Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. janúar 2025 22:32 Sjón og leikstjórinn Robert Eggers. Vísir/Samsett Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og leikstjórinn Robert Eggers leiða saman hesta sína á nýjan leik og hafa skrifað nýjan varúlfahrylling. Um jólin kom út nýjasta kvikmynd Eggers, endurgerð af sígilda vampíruhryllingnum Nosferatu, sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi og úti í heimi. Nú stefnir hann að því að gera aðra vampírumynd en í stað þess að leita til þögulla, þýskra expressjónista leitar hann talsvert lengra aftur í tímann. Nefnilega til Englands miðalda. Myndin ber nafnið Werwulf og gert er ráð fyrir því að hún komi út um jólin 2026. Handritið var skrifað af Sjón og Eggers sjálfum en þeir hafa áður unnið saman að handriti víkingaepíkinni Norðanmanninum sem gerist að miklu leyti á Íslandi. Í þeirri mynd fóru einnig Björk Guðmundsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk völvu og seiðkarls, í þeirri röð. Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter að enn sé margt á huldu um þessa mynd en að heimildir hermi að sagan eigi sér stað á Englandi þrettándu aldarinnar. Þá hafi einnig mikið verið lagt upp úr því að talsmáti persóna myndarinnar sé tímabilinu samkvæmur og að leikarar muni jafnvel spreyta sig á fornensku. Það væri eflaust áhugavert fyrir íslenska aðdáendur Eggers og Sjóns í ljósi þess hve lík hin fornenska tunga var íslensku. Jafnvel komi íslenskir bíógestir til með að skilja eitthvað sperri þeir eyrun. Þar segir einnig að Eggers hefði í hyggju að kvikmyndin yrði svarthvít en að hann hefði hætt við. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Um jólin kom út nýjasta kvikmynd Eggers, endurgerð af sígilda vampíruhryllingnum Nosferatu, sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi og úti í heimi. Nú stefnir hann að því að gera aðra vampírumynd en í stað þess að leita til þögulla, þýskra expressjónista leitar hann talsvert lengra aftur í tímann. Nefnilega til Englands miðalda. Myndin ber nafnið Werwulf og gert er ráð fyrir því að hún komi út um jólin 2026. Handritið var skrifað af Sjón og Eggers sjálfum en þeir hafa áður unnið saman að handriti víkingaepíkinni Norðanmanninum sem gerist að miklu leyti á Íslandi. Í þeirri mynd fóru einnig Björk Guðmundsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk völvu og seiðkarls, í þeirri röð. Fram kemur í umfjöllun Hollywood Reporter að enn sé margt á huldu um þessa mynd en að heimildir hermi að sagan eigi sér stað á Englandi þrettándu aldarinnar. Þá hafi einnig mikið verið lagt upp úr því að talsmáti persóna myndarinnar sé tímabilinu samkvæmur og að leikarar muni jafnvel spreyta sig á fornensku. Það væri eflaust áhugavert fyrir íslenska aðdáendur Eggers og Sjóns í ljósi þess hve lík hin fornenska tunga var íslensku. Jafnvel komi íslenskir bíógestir til með að skilja eitthvað sperri þeir eyrun. Þar segir einnig að Eggers hefði í hyggju að kvikmyndin yrði svarthvít en að hann hefði hætt við.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira