Innlent

Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eiríkur er hér á nýliðakennslu Alþingis í upphafi mánaðar. Við hlið hans situr María Rut Kristinsdóttir, sem er einnig nýr þingmaður Viðreisnar.
Eiríkur er hér á nýliðakennslu Alþingis í upphafi mánaðar. Við hlið hans situr María Rut Kristinsdóttir, sem er einnig nýr þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar, nýs þingmanns Viðreisnar, um tímabundið leyfi frá störfum hans sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Samþykkt var að veita honum leyfi í allt að fimm ár.

Í fundargerð borgarráðs frá því í gær kemur fram að tillaga borgarstjóra um þetta hafi verið samþykkt. Þar segir að leyfið gildi frá 1. janúar síðastliðnum og geti staðið í allt að fimm ár, í samræmi við ákvæði laga um þingfarakaup alþingismanna og þingfararkostnað. Þar segir:

„Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.“

Steinþór Einarsson tekur við sem starfandi sviðsstjóri, þar til nýr sviðsstjóri verður ráðinn. Stefnt er að því að tillaga vegna undirbúnings ráðningar í starfið verði lögð fram í borgarráði 30. janúar næstkomandi.


Tengdar fréttir

Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úr­slit kosninganna verða stað­fest

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×