Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Margrét Helga Erlingsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. janúar 2025 12:03 Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Rögnu Kristínar Guðbrandsdóttur um enn fleiri aukaverkanir ADHD-lyfja hjá fullorðnum. Vísir/Bjarni Ný íslensk rannsókn sýnir að einn af hverjum 264 sem hófu lyfjameðferð við ADHD fór í fyrsta geðrofið eða maníu innan árs frá töku lyfjanna. Geðrof og manía eru sjaldgæfar en grafalvarlegar aukaverkanir ADHD lyfja. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Rögnu Kristínar Guðbrandsdóttur, læknis og doktorsnema. Hún kynnti rannsóknina á læknadögum sem nú fara fram. Hún segir að kveikjan að rannsókninni sé sú mikla aukning á ávísunum ADHD-lyfja til fullorðinna á síðustu árum. Hún skoðaði lyfjanotkunina í samhengi við innlagnir á geðdeildir vegna maníu eða geðrofa innan árs frá töku ADHD-lyfjanna. „Við sáum það í minni rannsókn - og aðrar rannsóknir hafa sýnt það einnig - að geðrof og maníur eru tiltölulega sjaldgæfar aukaverkanir þessara lyfja og almennt er talið að hættan sé svona 0,1-1% við notkun á lyfjunum. Við sáum það í okkar rannsókn að hættan á geðrofi og maníu í kjölfar þessara lyfja er 0,38% eða einn af hverjum 264 sem byrjar á lyfjunum fer í fyrsta geðrofið eða maníuna innan árs frá því þeir hófu meðferð. Fólk sem hefur enga fyrri sögu um geðrof eða maníu og byrjar síðan á lyfjunum og fer í geðrof eða maníu og þarf að leggjast inn á spítala þannig að þetta eru talsvert alvarleg veikindi innan árs frá því þeir hófu meðferð á lyfjunum,“ segir Ragna. Læknar verði að horfa til fjölskyldusögu skjólstæðinga Ragna bindur vonir við að rannsóknin opni augu fólks gagnvart þessari sjaldgæfu en alvarlegu aukaverkun og að læknar muni í auknum mæli líta til fjölskyldusögu skjólstæðings um geðrof áður en ákvörðun er tekin um ávísun. „Að okkar mati þá mætti gera betur í þessum efnum og fyrsta skrefið er að læknar og einstaklingar sem fara á þessi lyf séu meðvitaðir um þennan möguleika á að þessar aukaverkanir komi fram og þá þarf að vega og meta gagnsemi lyfjanna miðað við áhættuna sem hlýst af því að skrifa upp á þau og þá sérstaklega mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa fyrri sögu um geðrof eða maníu eða fjölskyldusögu eða eitthvað slíkt að það sé farið mjög varlega í ávísunum á þessum lyfjum til þeirra.“ Heilbrigðismál ADHD Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. 28. desember 2024 19:21 Rannsaka tengsl sköpunargáfu og ADHD Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki. 10. október 2024 15:43 Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í dag. 5. október 2024 22:21 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Rögnu Kristínar Guðbrandsdóttur, læknis og doktorsnema. Hún kynnti rannsóknina á læknadögum sem nú fara fram. Hún segir að kveikjan að rannsókninni sé sú mikla aukning á ávísunum ADHD-lyfja til fullorðinna á síðustu árum. Hún skoðaði lyfjanotkunina í samhengi við innlagnir á geðdeildir vegna maníu eða geðrofa innan árs frá töku ADHD-lyfjanna. „Við sáum það í minni rannsókn - og aðrar rannsóknir hafa sýnt það einnig - að geðrof og maníur eru tiltölulega sjaldgæfar aukaverkanir þessara lyfja og almennt er talið að hættan sé svona 0,1-1% við notkun á lyfjunum. Við sáum það í okkar rannsókn að hættan á geðrofi og maníu í kjölfar þessara lyfja er 0,38% eða einn af hverjum 264 sem byrjar á lyfjunum fer í fyrsta geðrofið eða maníuna innan árs frá því þeir hófu meðferð. Fólk sem hefur enga fyrri sögu um geðrof eða maníu og byrjar síðan á lyfjunum og fer í geðrof eða maníu og þarf að leggjast inn á spítala þannig að þetta eru talsvert alvarleg veikindi innan árs frá því þeir hófu meðferð á lyfjunum,“ segir Ragna. Læknar verði að horfa til fjölskyldusögu skjólstæðinga Ragna bindur vonir við að rannsóknin opni augu fólks gagnvart þessari sjaldgæfu en alvarlegu aukaverkun og að læknar muni í auknum mæli líta til fjölskyldusögu skjólstæðings um geðrof áður en ákvörðun er tekin um ávísun. „Að okkar mati þá mætti gera betur í þessum efnum og fyrsta skrefið er að læknar og einstaklingar sem fara á þessi lyf séu meðvitaðir um þennan möguleika á að þessar aukaverkanir komi fram og þá þarf að vega og meta gagnsemi lyfjanna miðað við áhættuna sem hlýst af því að skrifa upp á þau og þá sérstaklega mikilvægt að þeir einstaklingar sem hafa fyrri sögu um geðrof eða maníu eða fjölskyldusögu eða eitthvað slíkt að það sé farið mjög varlega í ávísunum á þessum lyfjum til þeirra.“
Heilbrigðismál ADHD Geðheilbrigði Lyf Tengdar fréttir „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. 28. desember 2024 19:21 Rannsaka tengsl sköpunargáfu og ADHD Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki. 10. október 2024 15:43 Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í dag. 5. október 2024 22:21 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
„Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. 28. desember 2024 19:21
Rannsaka tengsl sköpunargáfu og ADHD Íslensk erfðagreining rannsakar nú erfðir sköpunargáfu og tengsl sköpunargáfu við ofureinbeitingu og taugaþroskaraskanir svo sem ADHD. Allir eldri en 18 ára geta tekið þátt, óháð því hvort þeir telja sig skapandi eða ekki. 10. október 2024 15:43
Vilhjálmur Hjálmarsson kjörinn varaformaður ÖBÍ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, var kjörinn varaformaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í dag. 5. október 2024 22:21