„Þeir voru pottþétt að spara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. janúar 2025 18:01 Elliði Snær Viðarsson Vísir/Vilhelm „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. Ísland vann góðan sigur á Egyptum í gær og hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Strákarnir tóku fast á Egyptum, börðu á þeim í vörninni og byggt upp forskot. Það forskot hélst meira og minna og stressið aldrei mikið. „Mér leið ótrúlega vel. Sérstaklega þegar við komumst 4-5 mörkum yfir, þá vissum við að þeir ættu erfitt með að koma til baka. Þeir eiga ekki þennan hraða gír sem við höfum. Hvert mark taldi meira í gær. Það var ótrúlega gott,“ segir Elliði. Aðspurður um vörnina segir hann menn sannarlega njóta þess að lemja á andstæðingunum. „Það hjálpar mikið til að Viktor byrji frábær báða leiki líka. Við vitum það sjálfir að það sem einkennir Ísland og gerði það fyrir nokkrum árum síðan. Það er það sem við þurfum,“ segir Elliði. En hvað orsakar að þetta lið smelli svo vel núna? „Það eru ákveðnar áherslur frá þjálfurunum. Við erum búnir að spila lengi saman, við erum mjög þéttir sem heild og komnir í gott flæði núna. Ég held að það sé lykillinn að þessu.“ Búast má við húsfylli í Zagreb annað kvöld enda Ísland að mæta heimamönnum í króatíska liðinu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeim fjölgaði umtalsvert fyrir leikinn við Egyptaland, fleiri lentu í dag og þá kemur vél Icelandair í fyrramálið. „Maður sá að það voru fáir Króatar sem mættu í gær, þeir voru pottþétt að spara til að geta keypt sér miða á þennan leik. Þetta er allt eða ekkert leikurinn, ég held það sé allt eða ekkert fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að það verði full höll og brjáluð stemning hjá báðum liðum,“ segir Elliði og bætir við: „Íslensku stuðningsmennirnir eru svo sem vanir því að þagga niður í öðrum, vera í undirtölu og vera með meiri læti,“ segir Elliði. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ætla að þagga niður í Króötunum HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Ísland vann góðan sigur á Egyptum í gær og hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Strákarnir tóku fast á Egyptum, börðu á þeim í vörninni og byggt upp forskot. Það forskot hélst meira og minna og stressið aldrei mikið. „Mér leið ótrúlega vel. Sérstaklega þegar við komumst 4-5 mörkum yfir, þá vissum við að þeir ættu erfitt með að koma til baka. Þeir eiga ekki þennan hraða gír sem við höfum. Hvert mark taldi meira í gær. Það var ótrúlega gott,“ segir Elliði. Aðspurður um vörnina segir hann menn sannarlega njóta þess að lemja á andstæðingunum. „Það hjálpar mikið til að Viktor byrji frábær báða leiki líka. Við vitum það sjálfir að það sem einkennir Ísland og gerði það fyrir nokkrum árum síðan. Það er það sem við þurfum,“ segir Elliði. En hvað orsakar að þetta lið smelli svo vel núna? „Það eru ákveðnar áherslur frá þjálfurunum. Við erum búnir að spila lengi saman, við erum mjög þéttir sem heild og komnir í gott flæði núna. Ég held að það sé lykillinn að þessu.“ Búast má við húsfylli í Zagreb annað kvöld enda Ísland að mæta heimamönnum í króatíska liðinu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeim fjölgaði umtalsvert fyrir leikinn við Egyptaland, fleiri lentu í dag og þá kemur vél Icelandair í fyrramálið. „Maður sá að það voru fáir Króatar sem mættu í gær, þeir voru pottþétt að spara til að geta keypt sér miða á þennan leik. Þetta er allt eða ekkert leikurinn, ég held það sé allt eða ekkert fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að það verði full höll og brjáluð stemning hjá báðum liðum,“ segir Elliði og bætir við: „Íslensku stuðningsmennirnir eru svo sem vanir því að þagga niður í öðrum, vera í undirtölu og vera með meiri læti,“ segir Elliði. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ætla að þagga niður í Króötunum
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn