðan til Manchester árið 1960. Breska ríkisútvarpið sendi útsendara sinn til eyjanna Sankti Kitts og Nevis sem er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Þeir komust að því að Chelsea er vinsælasta fótboltafélagið á eyjunni en þar búa tæplega 48 þúsund manns. Það er meira pláss á sjö leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Krakkarnir á Sankti Kitts og Nevis eru vissir um það að Palmer sé besti fótboltamaður heims og jafnvel betri en sjálfur Messi. Hvað varðar landslið Sankti Kitts og Nevis þá er það í 144. sæti á FIFA-listanum. Einn frægasti leikmaður liðsins er Lois Maynard sem er frændi Marcus Rashford. Forsætisráðherrann á eyjunum er líka gríðarlega stoltur af Palmer og afrekum hans. „Þegar Cole Palmer stígur inn á völlinn þá er ég viss um að hann heyrir rödd afa sína í huganum: ‚Mínar rætur, þínar rætur',“ sagði Dr. Terrence Drew, forsætisráðherra Sankti Kitts og Nevis. „Rætur hans eru á lítill eyju í Karíbahafi. Fjölskylda hans fluttist til Bretlands og hann hefur náð að koma sér upp metorðastigann í enska fótboltanum. Það er mikill innblástur fyrir alla hér. Þetta er áhrifamikil saga,“ sagði Drew. Á þessu tímabili er Palmer með fjórtán mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en á fyrsta tímabili hans með Chelsea var hann með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Sankti Kitts og Nevis Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Cole Palmer hefur verið frábær síðan að Chelsea keypti hann frá Manchester City. Hann er algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Frammistaðan hans hefur vakið mikla athygli og honum miklar vinsældir meðal ungra fótboltaáhugamanna. Hver þekkir ekki kuldafagnið hans þegar hann lætur eins og honum sé svo kalt enda alveg ískaldur í og kringum vítateig mótherjanna. Það vita líka flestir að Palmer er enskur landsliðsmaður og væntanlega framtíðarstjarna enska landsliðsins. Færri þekkja aftur á móti sterk tengsla hans við litla þjóð í Karabíska hafinu. Palmer er svo ánægður með tengsl sín þangað að hann spilar í skóm sem á eru fáni Sankti Kitts og Nevis. Fáni eyríkisins er við hlið enska fánans. Ástæðan er að hann er þarna að heiðra fjölskyldu sína. Afi hans, Sterry, fæddist á Sankti Kitts og Nevis en hann flutti síðan til Manchester árið 1960. Breska ríkisútvarpið sendi útsendara sinn til eyjanna Sankti Kitts og Nevis sem er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Þeir komust að því að Chelsea er vinsælasta fótboltafélagið á eyjunni en þar búa tæplega 48 þúsund manns. Það er meira pláss á sjö leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni. Krakkarnir á Sankti Kitts og Nevis eru vissir um það að Palmer sé besti fótboltamaður heims og jafnvel betri en sjálfur Messi. Hvað varðar landslið Sankti Kitts og Nevis þá er það í 144. sæti á FIFA-listanum. Einn frægasti leikmaður liðsins er Lois Maynard sem er frændi Marcus Rashford. Forsætisráðherrann á eyjunum er líka gríðarlega stoltur af Palmer og afrekum hans. „Þegar Cole Palmer stígur inn á völlinn þá er ég viss um að hann heyrir rödd afa sína í huganum: ‚Mínar rætur, þínar rætur',“ sagði Dr. Terrence Drew, forsætisráðherra Sankti Kitts og Nevis. „Rætur hans eru á lítill eyju í Karíbahafi. Fjölskylda hans fluttist til Bretlands og hann hefur náð að koma sér upp metorðastigann í enska fótboltanum. Það er mikill innblástur fyrir alla hér. Þetta er áhrifamikil saga,“ sagði Drew. Á þessu tímabili er Palmer með fjórtán mörk og sex stoðsendingar í 22 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en á fyrsta tímabili hans með Chelsea var hann með 22 mörk og 11 stoðsendingar í 34 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Sankti Kitts og Nevis Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti Fleiri fréttir Fráfall Frans páfa boðar mjög gott fyrir Arsenal Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira