76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2025 07:55 Eldurinn kom upp um klukkan hálf þrjú að staðartíma, aðfararnótt gærdagsins. AP Tala látinna eftir brunann á skíðahótelinu í Tyrklandi aðfararnótt gærdagsins hefur hækkað og eru nú 76 taldir hafa látist og eru um fímmtíu slasaðir. Tyrklandsforseti hefur lýst yfir þjóðarsorg vegna málsins. Eldsvoðinn kom upp á veitingastað hins tólf hæða hotels Grand Kartal í skíðabænum Kartalkaya í norðvesturhluta Tyrklands skömmu fyrir hálf fjögur aðfararnótt þriðjudagsins. „Sársauki okkar er mikill,“ sagði innanríkisráðherrann Ali Yerikaya við fréttamenn á vettvangi. Ráðherrann segir að búið sé að bera kennsl á 52 hinna látnu og er unnið að því að bera kennsl fleiri. Gestir á hótelinu voru 238 talsins þegar eldurinn kom upp og var það nærri fullbókað, en 161 herbergi er á hótelinu. Vetrarfrí er nú í skólum í Tyrklandi og leggja þá margir leið sína í skíðaferðir. Tyrkneskir fjölmiðlar segja að margir gestanna hafi látist eftir að hafa stokkið út um glugga á brennandi húsinu á meðan aðrir hafi notast við lök og lín til að klifra niður. AP Á myndum mátti sjá mikinn eld og reyk leggja frá efstu hæðum hússins en eldurinn læstist í viðarklæðningu sem er talin hafa flýtt fyrir útbreiðslu eldsins. Dómsmálaráðherrann Yilmaz Tunc segir að sex saksóknurum hafi verið falið að rannsaka málið og upptök eldsins. Níu manns hafa þegar verið handteknir vegna málsins. Ráðherra ferðamála, Nuri Ersoy, segir að tveir brunaútgangar hafi verið á hótelinu sem hafi staðist brunavarnarúttekt á síðasta ári. Einhverjir gestir á hótelinu, sem komust lífs af, segja að þeir hafi ekki orðið varir við að brunabjöllur hafi ekki farið í gang eftir að eldurinn kom upp. AP Tyrkland Tengdar fréttir 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Eldsvoðinn kom upp á veitingastað hins tólf hæða hotels Grand Kartal í skíðabænum Kartalkaya í norðvesturhluta Tyrklands skömmu fyrir hálf fjögur aðfararnótt þriðjudagsins. „Sársauki okkar er mikill,“ sagði innanríkisráðherrann Ali Yerikaya við fréttamenn á vettvangi. Ráðherrann segir að búið sé að bera kennsl á 52 hinna látnu og er unnið að því að bera kennsl fleiri. Gestir á hótelinu voru 238 talsins þegar eldurinn kom upp og var það nærri fullbókað, en 161 herbergi er á hótelinu. Vetrarfrí er nú í skólum í Tyrklandi og leggja þá margir leið sína í skíðaferðir. Tyrkneskir fjölmiðlar segja að margir gestanna hafi látist eftir að hafa stokkið út um glugga á brennandi húsinu á meðan aðrir hafi notast við lök og lín til að klifra niður. AP Á myndum mátti sjá mikinn eld og reyk leggja frá efstu hæðum hússins en eldurinn læstist í viðarklæðningu sem er talin hafa flýtt fyrir útbreiðslu eldsins. Dómsmálaráðherrann Yilmaz Tunc segir að sex saksóknurum hafi verið falið að rannsaka málið og upptök eldsins. Níu manns hafa þegar verið handteknir vegna málsins. Ráðherra ferðamála, Nuri Ersoy, segir að tveir brunaútgangar hafi verið á hótelinu sem hafi staðist brunavarnarúttekt á síðasta ári. Einhverjir gestir á hótelinu, sem komust lífs af, segja að þeir hafi ekki orðið varir við að brunabjöllur hafi ekki farið í gang eftir að eldurinn kom upp. AP
Tyrkland Tengdar fréttir 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Að minnsta kosti 66 eru látnir og á sjötta tug slasaðir eftir að eldur kom upp á skíðahóteli í tyrkneska bænum Kartalkaya í norðvesturhluta landsins í nótt. 21. janúar 2025 07:41