Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Lovísa Arnardóttir skrifar 27. janúar 2025 06:47 Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur er með fasta viðveru í rýminu. Kristín er verkefnisstjóri skaðaminnkunar á spítalanum á Landspítalanum. Vísir/RAX Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil. Neyslurýmið Ylja er öruggur staður fyrir einstaklinga til að nota vímuefni í æð en einnig er reykrými þar sem einstaklingar geta reykt vímuefni. Öll yfir 18 ára sem vilja ráðgjöf og öruggt skjól til að neyta vímuefna geta leitað til Ylju. „Í Ylju ríkir 100 prósent trúnaður og nafnleynd. Hér er alltaf lögð áhersla á að koma fram við fólk af virðingu, skilningi og væntumþykju. Það eru einstaklingar hér á sjötugsaldri en þetta er fjölbreyttur hópur líkt og allir hópar eru með sína einstöku reynslu og sögu. En meðalaldurinn er 37 ár.“ Sjá einnig: Landspítala falið að undirbúa nýtt meðferðarúrræði Sigríður Ella segir Rauða krossinn hafa átt von á því að það tæki lengri tíma fyrir hópinn að venja komur sínar til þeirra en þessi fjöldi sem hafi komið til þeirra frá opnun sýni að hópurinn hafi verið að bíða eftir öruggu rými til að nota í. Sigríður Ella teymisstjóri segir vel hafa gengið í rýminu og þau vonist til þess að samningur verði endurnýjaður.Aðsend „Við héldum að það myndi taka hópinn smá tíma að venja komu sína í nýtt neyslurými Rauða krossins, Ylju, og finna út að það væri búið að opna og að þetta væri öruggur staður sem þeim þætti gott að vera á. Það hjálpaði greinilega að Yljubíllinn var búinn að vera starfandi í ár og náði að byggja upp gott traust við hópinn og svo hefur Frú Ragnheiður góða tengingu við þá sem gætu viljað sækja í úrræðið.“ Til samanburðar við þessa 140 notendur sem eru búnir að koma má taka fram að í nóvember í fyrra voru notendurnir 121 og þá höfðu heimsóknirnar alls verið 914. Í september kom fram í viðtali við þáverandi verkefnafulltrúa rýmisins á heimasíðu Rauða krossins að notendur væru 68 og heimsóknir 263. Þeim hefur því fjölgað samfellt frá opnun. „Þeir einstaklingar sem sækja í Ylju til að nota eða nýta sér heilbrigðisþjónustuna sem er í boði eru ánægðir með úrræðið og það sem er jákvætt við þetta er að hér erum við að mæta hópnum mun betur en hefur verið gert áður.“ Áður en rýmið hóf starfsemi sína í Borgartúni 5 var það rekið í bíl í heilt ár. „Það var tilraunaverkefni til eins árs. Um var að ræða neyslurými í bíl og var tilgangurinn að leggja mat á þörfina fyrir slíkt.“ Neyslurýmið Ylja er öruggur staður fyrir einstaklinga til að nota vímuefni í æð en einnig er reykrými þar sem einstaklingar geta reykt vímuefni.Vísir/RAX Í september 2022, þegar rýmið hafði verið rekið í um hálft ár, höfðu heimsóknirnar verið 567 og notendur 90. Það hefur því verið fjölgun frá þeim tíma í fjölda notenda þjónustunnar. Sjá einnig: Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Sigríður Ella segir þó erfitt að bera þessar tölur saman. Í Yljubílnum hafi aðeins verið pláss fyrir einn í einu. „Það mynduðust oft biðraðir en vegna þess að það var aðeins pláss fyrir einn í einu, og ef biðin tók of langan tíma fór fólk annað. Ylja neyslurými er með pláss fyrir fjóra einstaklinga í einu til að neyta vímuefna í æð og svo pláss fyrir tvo í reykrými,“ segir Sigríður Ella og heldur áfram: Það eitt og sér geti útskýrt fjölgunina á einstaklingum sem koma en sýni á sama tíma að það var raunveruleg þörf á því að fá staðbundið rými með betri aðstöðu. „Í dag er ávallt heilbrigðisþjónusta í boði auk þess sem hjúkrunarfræðingur frá Landspítalanum er með aðstöðu í húsinu þrjá daga í viku. Við erum gríðarlega þakklát samstarfinu við Landspítala og við fögnum því að aðgengi að bættri þjónustu sé til staðar, en það er því miður staðreynd að þessi hópur veigrar sér oft við að fara inn á spítala eða heilsugæslu og vill frekar fá aðstoð í Ylju,“ segir hún og heldur áfram: „Það vissu það auðvitað allir sem vinna í þessum málaflokki að það væri þörf á bættri þjónustu og öruggu rými sem þessu og notendur ræddu það einnig að það væri enginn öruggur staður fyrir þá.” Sigríður Ella segir neyslurýmið einnig gott fyrir samfélagið og fjölskyldur þess. Það sé gífurlega mikilvægt að hugsa málið í stærra samhengi. „Einstaklingar sem hafa ekki öruggan stað til að nota í æð þurfa oft að nota í almenningsrýmum eða í öðrum óöruggum aðstæðum. Með því að veita einstaklingi öruggan og hreinan stað til að neyta vímuefna á er hægt að stuðla að auknu öruggi til hans og samfélagsins. Ylja gagnast þannig ekki aðeins þeim sem nota vímuefni í æð heldur einnig fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi og samfélaginu í heild sinni. Ylja er stórt skref í skaðaminnkun í samfélaginu.“ Ylja er opin virka daga frá klukkan 10 til 16. Sigríður Ella vonar að hægt verði að lengja opnunartímann þannig að rýmið verði opið um helgar og jafnvel lengur á virkum dögum. „Helgarnar eru langar og þungar og leiðinlegar fyrir þennan hóp. Gott aðgengi að úrræðum og þjónustu er hluti af því að mæta viðkomandi þar sem hann er staddur. Áhersla okkar er að stuðla að auknum mannréttindum fólks sem notar vímuefni og þetta er eitt skref í áttina að því.“ Staðsetningin henti vel Sigríður Ella segist afar ánægð með staðsetninguna út frá því sem hópurinn hefur talað um. Það henti vel þeim sem leita til þeirra. Neyslurýmið er rekið í Borgartúni 5 sem er ekki of fjarri gistiskýlunum og er mjög nálægt Kaffistofu Samhjálpar en stór hluti þeirra sem til þeirra leita nýtir sér reglulega þjónustu skýlanna og Samhjálpar. Sjá einnig: Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári „Ylja er öruggur staður þar sem einstaklingar geta komið og notað vímuefni, fengið hreinan búnað og heilbrigðisþjónustu. Stór hluti af starfinu er líka sálfélagslegur stuðningur og skaðaminnkandi samtal þar sem spjall um heilsu og líðan hverju sinni skiptir máli og það að viðkomandi finni að hann skipti máli. Það er mikilvægt að þau sem koma finni fyrir öryggi til að ræða líðan eða daginn eða hvað sem þeim liggur á hjarta, það er ótrúlega jákvætt,“ segir Sigríður Ella. Auk þess sé auðveldara að grípa fyrr inn sé eitthvað sérstakt sem þurfi að taka á eða aðstoða fólk með „Okkur dreymir um að hægt verið að samþætta þjónustuna enn frekar og mæta hópnum betur með aðkomu annarra þjónustuaðila eða fagaðila eins og til dæmis lækni eða félagsráðgjafa sem myndu sinna hópnum með fastri viðveru einhverja daga. Hópurinn gæti þá sótt sér fjölbreytta þjónustu á sama stað í stað þess að fara á hina ýmsu staði og panta tíma. Það getur verið flókið og erfitt.“ Neyslurýmið er tilraunaverkefni til eins árs, eða fram í apríl samkvæmt samningi, en Sigríður Ella segir að unnið sé hart að því að endurnýja samninginn. Hver staður er vel nýttur í rýminu sem er í einingahúsum í Borgartúni.Vísir/RAX „Allt annað væri galið og maður bindur miklar vonir við það að þetta muni ganga upp. Okkar von er að sjálfsögðu að samningurinn verði endurnýjaður.“ Skaðaminnkandi hugmyndafræði Rauði krossinn rekur einnig Frú Ragnheiði sem hefur verið starfrækt í um 15 ár. Helstu viðfangsefni Frú Ragnheiðar eru nálaskiptaþjónusta, lágþröskulda heilbrigðisþjónusta, sálrænn stuðningur, skaðaminnkandi leiðbeiningar og örugg förgun á notuðum búnaði. Frú Ragnheiður er starfrækt á Akureyri, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Í Ylju líkt og í Frú Ragnheiði er lögð áhersla á skaðaminnkandi hugmyndafræði og þar er boðið upp á sálfélagslegan stuðning, lágþröskulda heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi leiðbeiningar. Í bæði Ylju og hjá Frú Ragnheiði sé verið að dreifa Naloxone frítt. Naloxone er nefúði sem er einfaldur í notkun og virkar lyfið sem mótefni við ópíóðum. Fíkn Félagasamtök Reykjavík Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. 8. nóvember 2024 20:01 Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. 4. apríl 2024 08:50 Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Neyslurýmið Ylja er öruggur staður fyrir einstaklinga til að nota vímuefni í æð en einnig er reykrými þar sem einstaklingar geta reykt vímuefni. Öll yfir 18 ára sem vilja ráðgjöf og öruggt skjól til að neyta vímuefna geta leitað til Ylju. „Í Ylju ríkir 100 prósent trúnaður og nafnleynd. Hér er alltaf lögð áhersla á að koma fram við fólk af virðingu, skilningi og væntumþykju. Það eru einstaklingar hér á sjötugsaldri en þetta er fjölbreyttur hópur líkt og allir hópar eru með sína einstöku reynslu og sögu. En meðalaldurinn er 37 ár.“ Sjá einnig: Landspítala falið að undirbúa nýtt meðferðarúrræði Sigríður Ella segir Rauða krossinn hafa átt von á því að það tæki lengri tíma fyrir hópinn að venja komur sínar til þeirra en þessi fjöldi sem hafi komið til þeirra frá opnun sýni að hópurinn hafi verið að bíða eftir öruggu rými til að nota í. Sigríður Ella teymisstjóri segir vel hafa gengið í rýminu og þau vonist til þess að samningur verði endurnýjaður.Aðsend „Við héldum að það myndi taka hópinn smá tíma að venja komu sína í nýtt neyslurými Rauða krossins, Ylju, og finna út að það væri búið að opna og að þetta væri öruggur staður sem þeim þætti gott að vera á. Það hjálpaði greinilega að Yljubíllinn var búinn að vera starfandi í ár og náði að byggja upp gott traust við hópinn og svo hefur Frú Ragnheiður góða tengingu við þá sem gætu viljað sækja í úrræðið.“ Til samanburðar við þessa 140 notendur sem eru búnir að koma má taka fram að í nóvember í fyrra voru notendurnir 121 og þá höfðu heimsóknirnar alls verið 914. Í september kom fram í viðtali við þáverandi verkefnafulltrúa rýmisins á heimasíðu Rauða krossins að notendur væru 68 og heimsóknir 263. Þeim hefur því fjölgað samfellt frá opnun. „Þeir einstaklingar sem sækja í Ylju til að nota eða nýta sér heilbrigðisþjónustuna sem er í boði eru ánægðir með úrræðið og það sem er jákvætt við þetta er að hér erum við að mæta hópnum mun betur en hefur verið gert áður.“ Áður en rýmið hóf starfsemi sína í Borgartúni 5 var það rekið í bíl í heilt ár. „Það var tilraunaverkefni til eins árs. Um var að ræða neyslurými í bíl og var tilgangurinn að leggja mat á þörfina fyrir slíkt.“ Neyslurýmið Ylja er öruggur staður fyrir einstaklinga til að nota vímuefni í æð en einnig er reykrými þar sem einstaklingar geta reykt vímuefni.Vísir/RAX Í september 2022, þegar rýmið hafði verið rekið í um hálft ár, höfðu heimsóknirnar verið 567 og notendur 90. Það hefur því verið fjölgun frá þeim tíma í fjölda notenda þjónustunnar. Sjá einnig: Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Sigríður Ella segir þó erfitt að bera þessar tölur saman. Í Yljubílnum hafi aðeins verið pláss fyrir einn í einu. „Það mynduðust oft biðraðir en vegna þess að það var aðeins pláss fyrir einn í einu, og ef biðin tók of langan tíma fór fólk annað. Ylja neyslurými er með pláss fyrir fjóra einstaklinga í einu til að neyta vímuefna í æð og svo pláss fyrir tvo í reykrými,“ segir Sigríður Ella og heldur áfram: Það eitt og sér geti útskýrt fjölgunina á einstaklingum sem koma en sýni á sama tíma að það var raunveruleg þörf á því að fá staðbundið rými með betri aðstöðu. „Í dag er ávallt heilbrigðisþjónusta í boði auk þess sem hjúkrunarfræðingur frá Landspítalanum er með aðstöðu í húsinu þrjá daga í viku. Við erum gríðarlega þakklát samstarfinu við Landspítala og við fögnum því að aðgengi að bættri þjónustu sé til staðar, en það er því miður staðreynd að þessi hópur veigrar sér oft við að fara inn á spítala eða heilsugæslu og vill frekar fá aðstoð í Ylju,“ segir hún og heldur áfram: „Það vissu það auðvitað allir sem vinna í þessum málaflokki að það væri þörf á bættri þjónustu og öruggu rými sem þessu og notendur ræddu það einnig að það væri enginn öruggur staður fyrir þá.” Sigríður Ella segir neyslurýmið einnig gott fyrir samfélagið og fjölskyldur þess. Það sé gífurlega mikilvægt að hugsa málið í stærra samhengi. „Einstaklingar sem hafa ekki öruggan stað til að nota í æð þurfa oft að nota í almenningsrýmum eða í öðrum óöruggum aðstæðum. Með því að veita einstaklingi öruggan og hreinan stað til að neyta vímuefna á er hægt að stuðla að auknu öruggi til hans og samfélagsins. Ylja gagnast þannig ekki aðeins þeim sem nota vímuefni í æð heldur einnig fjölskyldum þeirra, nærsamfélagi og samfélaginu í heild sinni. Ylja er stórt skref í skaðaminnkun í samfélaginu.“ Ylja er opin virka daga frá klukkan 10 til 16. Sigríður Ella vonar að hægt verði að lengja opnunartímann þannig að rýmið verði opið um helgar og jafnvel lengur á virkum dögum. „Helgarnar eru langar og þungar og leiðinlegar fyrir þennan hóp. Gott aðgengi að úrræðum og þjónustu er hluti af því að mæta viðkomandi þar sem hann er staddur. Áhersla okkar er að stuðla að auknum mannréttindum fólks sem notar vímuefni og þetta er eitt skref í áttina að því.“ Staðsetningin henti vel Sigríður Ella segist afar ánægð með staðsetninguna út frá því sem hópurinn hefur talað um. Það henti vel þeim sem leita til þeirra. Neyslurýmið er rekið í Borgartúni 5 sem er ekki of fjarri gistiskýlunum og er mjög nálægt Kaffistofu Samhjálpar en stór hluti þeirra sem til þeirra leita nýtir sér reglulega þjónustu skýlanna og Samhjálpar. Sjá einnig: Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári „Ylja er öruggur staður þar sem einstaklingar geta komið og notað vímuefni, fengið hreinan búnað og heilbrigðisþjónustu. Stór hluti af starfinu er líka sálfélagslegur stuðningur og skaðaminnkandi samtal þar sem spjall um heilsu og líðan hverju sinni skiptir máli og það að viðkomandi finni að hann skipti máli. Það er mikilvægt að þau sem koma finni fyrir öryggi til að ræða líðan eða daginn eða hvað sem þeim liggur á hjarta, það er ótrúlega jákvætt,“ segir Sigríður Ella. Auk þess sé auðveldara að grípa fyrr inn sé eitthvað sérstakt sem þurfi að taka á eða aðstoða fólk með „Okkur dreymir um að hægt verið að samþætta þjónustuna enn frekar og mæta hópnum betur með aðkomu annarra þjónustuaðila eða fagaðila eins og til dæmis lækni eða félagsráðgjafa sem myndu sinna hópnum með fastri viðveru einhverja daga. Hópurinn gæti þá sótt sér fjölbreytta þjónustu á sama stað í stað þess að fara á hina ýmsu staði og panta tíma. Það getur verið flókið og erfitt.“ Neyslurýmið er tilraunaverkefni til eins árs, eða fram í apríl samkvæmt samningi, en Sigríður Ella segir að unnið sé hart að því að endurnýja samninginn. Hver staður er vel nýttur í rýminu sem er í einingahúsum í Borgartúni.Vísir/RAX „Allt annað væri galið og maður bindur miklar vonir við það að þetta muni ganga upp. Okkar von er að sjálfsögðu að samningurinn verði endurnýjaður.“ Skaðaminnkandi hugmyndafræði Rauði krossinn rekur einnig Frú Ragnheiði sem hefur verið starfrækt í um 15 ár. Helstu viðfangsefni Frú Ragnheiðar eru nálaskiptaþjónusta, lágþröskulda heilbrigðisþjónusta, sálrænn stuðningur, skaðaminnkandi leiðbeiningar og örugg förgun á notuðum búnaði. Frú Ragnheiður er starfrækt á Akureyri, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Í Ylju líkt og í Frú Ragnheiði er lögð áhersla á skaðaminnkandi hugmyndafræði og þar er boðið upp á sálfélagslegan stuðning, lágþröskulda heilbrigðisþjónustu og skaðaminnkandi leiðbeiningar. Í bæði Ylju og hjá Frú Ragnheiði sé verið að dreifa Naloxone frítt. Naloxone er nefúði sem er einfaldur í notkun og virkar lyfið sem mótefni við ópíóðum.
Fíkn Félagasamtök Reykjavík Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. 8. nóvember 2024 20:01 Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. 4. apríl 2024 08:50 Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Ísland er meðal þeirra landa sem er með hlutfallslega flest lyfjatengd andlát í Evrópu samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu. Formaður samtaka um skaðaminnkun segir brýnt að stjórnvöld bregðist við. Lyfjafræðingar berjast fyrir því að fá að selja nefúða í lausasölu sem er mótefni við of stórum skammti ópíóðalyfja. 8. nóvember 2024 20:01
Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. 4. apríl 2024 08:50
Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. 2. apríl 2024 06:45