Grænhöfðaeyjar fylgdu með úr riðli Íslands og var vitað að liðið myndi ekki ríða feitum hesti í milliriðli. Það var hins vegar erfitt að sjá fyrir sér álíka úrslit og í kvöld, lokatölur 44-24 Króatíu í vil. Dagur Sigurðsson er þjálfari Króatíu.
Mario Šoštarić var markahæstur hjá Króatíu með 9 mörk. Delcio Moreno de Pina skoraði einnig 9 mörk í liði Grænhöfðaeyja.
Króatía fór með sigrinum á topp milliriðils IV en Ísland getur náð toppsætinu með sigri á Egyptalandi síðar í kvöld.
Í milliriðli gerðu Portúgal og Svíþjóð jafntefli, lokatölur 37-37. Þjóðirnar sitja í efstu tveimur sætum riðilsins.
Efstu tvær þjóðirnar í hverjum milliriðli fara áfram í 8-liða úrslit.