Leyfið heyrir sögunni til Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2025 09:36 JL húsið er í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar hefur verið ýmis starfsemi í gegnum tíðina. Reykjavíkurborg ætlaði að breyta húsnæðinu í úrræði fyrir um 400 hælisleitendur. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags Lýsisreits sem heimilaði breytingar á JL-húsinu sem hefði gert mögulegt að hýsa á fjórða hundrað hælisleitenda í húsinu. Íbúar í fjölbýlishúsi við Grandaveg, sem deila lóð með JL-húsinu, lögðu fram kæru í desember vegna þess að hýsa átti um 326 hælisleitendur í húsinu og töldu það verulegar breytingar á deiliskipulagi. Það hefði átt að auglýsa framkvæmdina og kynna hana fyrir íbúum. Áhyggjur nágrannanna eru ekki nýjar af nálinni. Þau hafa kvartað yfir skorti á samráði vegna plana borgarinnar í húsinu. Úrskurðurinn er hér. Vinnumálastofnun hafði ætlað sér að setja upp í húsinu búsetuúrræði fyrir um 326 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þá ætlaði Vinnumálastofnun að vera með aðstöðu á fyrstu hæð. Þá var einnig gert ráð fyrir einhverri tegund af gæslu eða eftirliti og þjónustu sem myndi krefjast viðveru starfsmanns allan sólarhringinn. Nefndin felldi úrskurð sinn í gær og þar er ekki fallist á þau rök Reykjavíkurborgar að ráðgerð notkun hússins sé sambærileg þeirri notkun sem áður hafi verið á húsinu. Þá orki það tvímælis að leggja að jöfnu grenndaráhrif sértæks búsetuúrræðis eins og þarna um ræðir, þar sem dvalið er til lengri tíma, við starfsemi hótels og gistihúss eða skóla. Nefndin féllst því á kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar. Áður hefur komið fram að eigandi hússins hefur þegar hafið framkvæmdir og að nýting búsetuúrræðisins sé þegar hafin. Nýlega kom fram í frétt hjá RÚV að um sextíu konur væru fluttar inn í húsið. Fyrirtækið HB121 keypti húsið árið 2023 og urðu þau tímamót að í fyrravor að Myndlistarskólinn flutti starfsemi sína úr húsinu þar sem hann hafði starfað í aldarfjórðung. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að ekki hefði verið nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar því áformin væru í takti við deiliskipulag borgarinnar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ sagði Heiða Björg. Þetta er það sem íbúar við Grandaveg 42 vildu ekki fallast á ekki á í kæru sinni og nefndin styður. Í kæru sinni finna þeir að því að Yrki arkitektar hafi fengið breytingu á deiliskipulagi í gegn með umsókn sinni í nóvember vegna heimildar að vera með sérstakt búsetuúrræði fyrir flóttafólk á Hringbraut 121. Í kæru lögfræðistofunnar Landslaga fyrir hönd íbúa í fjölbýlishúsinu er vísað til þess að fara eigi með breytinguna eins og að um nýtt deiliskipulag sé að ræða vegna breyttrar landnotkunar. Ella hafi borginni borið að setja breytinguna í grenndarkynningu. Því sé málsmeðferð skipulagsfulltrúa ólögmæt. Fréttin hefur verið leiðrétt. Vinnumálastofnun en ekki Reykjarvíkurborg stendur að því að koma upp búsetuúrræði í húsinu. Leiðrett klukkan 12:23 þann 23.1.2025 Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Íbúar í fjölbýlishúsi við Grandaveg, sem deila lóð með JL-húsinu, lögðu fram kæru í desember vegna þess að hýsa átti um 326 hælisleitendur í húsinu og töldu það verulegar breytingar á deiliskipulagi. Það hefði átt að auglýsa framkvæmdina og kynna hana fyrir íbúum. Áhyggjur nágrannanna eru ekki nýjar af nálinni. Þau hafa kvartað yfir skorti á samráði vegna plana borgarinnar í húsinu. Úrskurðurinn er hér. Vinnumálastofnun hafði ætlað sér að setja upp í húsinu búsetuúrræði fyrir um 326 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þá ætlaði Vinnumálastofnun að vera með aðstöðu á fyrstu hæð. Þá var einnig gert ráð fyrir einhverri tegund af gæslu eða eftirliti og þjónustu sem myndi krefjast viðveru starfsmanns allan sólarhringinn. Nefndin felldi úrskurð sinn í gær og þar er ekki fallist á þau rök Reykjavíkurborgar að ráðgerð notkun hússins sé sambærileg þeirri notkun sem áður hafi verið á húsinu. Þá orki það tvímælis að leggja að jöfnu grenndaráhrif sértæks búsetuúrræðis eins og þarna um ræðir, þar sem dvalið er til lengri tíma, við starfsemi hótels og gistihúss eða skóla. Nefndin féllst því á kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar. Áður hefur komið fram að eigandi hússins hefur þegar hafið framkvæmdir og að nýting búsetuúrræðisins sé þegar hafin. Nýlega kom fram í frétt hjá RÚV að um sextíu konur væru fluttar inn í húsið. Fyrirtækið HB121 keypti húsið árið 2023 og urðu þau tímamót að í fyrravor að Myndlistarskólinn flutti starfsemi sína úr húsinu þar sem hann hafði starfað í aldarfjórðung. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að ekki hefði verið nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar því áformin væru í takti við deiliskipulag borgarinnar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ sagði Heiða Björg. Þetta er það sem íbúar við Grandaveg 42 vildu ekki fallast á ekki á í kæru sinni og nefndin styður. Í kæru sinni finna þeir að því að Yrki arkitektar hafi fengið breytingu á deiliskipulagi í gegn með umsókn sinni í nóvember vegna heimildar að vera með sérstakt búsetuúrræði fyrir flóttafólk á Hringbraut 121. Í kæru lögfræðistofunnar Landslaga fyrir hönd íbúa í fjölbýlishúsinu er vísað til þess að fara eigi með breytinguna eins og að um nýtt deiliskipulag sé að ræða vegna breyttrar landnotkunar. Ella hafi borginni borið að setja breytinguna í grenndarkynningu. Því sé málsmeðferð skipulagsfulltrúa ólögmæt. Fréttin hefur verið leiðrétt. Vinnumálastofnun en ekki Reykjarvíkurborg stendur að því að koma upp búsetuúrræði í húsinu. Leiðrett klukkan 12:23 þann 23.1.2025
Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira