Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar 22. janúar 2025 10:30 Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Carbfix er í einskonar slökkvistarfi en á öðrum stað í atburðakeðju loftslagsvárinnar. Störfin sem unnin eru í Carbfix miða að því hindra að eldarnir kvikni. Carbfix tekur við kolefnisstraumum frá vinnsluferlum svo þeir fari ekki út í andrúmsloftið og auki loftslagvána heldur bindur þá um aldur og æfi sem grjót í jörðu niðri. Rétt og okkur getur þótt starf slökkviliðsins í Los Angeles máttlítið gegn svo stórri ógn sem loftslagsváin er, getur sumum þótt fáfengilegt að lítið fyrirtæki uppi á Íslandi þykist geta gert eitthvað. Okkar trú er nú samt einlæg að það skipti allt máli; allt svo að komandi kynslóðir þurfi síður að berjast við hækkandi sjávarstöðu með hopandi strandlínum og flóðum í borgum og bæjum, óveðrum og óbærilegum þurrkum með tilheyrandi eldum og uppskerubresti – og þjóðflutningum. Bruni jarðefnaeldsneytis er sá þáttur sem á mestan þátt í loftslagsvánni. Framtíð án hans væri strax fín. Stálbræðsla er líka frek á losun, sementsvinnsla ekki síður og fjöldi annarra framleiðsluferla losa koldíoxíð þannig að framtíðinni stafar hætta af. Við notum eldsneyti, við notum stál og við notum sement. Sem betur fer stendur víða yfir þróun í átt til umhverfisvænni framleiðslu. Ekki alveg nógu víða en samt keppast mörg við að nota minna, nýta betur, endurvinna og nota aftur. Það skiptir allt máli, allt. Bruninn og iðnaðarferlarnir losa samt mest. Umfangsmikil orkuskipti og orkusparnaður geta dregið úr brunaþörfinni en það skiptir máli að geta tekið við kolefnisstraumum frá ferlum sem ekki hafa verið bættir ennþá. Það skiptir máli að draga strax úr losun út í loftið jafnvel þótt hollari framleiðsluhættir hafi ekki enn fundist. Það er í þessu millibilsástandi margrar starfsemi sem Carbfix getur komið að liði með vísindalega staðreyndri aðferð við að taka koldíoxíð varanlega úr umferð. Þannig sækir Carbfix nær rótum eldsins sem slökkviliðsmaðurinn í Los Angeles berst við. Það er eðlilegt að spurt sé hvar slökkvistarf Carbfix eigi að bera niður; hvar í heiminum, hvar í iðnaði. Stefna Carbfix um val á viðskiptavinum miðar einmitt að því að takast á við elda sem munar um að séu slökktir en að forðast brennuvarga. Það mun ekki duga eitt og sér. Það er gríðarmargt sem þarf að breytast til að við náum árangri í baráttunni við loftslagsvána. Stærð verkefnisins má samt aldrei vera afsökun fyrir því að gera ekki neitt því allt skiptir máli. Allt skiptir máli svo þeim fækki eldunum sem slökkvilið heimsins þurfa að glíma við næstu áratugi. Það væri best að engin þörf væri á slökkviliði, að minnsta kosti að það hafi sem allra minnst að gera. Það er bara ekki í boði meðan eldarnir loga. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Hugsum okkur slökkviliðsmann í Los Angeles. Hann berst við elda sem að öllum líkindum tengjast þeim loftslagsbreytingum sem mannkynið hefur verið að kynda undir síðustu aldirnar með sífellt aukinni losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið. Hann er í framlínu baráttunnar við tjón á fólki og eigum þess. Carbfix er í einskonar slökkvistarfi en á öðrum stað í atburðakeðju loftslagsvárinnar. Störfin sem unnin eru í Carbfix miða að því hindra að eldarnir kvikni. Carbfix tekur við kolefnisstraumum frá vinnsluferlum svo þeir fari ekki út í andrúmsloftið og auki loftslagvána heldur bindur þá um aldur og æfi sem grjót í jörðu niðri. Rétt og okkur getur þótt starf slökkviliðsins í Los Angeles máttlítið gegn svo stórri ógn sem loftslagsváin er, getur sumum þótt fáfengilegt að lítið fyrirtæki uppi á Íslandi þykist geta gert eitthvað. Okkar trú er nú samt einlæg að það skipti allt máli; allt svo að komandi kynslóðir þurfi síður að berjast við hækkandi sjávarstöðu með hopandi strandlínum og flóðum í borgum og bæjum, óveðrum og óbærilegum þurrkum með tilheyrandi eldum og uppskerubresti – og þjóðflutningum. Bruni jarðefnaeldsneytis er sá þáttur sem á mestan þátt í loftslagsvánni. Framtíð án hans væri strax fín. Stálbræðsla er líka frek á losun, sementsvinnsla ekki síður og fjöldi annarra framleiðsluferla losa koldíoxíð þannig að framtíðinni stafar hætta af. Við notum eldsneyti, við notum stál og við notum sement. Sem betur fer stendur víða yfir þróun í átt til umhverfisvænni framleiðslu. Ekki alveg nógu víða en samt keppast mörg við að nota minna, nýta betur, endurvinna og nota aftur. Það skiptir allt máli, allt. Bruninn og iðnaðarferlarnir losa samt mest. Umfangsmikil orkuskipti og orkusparnaður geta dregið úr brunaþörfinni en það skiptir máli að geta tekið við kolefnisstraumum frá ferlum sem ekki hafa verið bættir ennþá. Það skiptir máli að draga strax úr losun út í loftið jafnvel þótt hollari framleiðsluhættir hafi ekki enn fundist. Það er í þessu millibilsástandi margrar starfsemi sem Carbfix getur komið að liði með vísindalega staðreyndri aðferð við að taka koldíoxíð varanlega úr umferð. Þannig sækir Carbfix nær rótum eldsins sem slökkviliðsmaðurinn í Los Angeles berst við. Það er eðlilegt að spurt sé hvar slökkvistarf Carbfix eigi að bera niður; hvar í heiminum, hvar í iðnaði. Stefna Carbfix um val á viðskiptavinum miðar einmitt að því að takast á við elda sem munar um að séu slökktir en að forðast brennuvarga. Það mun ekki duga eitt og sér. Það er gríðarmargt sem þarf að breytast til að við náum árangri í baráttunni við loftslagsvána. Stærð verkefnisins má samt aldrei vera afsökun fyrir því að gera ekki neitt því allt skiptir máli. Allt skiptir máli svo þeim fækki eldunum sem slökkvilið heimsins þurfa að glíma við næstu áratugi. Það væri best að engin þörf væri á slökkviliði, að minnsta kosti að það hafi sem allra minnst að gera. Það er bara ekki í boði meðan eldarnir loga. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar